flugfréttir

Telja sig hafa reiknað út hvar MH370 er að finna

- Hópur leitarsérfræðinga kynna nýja staðsetningu eftir þrotlausa útreikninga

6. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:21

Í næsta mánuði eru 6 ár liðin frá því að malasíska farþegaþotan hvarf sporlaust á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking

Hópur af einum færustu leitarsérfræðingum heims, sem hafa varið mörgum mánuðum að undanförnu í að reikna út hvar malasísku farþegaþotuna gæti verið að finna, hafa birt niðurstöður sínar eftir þrotlausa vinnu og rannsóknir á gögnum frá gervitunglum.

Í næsta mánuði verða 6 ár liðin frá því að flug MH370 hvarf með dulafullum hætti á leið frá Kuala Lumpur til Peking en um borð voru 239 manns og hafa ættingjar og aðstandendur þeirra ekki enn fengið nein svör um afdrif vélarinnar.

Hópurinn samanstendur af sérfræðingunum Victor Iannello, Bobby Ulich, Richard Godfrey og Andrew Banks en þeir hafa tilgreint og teiknað upp nýtt leitarsvæði eftir að hafa farið yfir gögn og gert nýja greiningu með mikið magn af upplýsingum og reiknilíkönum sér til hliðsjónar.

Viðkomandi svæði dregur fram nýja mynd af tilteknu svæði sem er skipt niður í þrjár einingar eftir því hversu miklar líkur eru á því að malasísku farþegaþotuna sé þar að finna en á stórum hluta þessa svæðis hefur aldrei áður verið leitað.

Fyrstu fréttir sem bárust á CNN um að farþegaþota hefði horfið af ratsjá á leið til Peking

Á vefsíðunni The Dissappearance of MH370 hefur verið birt grein sérfræðingana þar sem þeir útskýra þá rannsóknarvinnu sem þeir hafa unnið að undanförnu.

Í greininni er byrjað á að setja fram þær forsendur sem flestir hafa gengið út frá sem er að flug MH370 hafi beygt af leið til suðurs frá stefnupunktinum BEDAX, sem staðsettur er í um 100 mílna (nm) fjarlægð vestur af eyjunni Súmötru, og er talið að flugvélin hafi flogið þaðan suður eftir E93°78 lengdarbaug, lengst suður í Indlandshafi, í átt að Suðurskautslandinu og farið í sjóinn nálægt S34° breiddarbaug, suðvestur af Ástralíu.

Fram kemur að hópurinn hafi að undanförnu unnið lengi að því að endurgera alla útreikninga varðandi hvar líklegast er að flug MH370 hafi farið ofan í hafið en mesta vinnan hefur farið í að rannsaka tímasetningar á því hvenær flugvélin og Inmarsat gervitunglið sendu merki sín á milli.

Mismunandi niðurstöður sem Boeing fékk eftir að hafa framkvæmt tíu
líkindaflug í Boeing 777-200ER flughermi

Hópurinn fór yfir hvenær boð frá flugvélinni barst til gervitunglsins, hvenær fyrstu merkin bárust og segist hópurinn hafa fundið nokkur frávik sem notuð voru til þess að reikna upp á nýtt staðsetningarferil vélarinnar eftir hinum svokallaða „sjöunda hringboga“ á leið sinni suður í Indlandshaf.

Sá staður sem mestar líkur eru taldar að flugvélin hafi farið í sjóinn er tilgreindur í skýrslunni sem BE POI sem stendur fyrir „Best Estimated - Point of Impact“.

Á nýja svæðinu, sem hópurinn mælir með að leit ætti að fara fram, er hafsbotninn mjög erfiður til leitar með miklu neðansjávarfjallendi og bröttum hlíðum. Fram kemur að leitað hafi verið að hluta til á þessu svæði en miklar líkur eru á því að leitarbúnaður hafi farið framhjá flakinu og yfirsést brak úr vélinni vegna „skugga“ á stöku stað sem gerir þann hluta svæðisins nánast ósýnilegan.

Gera ráð fyrir að enginn hafi verið við stjórn á leiðinni suður í Indlandshaf

Til að tilgreina svæðið var gert meðal annars ráð fyrir því að flugvélin hafi flogið á sjálfstýringu án þess að neinn flugmaður hafi snert stýrin og vélin svifið úr farflugshæð eftir að hreyflarnir drápu á sér eftir að eldsneytið var á þrotum.

Boeing hafði þegar framkvæmt tíu mismunandi tilraunir í Boeing 777-200ER flughermi á sínum tíma með mismunandi forsendur með tilliti til flughæðar þar sem reynt var að draga upp þá mynd hvert flugvélin myndi fara eftir að eldsneyti var á þrotum.

Stjórnklefinn í Boeing 777

Gert var ráð fyrir því að sjálfstýringin hefði aftengst sjálfkrafa eftir að eldsneytið var búið og ef vélin hefði lækkað sjálf á meðan hún sveif í átt að yfirborði Indlandshafs. Í flestum tilvikum beygði vélin af leið ýmist til vinstri eða hægri sem veltur á ýmsum þáttum og þar á meðal stöðu stýrisflatanna, stöðu á hliðarstýri og þá spilar veður og vindar stóran þátt í þeim líkindareikningi.

Talið er að fjarlægðin á milli staðsetninganna tveggja, þar sem flugvélin hefur farið í sjóinn eftir því hvort að sjálfstýringin hafi verið á eða ekki, muni um 8.8 mílum (nm) sem samsvarar 16 kílómetrum en í fimm flughermatilraunum náði Boeing 777-200 lækkunarhraða upp á 15.000 fet á mínútu undir það síðasta þegar líkt var eftir aðstæðum þar sem eldsneytið var á þrotum.

Annað hvort flogið eftir LNAV eða eftir tiltekinni stefnu

Fram kemur að um tvo möguleika sé að ræða varðandi með hvaða hætti malasíska farþegaþotan flaug lengst suður í Indlandshaf en annar þeirra er að sjálfstýringin hafi verið stillt á LNAV eftir að vélin beygði til suðurs frá BEDAX og suðurpólinn stilltur mögulega inn sem 99SP, S90EXXXXX eða S90WXXXXX og því hefði flugvélin fylgt lengdarbaug E93°78 af meiri nákvæmni með minni leiðsöguvillu en með öðrum hætti.

Hópurinn segir að staðsetningin veltur á ýmsum þáttum og meðal annars í hvaða ham sjálfstýringin var stillt á

Hinn möguleikinn er að eftir að flugvélin beygði til suðurs við BEDAX að sjálfstýringin hafi verð sett á 180 gráður, beint til suðurs, til að fylgja viðstöðulausri stefnu en til þess hefði þurft að leiðrétta stefnuna reglulega þar sem hún hefði annars breyst með hverjum breiddarbaug þar sem vélin hefði þá fylgt stórbaugsleið.

Að lokum kemur fram að hópurinn gerir frekar ráð fyrir því að enginn hafi verið við stjórnina undir það síðasta er flug MH370 flaug suður í Indlandshaf og með það að leiðarljósi hefur gríðarleg vinna farið í að reikna út „heitasta staðinn“ þar sem sérfræðingarnir telja mestar líkur á að flak vélarinnar sé að finna.

Telja líklegast að staðsetning flaksins sé S34°23.42 E093°78.75

Þrátt fyrir þessa tilgátu hópsins þá var einnig tekið með í reikninginn sá möguleiki ef flugmennirnir voru við stjórnvölinn þegar eldsneytið var á þrotum og ef þeir hefðu sjálfir stjórnað vélinni er hún sveif ofan í sjóinn en við það stækkar leitarsvæðið enn frekar.

Ef svo er þá er talið að flugvélin hafi lækkað flugið um 1.000 fet fyrir hverja 3.29 nm mílur (6 km) miðað við að Boeing 777-200ER hefur svifgildi upp á 20:1. Ef miðað er við 40.000 feta hæð þá gæti vélin hafa farið í sjóinn í 140 nm (259 km) fjarlægð eftir að eldsneytið var uppurið.

Nýja leitarsvæðið sem hópurinn telur að flak malasísku farþegaþotunnar sé að finna

Nýja svæðið er um 23.050 ferkílómetrar að stærð eða um fimmtungur þess sem búið var að leita á þegar alþjóðleg leit stóð yfir en 2/5 af nýja svæðinu fer yfir gamla leitarsvæðið og hefur því ekki verið leitað á um 3/5 af nýja svæðinu sem hópurinn mælir með að leitað verði á.

Fram kemur að ómögulegt sé að segja til um í hvaða átt flugmennirnir hefðu ákveðið að svífa ef þeir voru við stjórnina en að svífa til vesturs hefði gefið flugmönnunum betra útsýni á yfirborð sjávar vegna sólarupprásar í austri sem hefði annars blindað þeim sýn en þá hefðu þeir hinsvegar verið að fjarlægjast enn frekar strendur Ástralíu. Þá hefði svif til norðausturs aukið svifvegalengdina vegna meðvinda úr suðvestri.

Í niðurlagi í greininni segir að líklegast hafi flug MH370 farið í sjóinn við hnitinn S34.2342° / E93.7875°. Fram kemur að leitað hafi verið akkurat á þessu hniti en hafsbotninn á þessum stað er það erfiður til leitar að sennilegt þykir að leitin hafi farið framhjá flakinu.

Stjórnvöld í Malasíu hafa lýst því yfir að þau séu reiðubúin að hefja nýja leit en þó aðeins ef ný gögn koma fram varðandi hvarf malasísku farþegaþotunnar og hefur því ekkert enn verið ákveðið í þeim efnum.  fréttir af handahófi

Embraer afhendir síðasta eintakið af ERJ-þotunni

6. júlí 2020

|

Brasilíski flugvélaframleiðandinn Embraer hefur afhent síðasta eintakið af ERJ-þotunni en þessar þotur hafa verið eina vinsælustu farþegaþotur í sínum stærðarflokki sem notaðar hafa verið á stuttum

Elsti flugkennari heims er 99 ára

28. júlí 2020

|

Það eru sennilega ekki margir flugmenn í heiminum í dag sem fagna bráðum 100 ára afmæli og eru enn fljúgandi eins og enginn sé morgundagurinn.

Stefna á útsýnisflug til suðurskautsins með Boeing 787

10. ágúst 2020

|

Ástralska flugfélagið Qantas ætlar í vetur að bjóða Áströlum upp á útsýnisflug til Suðurskautslandsins en félagið ætlar að fljúga sérstakar flugferðir til Suðurskautsins með Dreamliner-þotum af gerði

  Nýjustu flugfréttirnar

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

12. ágúst 2020

|

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

Selja ellefu Dash 8-400 flugvélar úr flota Flybe

11. ágúst 2020

|

Ellefu De Havilland Dash 8-400 flugvélar sem voru í flota breska lágfargjaldafélagsins Flybe verða seldar og munu fara til nýrra eigenda.

Franski flugherinn fær fyrstu ISR eftirlitsvélina frá King Air

11. ágúst 2020

|

Franski flugherinn hefur fengið fyrstu ISR flugvélina afhenta frá Beechcraft sem byggir á King Air flugvélinni og er vélin sérstaklega útbúin fyrir eftirlitsflug, gæsluflug og fyrir flugferðir í þei

Vara við sprungum í Trent XWB hreyflum á A350

11. ágúst 2020

|

Hreyflaframleiðandinn Rolls-Royce sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem varað er við mögulegum sprungum í hreyflablöðum á Trent XWB hreyflinum sem knýr áfram nýju Airbus A350 þoturnar.

Flugmaður veiktist skyndilega í aðflugi í Zurich

11. ágúst 2020

|

Flugmaður veiktist skyndilega um borð í farþegaþotu frá svissneska flugfélaginu Swiss International Air Lines um helgina.

Kvartað undan auknum hávaða frá kennsluflugi í Denver

11. ágúst 2020

|

Hópur íbúa í hverfi einu í Denver í Colorado í Bandaríkjunum hafa sent formlega kvörtun undan hávaða frá Rocky Mountain flugvellinum og telja þeir að hávaði frá flugvélum hafi aukist til muna á sköm

54 flugmenn féllu á áfengisprófi í fyrra á Indlandi

11. ágúst 2020

|

Aldrei hafa fleiri atvinnuflugmenn á Indlandi fallið á áfengisprófi líkt og í fyrra en fram kemur í tölum frá indverskum yfirvöldum að 54 flugmenn féllu á prófi er þeir voru látnir blása rétt fyrir br

Lenti 1 mínútu eftir að reglur um sóttkví tóku gildi

10. ágúst 2020

|

158 farþegar sem voru um borð í farþegaþotu hjá SAS neyddust til þess að fara í 10 daga sóttkví við komuna til Noregs um helgina sem þeir hefðu annars sloppið við ef flugvélin hafði lent aðeins einn

Stefna á útsýnisflug til suðurskautsins með Boeing 787

10. ágúst 2020

|

Ástralska flugfélagið Qantas ætlar í vetur að bjóða Áströlum upp á útsýnisflug til Suðurskautslandsins en félagið ætlar að fljúga sérstakar flugferðir til Suðurskautsins með Dreamliner-þotum af gerði

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00