flugfréttir

Hundruðir erlendra flugmanna í Kína í launalaust leyfi

- Sumir erlendir flugmenn í Kína með þreföld hærri laun

10. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:57

Fjöldi flugmanna í heiminum hafa verið að fljúga fyrir kínversk flugfélög en útbreiðsla kórónaveirunnar hefur haft mikil áhrif á starfsmöguleika þeirra

Hundruðir erlendra flugmanna, sem hafa flogið fyrir kínversk flugfélög, hafa verið beðnir um að taka sér launalaust leyfi um óákveðinn tíma vegna kórónaveirunnar.

Meðal flugfélaga sem hafa tilkynnt erlendum flugmönnum um að taka sér leyfi án launagreiðslna eru China Southern Airlines, Hainan Airlines, Tianjin Airlines, Xiamen Airlines, Beijing Capital Airlines, auk fleiri flugfélaga.

Fjölmargir flugmenn hafa sest að í Kína undanfarin ár vegna freistandi tækifæra í landinu en mikill uppgangur hefur verið í fluginu í Kína og hafa kínversk flugfélög leitað eftir flugmönnum í öðrum löndum til að anna eftirspurninni og boðið þeim vegleg laun.

China Southern Airlines segir í skilaboðum sínum til starfsmanna að allir erlendir flugmenn hafa veirð beðnir um að taka sér launalaust frí nú þegar strax.

Þar sem flest flugfélög í Kína hafa dregið saman seglin og minnkað umsvif sín sl. vikur vegna útbreiðslu kórónaveirunnar þá hafa kínversku flugfélögin ekki lengur þörf fyrir erlendu flugmennina.

Margir flugmenn eru þegar farnir að huga að öðrum tækifærum og ætla að sækja um hjá öðrum flugfélögum og er því von á að margir munu yfirgefa Kína á næstunni.

„Það er gott að vera komin aftur heim en eins og allir aðrir þá þarf ég að greiða mína reikninga. Þannig að vera komin aftur heim um óákveðin tíma án þess að fá nein laun gengur ekki“, segir einn flugmaður í viðtali við fjölmiðla.

Fjöldi þeirra flugferða sem kínversk flugfélög hafa fellt niður skipta þúsundum en til að mynda þá hefur China Southern Airlines fellt niður yfir 7.900 flugferðir frá 23. janúar til 3. febrúar og á sama tímabili hefur Xiamen Airlines fellt niður 3.287 flugferðir og 2.967 flug voru felld niður hjá Hainan Airlines.

Erlendir flugmenn hafa verið mjög hátt launaðir og hafa margir hverjir verið með svipuð laun og flugmenn sem fljúga einkaþotum. Fram kemur að það sé ein ástæða þess að kínversku flugfélögin byrja á að láta erlenda flugmenn taka sér launalaust leyfi.  fréttir af handahófi

Fleiri farþegar um Frankfurt-flugvöll heldur en Heathrow

14. ágúst 2020

|

Næstum því helmingi fleiri farþegar fóru um flugvöllinn í Frankfurt í Þýskalandi í júlí samanborið við þá farþega sem fóru um Heathrow-flugvöllinn í London.

Jet Time í Danmörku sækir um gjaldþrotaskipti

22. júlí 2020

|

Danska leiguflugfélagið Jet Time er gjaldþrota og hefur félagið hætt starfsemi sinni en félagið óskaði í gær eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta fyrir dómstóli í Kaupmannahöfn.

Stefna á útsýnisflug til suðurskautsins með Boeing 787

10. ágúst 2020

|

Ástralska flugfélagið Qantas ætlar í vetur að bjóða Áströlum upp á útsýnisflug til Suðurskautslandsins en félagið ætlar að fljúga sérstakar flugferðir til Suðurskautsins með Dreamliner-þotum af gerði

  Nýjustu flugfréttirnar

Sala á flugstjórnkerfum hefur dregist saman um 37 prósent

14. ágúst 2020

|

Fram kemur að sala á flugstjórnkerfum, bæði skjákerfum og fjarskiptabúnaði, fyrir flugvélar hefur dregist saman um meira en þriðjung meðal helstu fyrirtækja sem eru leiðandi á markaðnum í sölu og fr

Fleiri farþegar um Frankfurt-flugvöll heldur en Heathrow

14. ágúst 2020

|

Næstum því helmingi fleiri farþegar fóru um flugvöllinn í Frankfurt í Þýskalandi í júlí samanborið við þá farþega sem fóru um Heathrow-flugvöllinn í London.

Þrír hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi í Stafangri í sumar

14. ágúst 2020

|

Þrjú tilvik hafa komið upp frá því í júní þar sem flugmenn og flugfreyjur hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi á flugvellinum í Stafangri í Noregi.

Azul nær að semja um frestun á greiðslum til leigusala

13. ágúst 2020

|

Brasilíska flugfélagið Azul Linhas Aéreas Brasileiras hefur náð að semja við lánadrottna og flugvélaleigur um breytingu og frestun á greiðslum.

IATA gefur út svartsýnni spá fyrir flugið í Evrópu

13. ágúst 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur gefið út nýja spá er varðar framtíðarhorfur á næstunni í fluginu í Evrópu og er sú spá svartsýnni en fyrri spár.

EASA varar við aðskotahlutum í stemmuröri eftir geymslu

13. ágúst 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér tilkynningu með fyrirmælum varðandi þau áhrif sem langtímageymsla á flugvélum getur haft í för með sér en margar flugvélar eru nú í geymslu vegna

S7 Airlines stofnar sérstakt fraktflugfélag

13. ágúst 2020

|

Rússneska flugfélagið S7 Airlines ætlar að hefja fraktflugsstarfsemi og hefur félagið pantað tvær Boeing 737-800BCF fraktflugvélar sem verða teknar á leigu frá flugvélaleigunni GECAS.

370 flugfreyjum sagt upp hjá Sunclass Airlines

13. ágúst 2020

|

Danska leiguflugfélagið Sunclass Airlines hefur sagt upp 200 flugfreyjum og flugþjónum í Danmörku og um 170 í Svíþjóð og eru því alls 370 starfsmenn hjá félaginu sem verður sagt upp þann 20. ágúst n

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

12. ágúst 2020

|

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00