flugfréttir

Hundruðir erlendra flugmanna í Kína í launalaust leyfi

- Sumir erlendir flugmenn í Kína með þreföld hærri laun

10. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:57

Fjöldi flugmanna í heiminum hafa verið að fljúga fyrir kínversk flugfélög en útbreiðsla kórónaveirunnar hefur haft mikil áhrif á starfsmöguleika þeirra

Hundruðir erlendra flugmanna, sem hafa flogið fyrir kínversk flugfélög, hafa verið beðnir um að taka sér launalaust leyfi um óákveðinn tíma vegna kórónaveirunnar.

Meðal flugfélaga sem hafa tilkynnt erlendum flugmönnum um að taka sér leyfi án launagreiðslna eru China Southern Airlines, Hainan Airlines, Tianjin Airlines, Xiamen Airlines, Beijing Capital Airlines, auk fleiri flugfélaga.

Fjölmargir flugmenn hafa sest að í Kína undanfarin ár vegna freistandi tækifæra í landinu en mikill uppgangur hefur verið í fluginu í Kína og hafa kínversk flugfélög leitað eftir flugmönnum í öðrum löndum til að anna eftirspurninni og boðið þeim vegleg laun.

China Southern Airlines segir í skilaboðum sínum til starfsmanna að allir erlendir flugmenn hafa veirð beðnir um að taka sér launalaust frí nú þegar strax.

Þar sem flest flugfélög í Kína hafa dregið saman seglin og minnkað umsvif sín sl. vikur vegna útbreiðslu kórónaveirunnar þá hafa kínversku flugfélögin ekki lengur þörf fyrir erlendu flugmennina.

Margir flugmenn eru þegar farnir að huga að öðrum tækifærum og ætla að sækja um hjá öðrum flugfélögum og er því von á að margir munu yfirgefa Kína á næstunni.

„Það er gott að vera komin aftur heim en eins og allir aðrir þá þarf ég að greiða mína reikninga. Þannig að vera komin aftur heim um óákveðin tíma án þess að fá nein laun gengur ekki“, segir einn flugmaður í viðtali við fjölmiðla.

Fjöldi þeirra flugferða sem kínversk flugfélög hafa fellt niður skipta þúsundum en til að mynda þá hefur China Southern Airlines fellt niður yfir 7.900 flugferðir frá 23. janúar til 3. febrúar og á sama tímabili hefur Xiamen Airlines fellt niður 3.287 flugferðir og 2.967 flug voru felld niður hjá Hainan Airlines.

Erlendir flugmenn hafa verið mjög hátt launaðir og hafa margir hverjir verið með svipuð laun og flugmenn sem fljúga einkaþotum. Fram kemur að það sé ein ástæða þess að kínversku flugfélögin byrja á að láta erlenda flugmenn taka sér launalaust leyfi.  fréttir af handahófi

Kveða niður orðróm um að Air India sé að hætta starfsemi

8. janúar 2020

|

Air India hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að flugfélagið indverska sé langt frá því að vera að hætta starfsemi sinni vegna rekstarerfiðleika.

Orðrómur um að Norwegian ætli að yfirgefa Argentínu

2. desember 2019

|

Svo gæti farið að ævintýri Norwegian í Argentínu sé að nálgast endalokin ef marka má heimildamenn sem þekkja til sem segja að flugfélagið norska sé að leita að nýjum eigendum til þess að taka yfir st

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

  Nýjustu flugfréttirnar

Endurgreiða allt að helming af árslaunum sínum til flugfélagsins

26. febrúar 2020

|

Æðstu yfirmenn kóreska flugfélagsins Asiana Airlines hafa boðist til þess að greiða til baka um 40 prósent af árslaunum sínum til flugfélagsins kóreska í þeim tilgangi að hjálpa félaginu út úr fjárha

Atlas Air selur og leggur fraktþotum vegna samdráttar

26. febrúar 2020

|

Fraktflugfélagið Atlas Air segir að félagið hafi frá áramótum lagt fjórum júmbó-fraktþotum af gerðinni Boeing 747-400F vegna samdráttar í eftirspurn eftir fraktflugi í heiminum.

Hefja flug frá Færeyjum til London Gatwick í sumar

26. febrúar 2020

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways mun hefja áætlunarflug frá Vágar í Færeyjum til Gatwick-flugvallarins í London.

Lufthansa vill kaupa helmingshlut í TAP Air Portugal

26. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur hafið viðræður við TAP Air Portugal um kaup á allt að 45 prósenta hlut í flugfélaginu portúgalska sem gæti þá með því orðið eitt af dótturfélagum Lufthansa Group ef af kaupunum verður

Flugfélög farin að fella niður flug milli landa vegna Covid-19

25. febrúar 2020

|

Útbreiðsla kórónaveirunnar (Covid-19) er farin að hafa áhrif á áætlunarflug milli annarra landa en Kína en upphaflega fóru flugfélög eingöngu að fella niður allt áætlunarflug til Kína þar sem veiran

Gerði tilraun til að ræna sjóflugvél um miðja nótt

24. febrúar 2020

|

Þrjár sjóflugvélar eru mikið skemmdar eftir að óprúttinn aðili gerði sér lítið fyrir og reyndi að stela sjóflugvél í Vancouver í Kanada um síðustu helgi.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00