flugfréttir

Gátu ekki flogið Dash 8 vélunum vegna óvenju lágs loftþrýstings

- Felldu niður 70 flugferðir í dag þar sem þrýstingur fór niður fyrir 948 hPa

10. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 23:06

Bombardier Dash 8 flugvél Widerøe í lendingu á Gardermoen-flugvellinum í Osló á dögunum

Norska flugfélagið Widerøe neyddist til þess að fella niður um 70 flugferðir í dag vegna óvenju lágs loftþrýstings yfir Noregi.

Lægðin sem hefur valdið storminum Ciara, sem hefur valdið usla á Bretlandseyjum um helgina og í gær, er nú stödd yfir Noregi en þar hefur loftþrýstingur víðast hvar farið niður í 940 millibör sem er með því lægsta sem norskir veðurfræðingar hafa séð í nokkra áratugi.

Flugferðirnar sjötíu, sem Widerøe þurfti að fella niður í dag eiga það sameiginlegt að nota átti Bombardier Dash 8 flugvélar til flugsins.

Tæknilega séð hefðu flugvélarnar geta flogið í dag en loftþrýstingurinn hefur verið það lágur í dag í norðurhluta Noregs að þrýstingurinn fór á mörgum stöðum niður fyrir það lægsta sem hægt er að stilla hæðarmælana um borð í vélunum.

Skjáskot af frétt í norska ríkissjónvarpinu þar sem flugmaður hjá Widerøe útskýrir hæðarmælin

Í kvöld var loftþrýstingurinn á flugvellinum í Bodø til að mynda í 950 hPa klukkan 22:20 og 946 á flugvellinum í Bardufoss og 945 á flugvellinum í Tromsø. Loftþrýstingurinn fór samt enn neðar fyrr í dag á mörgum flugvöllum í norðurhluta Noregs sem eiga það sameiginlegt að vera flestir áfangastaðir í leiðarkerfi Widerøe sem notar Dash 8 flugvélar til flugsins.

Bombardier Dash 8 flugvélar Widerøe hafa stillanlega hæðarmæla eins og flestar aðrar flugvélar sem notaðir eru til þess að stilla loftþrýsting miðað við sjávarmál (QNH) en neðri mörk mælanna eru 948 hPa (millibör).

Rétt stilling á mælunum er nauðsynleg til þess að tryggja að flugvélarnar séu í réttri flughæð til að viðhalda aðskilnaði bæði gagnvart öðrum flugvélum og frá hæð lands yfir sjávarmáli.

Lægðin eins og hún leit út í dag yfir Noregi

Á mörgum stöðum í Noregi fór loftþrýstingurinn langt niður fyrir þessi mörk sem gerist ekki á hverjum degi í Noregi en met var sett á 22 norskum veðurathugunarstöðvum í dag er kemur að lágum loftþrýstingi.

Þrátt fyrir þetta var ekki met slegið á landsvísu og stendur en norska metið er loftþrýstingur fór niður í 938.5 hPa en það gerðist árið 1907.  fréttir af handahófi

Isavia semur við Mace um uppbyggingu og stækkun á KEF

17. desember 2019

|

Isavia hefur gert langtímasamning við breska byggingar- og ráðgjafafyrirtækið Mace um verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun Keflavíkurflugvallar.

Ríkisstjórn Rúmeníu ætlar að bjarga rekstri Tarom fyrir horn

17. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Rúmeníu fundar nú um alvarlega stöðu hjá ríkisflugfélaginu Tarom og hafa staðið yfir viðræður um mögulegar leiðir til þess að bjarga rekstri félagsins.

Spirit Airlines staðfestir pöntun í 100 þotur frá Airbus

7. janúar 2020

|

Airbus hefur tilkynnt um að bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hafi gengið formlega frá pöntun í 100 farþegaþotur úr Airbus A320neo fjölskyldunni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Endurgreiða allt að helming af árslaunum sínum til flugfélagsins

26. febrúar 2020

|

Æðstu yfirmenn kóreska flugfélagsins Asiana Airlines hafa boðist til þess að greiða til baka um 40 prósent af árslaunum sínum til flugfélagsins kóreska í þeim tilgangi að hjálpa félaginu út úr fjárha

Atlas Air selur og leggur fraktþotum vegna samdráttar

26. febrúar 2020

|

Fraktflugfélagið Atlas Air segir að félagið hafi frá áramótum lagt fjórum júmbó-fraktþotum af gerðinni Boeing 747-400F vegna samdráttar í eftirspurn eftir fraktflugi í heiminum.

Hefja flug frá Færeyjum til London Gatwick í sumar

26. febrúar 2020

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways mun hefja áætlunarflug frá Vágar í Færeyjum til Gatwick-flugvallarins í London.

Lufthansa vill kaupa helmingshlut í TAP Air Portugal

26. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur hafið viðræður við TAP Air Portugal um kaup á allt að 45 prósenta hlut í flugfélaginu portúgalska sem gæti þá með því orðið eitt af dótturfélagum Lufthansa Group ef af kaupunum verður

Flugfélög farin að fella niður flug milli landa vegna Covid-19

25. febrúar 2020

|

Útbreiðsla kórónaveirunnar (Covid-19) er farin að hafa áhrif á áætlunarflug milli annarra landa en Kína en upphaflega fóru flugfélög eingöngu að fella niður allt áætlunarflug til Kína þar sem veiran

Gerði tilraun til að ræna sjóflugvél um miðja nótt

24. febrúar 2020

|

Þrjár sjóflugvélar eru mikið skemmdar eftir að óprúttinn aðili gerði sér lítið fyrir og reyndi að stela sjóflugvél í Vancouver í Kanada um síðustu helgi.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00