flugfréttir

Gátu ekki flogið Dash 8 vélunum vegna óvenju lágs loftþrýstings

- Felldu niður 70 flugferðir í dag þar sem þrýstingur fór niður fyrir 948 hPa

10. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 23:06

Bombardier Dash 8 flugvél Widerøe í lendingu á Gardermoen-flugvellinum í Osló á dögunum

Norska flugfélagið Widerøe neyddist til þess að fella niður um 70 flugferðir í dag vegna óvenju lágs loftþrýstings yfir Noregi.

Lægðin sem hefur valdið storminum Ciara, sem hefur valdið usla á Bretlandseyjum um helgina og í gær, er nú stödd yfir Noregi en þar hefur loftþrýstingur víðast hvar farið niður í 940 millibör sem er með því lægsta sem norskir veðurfræðingar hafa séð í nokkra áratugi.

Flugferðirnar sjötíu, sem Widerøe þurfti að fella niður í dag eiga það sameiginlegt að nota átti Bombardier Dash 8 flugvélar til flugsins.

Tæknilega séð hefðu flugvélarnar geta flogið í dag en loftþrýstingurinn hefur verið það lágur í dag í norðurhluta Noregs að þrýstingurinn fór á mörgum stöðum niður fyrir það lægsta sem hægt er að stilla hæðarmælana um borð í vélunum.

Skjáskot af frétt í norska ríkissjónvarpinu þar sem flugmaður hjá Widerøe útskýrir hæðarmælin

Í kvöld var loftþrýstingurinn á flugvellinum í Bodø til að mynda í 950 hPa klukkan 22:20 og 946 á flugvellinum í Bardufoss og 945 á flugvellinum í Tromsø. Loftþrýstingurinn fór samt enn neðar fyrr í dag á mörgum flugvöllum í norðurhluta Noregs sem eiga það sameiginlegt að vera flestir áfangastaðir í leiðarkerfi Widerøe sem notar Dash 8 flugvélar til flugsins.

Bombardier Dash 8 flugvélar Widerøe hafa stillanlega hæðarmæla eins og flestar aðrar flugvélar sem notaðir eru til þess að stilla loftþrýsting miðað við sjávarmál (QNH) en neðri mörk mælanna eru 948 hPa (millibör).

Rétt stilling á mælunum er nauðsynleg til þess að tryggja að flugvélarnar séu í réttri flughæð til að viðhalda aðskilnaði bæði gagnvart öðrum flugvélum og frá hæð lands yfir sjávarmáli.

Lægðin eins og hún leit út í dag yfir Noregi

Á mörgum stöðum í Noregi fór loftþrýstingurinn langt niður fyrir þessi mörk sem gerist ekki á hverjum degi í Noregi en met var sett á 22 norskum veðurathugunarstöðvum í dag er kemur að lágum loftþrýstingi.

Þrátt fyrir þetta var ekki met slegið á landsvísu og stendur en norska metið er loftþrýstingur fór niður í 938.5 hPa en það gerðist árið 1907.  fréttir af handahófi

Um 2.000 manns sagt upp hjá Icelandair

28. apríl 2020

|

Icelandair hefur tilkynnt um uppsögn á um 2.000 starfsmönnum félagsins sem er liður í hagræðingu vegna áhrifa af kórónaveirufaraldrinum.

Kjarasamningur við flugfreyjur felldur í atkvæðagreiðslu

8. júlí 2020

|

Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair, sem eru félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands, hafa fellt þann kjarasamning sem skrifað var undir í lok júní en atkvæðagreiðsla tók við í kjölfar samningsins og

SAS mun taka 10 þotur til viðbótar í flotann úr geymslu

16. júní 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar að taka inn tíu farþegaþotur í flotann til viðbótar í júli úr geymslu þar sem til stendur að fjölga flugferðum enn frekar eftir COVID-19 heimsfaraldurinn.

  Nýjustu flugfréttirnar

American íhugar að hætta við á annan tug 737 MAX flugvéla

13. júlí 2020

|

American Airlines er að íhuga að hætta við hluta af pöntun sinni í Boeing 737 MAX vélarnar og hefur staðan því breyst töluvert þar sem að aðeins eru tvær vikur síðan að flugfélagið bandaríska lýsti

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

Air Mauritius auglýsir fimm farþegaþotur til sölu

8. júlí 2020

|

Flugfélagið Air Mauritius hefur sett á sölu fimm farþegaþotur og er óskað eftir tilboðum í þoturnar.

United gæti þurft að segja upp 36.000 starfsmönnum í haust

8. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að félagið þyrfti mögulega að grípa til risahópuppsagna þar sem kórónaveirufaraldurinn er farinn að hafa verulega slæm áhrif á rekstur félagsin

Kjarasamningur við flugfreyjur felldur í atkvæðagreiðslu

8. júlí 2020

|

Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair, sem eru félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands, hafa fellt þann kjarasamning sem skrifað var undir í lok júní en atkvæðagreiðsla tók við í kjölfar samningsins og

El Al ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast

8. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Ísrael ætlar sér að taka við rekstri flugfélagsins El Al Israel Airlines og verður flugfélagið ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast.

Nýtt vandamál með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce

7. júlí 2020

|

Nýtt vandamál virðist vera komið upp með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce sem bætist ofan á fyrri viðvarandi vandamál sem hafa hrjáð hreyflana og Dreamliner-þoturnar sem þeir voru hannaðir fyrir

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00