flugfréttir

Annað stærsta flugfélag Ítalíu gjaldþrota

- Air Italy sem áður hét Meridiana hætti rekstri í dag

11. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 20:13

Airbus A330 breiðþota Air Italy á Malpensa-flugvellinum í Mílanó

Ítalska flugfélagið Air Italy er gjalþrota og hætti félagið starfsemi sinni í dag vegna rekstarerfiðleika þrátt fyrir að Qatar Airways hafi átt helmingshlut í félaginu.

Air Italy var annað stærsta flugfélagið á Ítalíu á eftir ríkisflugfélaginu Alitalia og hafði félagið þrettán þotur í flotanum af gerðinni Airbus A330, Airbus A320, Boeing 737-800 auk þess sem félagið hafði fengið þrjár Boeing 737 MAX 8 þotur afhentar.

Félagið segir að önnur flugfélög munu sinna áætlunarflugi til nokkurra áfangastaða félagsins fram til
25. febrúar en farþegar sem eiga bókað flug eftir þann dag munu fá flugmiðann endurgreiddan.

Sögu Air Italy má rekja 56 ár aftur í tímann en félagið var stofnað árið 1963 sem Meridana Fly og en síðar var nafni þess breytt í Meridiana og þekktu langflestir félagið undir því nafni. Í febrúar árið 2018 var nafninu breytt í Air Italy eftir að Qatar Airways keypti helmingshlut í Meridiana.

Qatar Airways sagði að félagið myndi styðja reksturinn svo lengi sem að allir hluthafar myndu leggja sig fram við að leggja hönd á plóg en þrátt fyrir það gekk reksturinn brösulega.

Meridiana var stofnað árið 1963 og var félagið lengi eitt af stærstu flugfélögunum á Ítalíu

Qatar Airways segir í yfirlýsingu sinni að félagið hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til þess að tryggja áframhaldandi rekstur Air Italy með því að verða þeim úti um flugvélar, aðstoða félagið við leiðarkerfið auk þess að leggja til fé í reksturinn.

Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways, tilkynnti árið 2017 að Air Italy myndi fara í beina samkeppni við ríkisflugfélagið Alitalia og stóð til að nýja flugfélagið muni söðla undir sig Ítalíu á mjög skömmum tíma á næstu árum en þær áætlanir fóru á annan veg.







  fréttir af handahófi

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

Fokker 100 þota fórst í flugtaki í Kazakhstan

27. desember 2019

|

Að minnsta kosti 15 eru látnir eftir að farþegaþota af gerðinni Fokker 100 fórst skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í borginni Almaty í Kazakhstan í gær.

  Nýjustu flugfréttirnar

Endurgreiða allt að helming af árslaunum sínum til flugfélagsins

26. febrúar 2020

|

Æðstu yfirmenn kóreska flugfélagsins Asiana Airlines hafa boðist til þess að greiða til baka um 40 prósent af árslaunum sínum til flugfélagsins kóreska í þeim tilgangi að hjálpa félaginu út úr fjárha

Atlas Air selur og leggur fraktþotum vegna samdráttar

26. febrúar 2020

|

Fraktflugfélagið Atlas Air segir að félagið hafi frá áramótum lagt fjórum júmbó-fraktþotum af gerðinni Boeing 747-400F vegna samdráttar í eftirspurn eftir fraktflugi í heiminum.

Hefja flug frá Færeyjum til London Gatwick í sumar

26. febrúar 2020

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways mun hefja áætlunarflug frá Vágar í Færeyjum til Gatwick-flugvallarins í London.

Lufthansa vill kaupa helmingshlut í TAP Air Portugal

26. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur hafið viðræður við TAP Air Portugal um kaup á allt að 45 prósenta hlut í flugfélaginu portúgalska sem gæti þá með því orðið eitt af dótturfélagum Lufthansa Group ef af kaupunum verður

Flugfélög farin að fella niður flug milli landa vegna Covid-19

25. febrúar 2020

|

Útbreiðsla kórónaveirunnar (Covid-19) er farin að hafa áhrif á áætlunarflug milli annarra landa en Kína en upphaflega fóru flugfélög eingöngu að fella niður allt áætlunarflug til Kína þar sem veiran

Gerði tilraun til að ræna sjóflugvél um miðja nótt

24. febrúar 2020

|

Þrjár sjóflugvélar eru mikið skemmdar eftir að óprúttinn aðili gerði sér lítið fyrir og reyndi að stela sjóflugvél í Vancouver í Kanada um síðustu helgi.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00