flugfréttir

Annað stærsta flugfélag Ítalíu gjaldþrota

- Air Italy sem áður hét Meridiana hætti rekstri í dag

11. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 20:13

Airbus A330 breiðþota Air Italy á Malpensa-flugvellinum í Mílanó

Ítalska flugfélagið Air Italy er gjalþrota og hætti félagið starfsemi sinni í dag vegna rekstarerfiðleika þrátt fyrir að Qatar Airways hafi átt helmingshlut í félaginu.

Air Italy var annað stærsta flugfélagið á Ítalíu á eftir ríkisflugfélaginu Alitalia og hafði félagið þrettán þotur í flotanum af gerðinni Airbus A330, Airbus A320, Boeing 737-800 auk þess sem félagið hafði fengið þrjár Boeing 737 MAX 8 þotur afhentar.

Félagið segir að önnur flugfélög munu sinna áætlunarflugi til nokkurra áfangastaða félagsins fram til
25. febrúar en farþegar sem eiga bókað flug eftir þann dag munu fá flugmiðann endurgreiddan.

Sögu Air Italy má rekja 56 ár aftur í tímann en félagið var stofnað árið 1963 sem Meridana Fly og en síðar var nafni þess breytt í Meridiana og þekktu langflestir félagið undir því nafni. Í febrúar árið 2018 var nafninu breytt í Air Italy eftir að Qatar Airways keypti helmingshlut í Meridiana.

Qatar Airways sagði að félagið myndi styðja reksturinn svo lengi sem að allir hluthafar myndu leggja sig fram við að leggja hönd á plóg en þrátt fyrir það gekk reksturinn brösulega.

Meridiana var stofnað árið 1963 og var félagið lengi eitt af stærstu flugfélögunum á Ítalíu

Qatar Airways segir í yfirlýsingu sinni að félagið hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til þess að tryggja áframhaldandi rekstur Air Italy með því að verða þeim úti um flugvélar, aðstoða félagið við leiðarkerfið auk þess að leggja til fé í reksturinn.

Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways, tilkynnti árið 2017 að Air Italy myndi fara í beina samkeppni við ríkisflugfélagið Alitalia og stóð til að nýja flugfélagið muni söðla undir sig Ítalíu á mjög skömmum tíma á næstu árum en þær áætlanir fóru á annan veg.  fréttir af handahófi

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Finnair stefnir á flug til 40 áfangastaða í júlí

19. maí 2020

|

Finnair stefnir á að halda áfram áætlunarflugi til 40 áfangastaða frá og með 1. júlí næstkomandi en félagið ætlar að hefja meðal annars flug til flestallra áfangastaða sinna í Asíu.

Flugfélagið NokScoot gjaldþrota

27. júní 2020

|

Tælenska lágfargjaldafélagið NokScoot hefur hætt starfsemi sinni en félagið tilkynnti í gær að farið yrði fram á félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta.

  Nýjustu flugfréttirnar

Sala á flugstjórnkerfum hefur dregist saman um 37 prósent

14. ágúst 2020

|

Fram kemur að sala á flugstjórnkerfum, bæði skjákerfum og fjarskiptabúnaði, fyrir flugvélar hefur dregist saman um meira en þriðjung meðal helstu fyrirtækja sem eru leiðandi á markaðnum í sölu og fr

Fleiri farþegar um Frankfurt-flugvöll heldur en Heathrow

14. ágúst 2020

|

Næstum því helmingi fleiri farþegar fóru um flugvöllinn í Frankfurt í Þýskalandi í júlí samanborið við þá farþega sem fóru um Heathrow-flugvöllinn í London.

Þrír hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi í Stafangri í sumar

14. ágúst 2020

|

Þrjú tilvik hafa komið upp frá því í júní þar sem flugmenn og flugfreyjur hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi á flugvellinum í Stafangri í Noregi.

Azul nær að semja um frestun á greiðslum til leigusala

13. ágúst 2020

|

Brasilíska flugfélagið Azul Linhas Aéreas Brasileiras hefur náð að semja við lánadrottna og flugvélaleigur um breytingu og frestun á greiðslum.

IATA gefur út svartsýnni spá fyrir flugið í Evrópu

13. ágúst 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur gefið út nýja spá er varðar framtíðarhorfur á næstunni í fluginu í Evrópu og er sú spá svartsýnni en fyrri spár.

EASA varar við aðskotahlutum í stemmuröri eftir geymslu

13. ágúst 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér tilkynningu með fyrirmælum varðandi þau áhrif sem langtímageymsla á flugvélum getur haft í för með sér en margar flugvélar eru nú í geymslu vegna

S7 Airlines stofnar sérstakt fraktflugfélag

13. ágúst 2020

|

Rússneska flugfélagið S7 Airlines ætlar að hefja fraktflugsstarfsemi og hefur félagið pantað tvær Boeing 737-800BCF fraktflugvélar sem verða teknar á leigu frá flugvélaleigunni GECAS.

370 flugfreyjum sagt upp hjá Sunclass Airlines

13. ágúst 2020

|

Danska leiguflugfélagið Sunclass Airlines hefur sagt upp 200 flugfreyjum og flugþjónum í Danmörku og um 170 í Svíþjóð og eru því alls 370 starfsmenn hjá félaginu sem verður sagt upp þann 20. ágúst n

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

12. ágúst 2020

|

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00