flugfréttir

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

- Telja að 7.600 nýjar einkaþotur verði afhentar þennan áratug

13. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:25

Mun fleiri einkaþotur verða pantaðar næsta áratuginn miðað við þann fjölda flugmanna sem til þarf til þess að fljúga þeim

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratuginn.

Flestar spár gera ráð fyrir aukningu í farþegaflugi í heiminum á næstu árum þrátt fyrir sveiflur í flugiðnaðinum en ákveðin hópur einstaklega, sem hafa nógan aur milli handanna, vill losna við allt það umstang sem fylgir því að fara í gegnum stóra flugvelli til að ferðast með farþegaflugi.

Þótt flest okkar látum það nægja að ferðast með áætlunarflugi þá fer þeim sífellt fjölgandi sem eru vel efnaðir og festa kaup á sinni eigin flugvél eða einkaþotu til að komast á milli staða en fjöldi flugmanna sem eru á lausu til að fljúga þeim eru mun færri en þær pantanir sem á eftir að leggja inn til flugvélaframleiðanda næstu árin.

Mun fleiri flugmenn sækjast í að fljúga fyrir flugfélögin heldur en að fljúga
einkþaotum

Ríka og fræga fólkið notar fimmtung af öllum einkaþotum

Honeywell Aerospace telur að 7.600 nýjar einkaþotur og einkaflugvélar eigi eftir að hefja sig til flugs næsta áratuginn sem bætast við þær 4.600 einkaþotur sem eru nú þegar í umferð í heiminum en slíkur fjöldi flugvéla mun kosta þá viðskiptavini sem eru að kaupa þær samtals um það bil 32 þúsund milljarða króna eða um 4 milljarða króna á hverja flugvél.

Talið er að um fimmtungur af þessum einkaþotum verði pantaðar til þess að fljúga frægu fólki og „ofurríkum“ einstaklingum á milli heimila sinna eða til þeirra staða í heiminum sem þau vilja fara til hverju sinni en einnig eru einkaþotur notaðar af stórum fyrirtækjum til þess að fljúga stjórnarmeðlimum og forstjórum á milli staða og þá oft í viðskiptaerindum.

Söngkonan Nicki Minaj fyrir framan einkaþotu á flugvellinum í Prag

Eftirspurnin ræðst oft af því að nýjar tegundur af einkaþotum koma á markaðinn með nýrri hönnun sem fellur í kramið hjá viðskiptavinum. - „Fólk vill oft hafa það nýjasta og það besta“, segir Gaetan Handfield, markaðssérfræðingur hjá Honeywell Aerospace.

Handfield telur að eftirspurnin eigi eftir að aukast áfram á þessu ári og árið 2021 en talið er að hún muni dvína svo örlítið árið 2022 þar sem einkaþoturmarkaðurinn er seinna að bregðast við sveiflum samanborið við farþegaflugið.

Flestir nýútskrifaðir atvinnuflugmenn stefna á að fljúga fyrir flugfélögin

Vandamálið hinsvegar er að ekki eru til nógu margir flugmenn til þess að fljúga öllum þessum einkaþotum þar sem flestir þeir sem hafa útskrifast sem atvinnuflugmenn stefna á að starfa við að fljúga stórum farþegaflugvélum fyrir flugfélögin sem getur oft boðið upp á hærri laun og stöðugri vinnutíma.

Margir flugmenn hafa þó sérstaklega kosið að fljúga einkaþotum og nefna ýmsa kosti við það starf samanborið við að fljúga farþegaþotum

Mismunandi rannsóknir og spár hafa verið gerðar varðandi hversu mikil þörf er fyrir nýja flugmenn á næstu árum í heiminum og hafa spár tilgreint að það vanti allt að 98.000 nýja flugmenn til ársins 2038 á meðan aðrar spár gera ráð fyrir að þörf sé fyrir nokkuð hundruð þúsundir flugmanna í framtíðinni en Boeing telur að þörf sé fyrir 800.000 nýja flugmenn til ársins 2040.

Fyrirtækið Colibri Aircraft segir að í 70% tilfella, sem fyrirtækið hefur viðskipti með einkaþotur, koma upp vandamál með að finna áhafnir til þess að fljúga þeim fyrir flugrekendur og eigendur en fyrir 5 árum síðan komu slík vandamál upp í 20 prósent tilfella sem þykir endurspegla þörf fyrir fleiri flugmenn til að fljúga einkaþotum.  fréttir af handahófi

Starfsmenn Arkia Israeli Airlines mótmæla við heimili forstjórans

4. ágúst 2020

|

Yfir 500 starfsmenn ísraelska flugfélagsins Arkia Israeli Airlines hafa að undanförnu mótmælt bæði fyrir framan heimili forstjóra flugfélagsins og fyrir framan höfuðstöðvar félagsins en félagið hætti

Aflýsa öllu flugi viku eftir að flug hófst að nýju

5. júní 2020

|

Indónesíska flugfélagið Lion Air hefur ákveðið að hætta öllu flugi aftur aðeins viku eftir að félagið var byrjað að fljúga á ný eftir kórónaveirufaraldurinn.

Heildarfjöldi afpantana í 737 MAX nálgast 600 þotur

16. júlí 2020

|

Boeing hefur formlega birt tölur yfir heildarfjölda þeirra Boeing 737 MAX þotna sem hafa verið afpantaðar á þessu ári en reglulega hafa birst fréttir af flugfélögum og viðskiptavinum sem hafa ákveði

  Nýjustu flugfréttirnar

Sala á flugstjórnkerfum hefur dregist saman um 37 prósent

14. ágúst 2020

|

Fram kemur að sala á flugstjórnkerfum, bæði skjákerfum og fjarskiptabúnaði, fyrir flugvélar hefur dregist saman um meira en þriðjung meðal helstu fyrirtækja sem eru leiðandi á markaðnum í sölu og fr

Fleiri farþegar um Frankfurt-flugvöll heldur en Heathrow

14. ágúst 2020

|

Næstum því helmingi fleiri farþegar fóru um flugvöllinn í Frankfurt í Þýskalandi í júlí samanborið við þá farþega sem fóru um Heathrow-flugvöllinn í London.

Þrír hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi í Stafangri í sumar

14. ágúst 2020

|

Þrjú tilvik hafa komið upp frá því í júní þar sem flugmenn og flugfreyjur hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi á flugvellinum í Stafangri í Noregi.

Azul nær að semja um frestun á greiðslum til leigusala

13. ágúst 2020

|

Brasilíska flugfélagið Azul Linhas Aéreas Brasileiras hefur náð að semja við lánadrottna og flugvélaleigur um breytingu og frestun á greiðslum.

IATA gefur út svartsýnni spá fyrir flugið í Evrópu

13. ágúst 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur gefið út nýja spá er varðar framtíðarhorfur á næstunni í fluginu í Evrópu og er sú spá svartsýnni en fyrri spár.

EASA varar við aðskotahlutum í stemmuröri eftir geymslu

13. ágúst 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér tilkynningu með fyrirmælum varðandi þau áhrif sem langtímageymsla á flugvélum getur haft í för með sér en margar flugvélar eru nú í geymslu vegna

S7 Airlines stofnar sérstakt fraktflugfélag

13. ágúst 2020

|

Rússneska flugfélagið S7 Airlines ætlar að hefja fraktflugsstarfsemi og hefur félagið pantað tvær Boeing 737-800BCF fraktflugvélar sem verða teknar á leigu frá flugvélaleigunni GECAS.

370 flugfreyjum sagt upp hjá Sunclass Airlines

13. ágúst 2020

|

Danska leiguflugfélagið Sunclass Airlines hefur sagt upp 200 flugfreyjum og flugþjónum í Danmörku og um 170 í Svíþjóð og eru því alls 370 starfsmenn hjá félaginu sem verður sagt upp þann 20. ágúst n

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

12. ágúst 2020

|

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00