flugfréttir

Fyrrum yfirmaður Airbus skorar á Boeing að hanna nýja þotu

- Segir samkeppnina hjá Boeing og Airbus frekar einsleita

13. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:36

Barry Eccleston var forstjóri yfir Airbus Americas frá árinu 2005 til 2018

Boeing þarf að blása nýju lífi í sína hlið á samkeppninni í flugvélaframleiðslunni og spila fram nýju spili á borð við nýja farþegaþotu. Þetta segir Barry Eccleston, fyrrum forstjóri Airbus í Ameríku, sem telur að Boeing ætti að koma með á markað minni útgáfu af þeirri farþegaþotu sem framleiðandinn hefur gefið í skyn að sé á teikniborðinu.

Eccleston segir að einokun Boeing og Airbus á farþegaþotumarkaðnum sé orðin frekar einsleit og dragi úr hvattningu til nýsköpunnar. Þetta sagði Eccleston í ræðu sinni sem hann hélt í gær á vegum International Aviation Club sem fram fór í Washington.

Eccleston, sem starfaði sem yfirmaður hjá Airbus Americas frá árinu 2005 til 2018, sagði að það væri til hagsmuna fyrir alla - og líka fyrir Airbus - að koma Boeing 737 MAX þotunum sem fyrst í loftið og hvatti hann Boeing til þess að hrinda úr vör alveg nýrri tegund af farþegaþotu sem væri hönnuð frá grunni.

Eccleston segir að hann hafi aldrei haft trú á nýju þotunni sem nefnd hefur verið sem Boeing 797 þar sem að upphaflega átti hún að koma með sætum fyrir allt að 270 farþega og geta flogið 5.000 mílur (nm).

Í staðinn telur hann að Boeing muni hitta naglann á höfuðið með að hanna þotuna fyrir 160 til 240 farþega með flugdrægi upp á 3.000 til 5.000 mílur (nm) og mælir hann með að slík þota komi með einum gangi í stað þess að verða útfærð sem breiðþota.

Boeing hefur haft nóg á sinni könnu að undanförnu og þá sérstaklega hvað varðar þau vandamál sem snúa að Boeing 737 MAX og einnig við tilraunir á nýju Boeing 777X þotunni sem flaug sitt fyrsta flug á dögunum.

Hvað varðar nýja framtíðarþotu Boeing þá sagði David Calhoun, nýskipaður framkvæmdarstjóri Boeing, á fundi með fjárfestum þann 29. janúar sl. að um leið og Boeing væri komið að niðurstöðu varðandi þá útfærslu sem hentar best fyrir nýja farþegaþotu að þá verði tekið stórt skref áfram og þá myndu hlutirnir gerast hratt.

Á sömu ráðstefnu í Washington tók til máls Richard Aboulafia hjá fyrirtækinu Teal Group, einn helsti sérfræðingur í flugiðnaðinum, sem sagði að töluverð breyting hafi átt sér stað að undanförnu í ferðamynstri hjá farþegum sem vilja síður tengiflug og kjósa helst að fljúga í beinu flugi milli borga sem kallar á meðalstóra þotu sem er minni en þær breiðþotur sem flugfélög nota í dag en samt stærri en þotur á borð við Boeing 737.

„Þú færð fólk til þess að borga meira fyrir farmiðann ef um beint flug er að ræða og það sparast við það peningur þar sem þá er hægt að fljúga eina flugferð frekar í stað tveggja“, segir Aboulafia.  fréttir af handahófi

Flugmaður veiktist skyndilega í aðflugi í Zurich

11. ágúst 2020

|

Flugmaður veiktist skyndilega um borð í farþegaþotu frá svissneska flugfélaginu Swiss International Air Lines um helgina.

Bjóða farþegum að fljúga ótakmarkað fyrir fast verð

30. júlí 2020

|

Nokkur kínversk flugfélög eru farin að fara ýmsar leiðir til þess að laða að fleiri flugfarþega og hafa að minnsta kosti átta flugfélög í Kína auglýst sérstakt tilboð þar sem farþegum er boðið upp á

El Al ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast

8. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Ísrael ætlar sér að taka við rekstri flugfélagsins El Al Israel Airlines og verður flugfélagið ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast.

  Nýjustu flugfréttirnar

Sala á flugstjórnkerfum hefur dregist saman um 37 prósent

14. ágúst 2020

|

Fram kemur að sala á flugstjórnkerfum, bæði skjákerfum og fjarskiptabúnaði, fyrir flugvélar hefur dregist saman um meira en þriðjung meðal helstu fyrirtækja sem eru leiðandi á markaðnum í sölu og fr

Fleiri farþegar um Frankfurt-flugvöll heldur en Heathrow

14. ágúst 2020

|

Næstum því helmingi fleiri farþegar fóru um flugvöllinn í Frankfurt í Þýskalandi í júlí samanborið við þá farþega sem fóru um Heathrow-flugvöllinn í London.

Þrír hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi í Stafangri í sumar

14. ágúst 2020

|

Þrjú tilvik hafa komið upp frá því í júní þar sem flugmenn og flugfreyjur hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi á flugvellinum í Stafangri í Noregi.

Azul nær að semja um frestun á greiðslum til leigusala

13. ágúst 2020

|

Brasilíska flugfélagið Azul Linhas Aéreas Brasileiras hefur náð að semja við lánadrottna og flugvélaleigur um breytingu og frestun á greiðslum.

IATA gefur út svartsýnni spá fyrir flugið í Evrópu

13. ágúst 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur gefið út nýja spá er varðar framtíðarhorfur á næstunni í fluginu í Evrópu og er sú spá svartsýnni en fyrri spár.

EASA varar við aðskotahlutum í stemmuröri eftir geymslu

13. ágúst 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér tilkynningu með fyrirmælum varðandi þau áhrif sem langtímageymsla á flugvélum getur haft í för með sér en margar flugvélar eru nú í geymslu vegna

S7 Airlines stofnar sérstakt fraktflugfélag

13. ágúst 2020

|

Rússneska flugfélagið S7 Airlines ætlar að hefja fraktflugsstarfsemi og hefur félagið pantað tvær Boeing 737-800BCF fraktflugvélar sem verða teknar á leigu frá flugvélaleigunni GECAS.

370 flugfreyjum sagt upp hjá Sunclass Airlines

13. ágúst 2020

|

Danska leiguflugfélagið Sunclass Airlines hefur sagt upp 200 flugfreyjum og flugþjónum í Danmörku og um 170 í Svíþjóð og eru því alls 370 starfsmenn hjá félaginu sem verður sagt upp þann 20. ágúst n

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

12. ágúst 2020

|

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00