flugfréttir

Fyrrum yfirmaður Airbus skorar á Boeing að hanna nýja þotu

- Segir samkeppnina hjá Boeing og Airbus frekar einsleita

13. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:36

Barry Eccleston var forstjóri yfir Airbus Americas frá árinu 2005 til 2018

Boeing þarf að blása nýju lífi í sína hlið á samkeppninni í flugvélaframleiðslunni og spila fram nýju spili á borð við nýja farþegaþotu. Þetta segir Barry Eccleston, fyrrum forstjóri Airbus í Ameríku, sem telur að Boeing ætti að koma með á markað minni útgáfu af þeirri farþegaþotu sem framleiðandinn hefur gefið í skyn að sé á teikniborðinu.

Eccleston segir að einokun Boeing og Airbus á farþegaþotumarkaðnum sé orðin frekar einsleit og dragi úr hvattningu til nýsköpunnar. Þetta sagði Eccleston í ræðu sinni sem hann hélt í gær á vegum International Aviation Club sem fram fór í Washington.

Eccleston, sem starfaði sem yfirmaður hjá Airbus Americas frá árinu 2005 til 2018, sagði að það væri til hagsmuna fyrir alla - og líka fyrir Airbus - að koma Boeing 737 MAX þotunum sem fyrst í loftið og hvatti hann Boeing til þess að hrinda úr vör alveg nýrri tegund af farþegaþotu sem væri hönnuð frá grunni.

Eccleston segir að hann hafi aldrei haft trú á nýju þotunni sem nefnd hefur verið sem Boeing 797 þar sem að upphaflega átti hún að koma með sætum fyrir allt að 270 farþega og geta flogið 5.000 mílur (nm).

Í staðinn telur hann að Boeing muni hitta naglann á höfuðið með að hanna þotuna fyrir 160 til 240 farþega með flugdrægi upp á 3.000 til 5.000 mílur (nm) og mælir hann með að slík þota komi með einum gangi í stað þess að verða útfærð sem breiðþota.

Boeing hefur haft nóg á sinni könnu að undanförnu og þá sérstaklega hvað varðar þau vandamál sem snúa að Boeing 737 MAX og einnig við tilraunir á nýju Boeing 777X þotunni sem flaug sitt fyrsta flug á dögunum.

Hvað varðar nýja framtíðarþotu Boeing þá sagði David Calhoun, nýskipaður framkvæmdarstjóri Boeing, á fundi með fjárfestum þann 29. janúar sl. að um leið og Boeing væri komið að niðurstöðu varðandi þá útfærslu sem hentar best fyrir nýja farþegaþotu að þá verði tekið stórt skref áfram og þá myndu hlutirnir gerast hratt.

Á sömu ráðstefnu í Washington tók til máls Richard Aboulafia hjá fyrirtækinu Teal Group, einn helsti sérfræðingur í flugiðnaðinum, sem sagði að töluverð breyting hafi átt sér stað að undanförnu í ferðamynstri hjá farþegum sem vilja síður tengiflug og kjósa helst að fljúga í beinu flugi milli borga sem kallar á meðalstóra þotu sem er minni en þær breiðþotur sem flugfélög nota í dag en samt stærri en þotur á borð við Boeing 737.

„Þú færð fólk til þess að borga meira fyrir farmiðann ef um beint flug er að ræða og það sparast við það peningur þar sem þá er hægt að fljúga eina flugferð frekar í stað tveggja“, segir Aboulafia.  fréttir af handahófi

Gátu ekki flogið Dash 8 vélunum vegna óvenju lágs loftþrýstings

10. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe neyddist til þess að fella niður um 70 flugferðir í dag vegna óvenju lágs loftþrýstings yfir Noregi.

Boeing flýgur 737 MAX til að prófa uppfærslur

13. febrúar 2020

|

Boeing hefur sl. daga flogið einni af Boeing 737 MAX tilraunarþotunum sínum nokkrar flugferðir í þeim tilgangi að prófa þær uppfærslur sem gerðar hafa verið fyrir MAX-vélarnar sl. mánuði.

Tim Clark ætlar að yfirgefa Emirates í júní 2020

28. desember 2019

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, hefur lýst því yfir að hann muni að öllum líkindum stíga til hliðar og hætta sem forstjóri félagsins um mitt næsta ár.

  Nýjustu flugfréttirnar

Endurgreiða allt að helming af árslaunum sínum til flugfélagsins

26. febrúar 2020

|

Æðstu yfirmenn kóreska flugfélagsins Asiana Airlines hafa boðist til þess að greiða til baka um 40 prósent af árslaunum sínum til flugfélagsins kóreska í þeim tilgangi að hjálpa félaginu út úr fjárha

Atlas Air selur og leggur fraktþotum vegna samdráttar

26. febrúar 2020

|

Fraktflugfélagið Atlas Air segir að félagið hafi frá áramótum lagt fjórum júmbó-fraktþotum af gerðinni Boeing 747-400F vegna samdráttar í eftirspurn eftir fraktflugi í heiminum.

Hefja flug frá Færeyjum til London Gatwick í sumar

26. febrúar 2020

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways mun hefja áætlunarflug frá Vágar í Færeyjum til Gatwick-flugvallarins í London.

Lufthansa vill kaupa helmingshlut í TAP Air Portugal

26. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur hafið viðræður við TAP Air Portugal um kaup á allt að 45 prósenta hlut í flugfélaginu portúgalska sem gæti þá með því orðið eitt af dótturfélagum Lufthansa Group ef af kaupunum verður

Flugfélög farin að fella niður flug milli landa vegna Covid-19

25. febrúar 2020

|

Útbreiðsla kórónaveirunnar (Covid-19) er farin að hafa áhrif á áætlunarflug milli annarra landa en Kína en upphaflega fóru flugfélög eingöngu að fella niður allt áætlunarflug til Kína þar sem veiran

Gerði tilraun til að ræna sjóflugvél um miðja nótt

24. febrúar 2020

|

Þrjár sjóflugvélar eru mikið skemmdar eftir að óprúttinn aðili gerði sér lítið fyrir og reyndi að stela sjóflugvél í Vancouver í Kanada um síðustu helgi.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00