flugfréttir

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

- Segjast hafa verið svikin og vilja skila þotunum og fara fram á bætur

14. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:03

Fyrirtækin vilja skila þotunum, fá þær að fullu endurgreiddar auk þess sem farið er fram á skaðabótagreiðslur.

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýslu í Seattle en þetta er í fyrsta sinn sem málsókn á hendur flugvélaframleiðandanum fer fyrir hæstarétt vegna Boeing 737 MAX.

Það er lögfræðifyrirtækið Lane Powell PC sem fer með málið fyrir hönd skjólstæðinganna sem eru bandarísku fyrirtækin F&L Aviation og Brilliant Aviation en fyrirtækin tvö segja að þau hefðu ekki lagt inn pantanir í Boeing Business Jet útgáfur af 737 MAX ef þau hefði vitað að vélarnar svipuðu ekki til Boeing 737NG vélanna eins og Boeing hafði upplýst um.

Í málsókninni kemur fram að fyrirtækin vilja skila þotunum en fyrri þotan var afhent í nóvember árið 2018 skömmu eftir fyrra flugslysið hjá Lion Air í Indónesíu og sú síðari var afhent í janúar 2019, tveimur mánuðum áður en seinna flugslysið átti sér stað í Eþíópíu.

Fyrirtækin segja að þau hafi ekki verið meðvituð um að vélarnar kæmu með sérstökum búnaði sem nefnist MCAS og treystu þau á að Boeing 737 MAX væri nokkurnveginn alveg eins og Boeing 737NG þoturnar og hefðu svipaða flugeiginleika.

Málsóknin, sem telur 44 blaðsíður, segir að um svindl hafi verið að ræða og Boeing hafi ekki sett öll spilin á borðið í söluferlinu og er sagt að um brot á kaupsamningi sé að ræða. Fyrirtækin fram á að skila þotunum, fá þær að fullu endurgreiddar auk þess sem farið er fram á skaðabótagreiðslur.  fréttir af handahófi

Fleiri farþegar um Frankfurt-flugvöll heldur en Heathrow

14. ágúst 2020

|

Næstum því helmingi fleiri farþegar fóru um flugvöllinn í Frankfurt í Þýskalandi í júlí samanborið við þá farþega sem fóru um Heathrow-flugvöllinn í London.

60.000 áætlunarflug á dag í fyrsta sinn í 15 vikur

7. júlí 2020

|

Farþega- og áætlunarflug í heiminum rauf 60.000 flugferðamúrinn í fyrsta sinn sl. föstudag eftir COVID-19 heimsfaraldurinn þegar 60.100 flugferðir voru farnar í heiminum þann sólarhringinn sem telja

Armenía stefnir á að stofna nýtt ríkisflugfélag

15. júní 2020

|

Ríkisstjórnin í Armeníu stefnir á að stofna nýtt ríkisflugfélag til þess að efla flugsamgöngur til og frá landinu og einnig til þess að þurfa ekki að reiða sig eins mikið á þau erlendu flugfélög sem

  Nýjustu flugfréttirnar

Sala á flugstjórnkerfum hefur dregist saman um 37 prósent

14. ágúst 2020

|

Fram kemur að sala á flugstjórnkerfum, bæði skjákerfum og fjarskiptabúnaði, fyrir flugvélar hefur dregist saman um meira en þriðjung meðal helstu fyrirtækja sem eru leiðandi á markaðnum í sölu og fr

Fleiri farþegar um Frankfurt-flugvöll heldur en Heathrow

14. ágúst 2020

|

Næstum því helmingi fleiri farþegar fóru um flugvöllinn í Frankfurt í Þýskalandi í júlí samanborið við þá farþega sem fóru um Heathrow-flugvöllinn í London.

Þrír hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi í Stafangri í sumar

14. ágúst 2020

|

Þrjú tilvik hafa komið upp frá því í júní þar sem flugmenn og flugfreyjur hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi á flugvellinum í Stafangri í Noregi.

Azul nær að semja um frestun á greiðslum til leigusala

13. ágúst 2020

|

Brasilíska flugfélagið Azul Linhas Aéreas Brasileiras hefur náð að semja við lánadrottna og flugvélaleigur um breytingu og frestun á greiðslum.

IATA gefur út svartsýnni spá fyrir flugið í Evrópu

13. ágúst 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur gefið út nýja spá er varðar framtíðarhorfur á næstunni í fluginu í Evrópu og er sú spá svartsýnni en fyrri spár.

EASA varar við aðskotahlutum í stemmuröri eftir geymslu

13. ágúst 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér tilkynningu með fyrirmælum varðandi þau áhrif sem langtímageymsla á flugvélum getur haft í för með sér en margar flugvélar eru nú í geymslu vegna

S7 Airlines stofnar sérstakt fraktflugfélag

13. ágúst 2020

|

Rússneska flugfélagið S7 Airlines ætlar að hefja fraktflugsstarfsemi og hefur félagið pantað tvær Boeing 737-800BCF fraktflugvélar sem verða teknar á leigu frá flugvélaleigunni GECAS.

370 flugfreyjum sagt upp hjá Sunclass Airlines

13. ágúst 2020

|

Danska leiguflugfélagið Sunclass Airlines hefur sagt upp 200 flugfreyjum og flugþjónum í Danmörku og um 170 í Svíþjóð og eru því alls 370 starfsmenn hjá félaginu sem verður sagt upp þann 20. ágúst n

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

12. ágúst 2020

|

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00