flugfréttir

KEF meðal bestu flugvalla í Evrópu í sínum flokki

- Keflavíkurflugvöllur hlýtur alþjóðlega viðurkenningu fyrir þjónustu

9. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 20:35

Frá flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli

Keflavíkurflugvöllur er á meðal bestu flugvalla í Evrópu í sínum stærðarflokki (5-15 milljónir árlegra farþega) hvað varðar þjónustugæði.

Þetta sýna niðurstöður alþjóðlegrar þjónustukönnunar sem framkvæmd er á helstu flugvöllum heims á vegum Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI). Keflavíkurflugvöllur hefur verið á meðal þátttakenda í könnunum ACI frá árinu 2004 og hefur alla tíð verið ofarlega á evrópska listanum, sem telur yfir 100 flugvelli vítt og breitt um álfuna.

Nú er ljóst að Keflavíkurflugvöllur er einn af þeim átta sem fá hæsta meðaleinkunn í könnuninni og hlýtur því sérstaka viðurkenningu ACI fyrir þjónustugæði en aðrir flugvellir sem hljóta viðurkenningu í sama flokki eru flugvellirnir í Björgvin í Noregi, Izmir í Tyrklandi, Sochi í Rússlandi, Luqa á Möltu, Newcastle á Englandi og Porto flugvöllur í Portúgal.  

Keflavíkurflugvöllur er einn af þeim átta flugvöllum í Evrópu sem fá
hæsta meðaleinkunn í könnuninni

Þjónustukönnun ACI, Airport Service Quality programme (ASQ), er virtasta og marktækasta mælingin sem gerð er á þjónustugæðum flugvalla. Við framkvæmd hennar eru farþegar á flugvöllum um allan heim spurðir staðlaðra spurninga um 34 þjónustuþætti. Því er um samræmdan og yfirgripsmikinn samanburð að ræða, bæði á milli flugvalla og á milli ára. Könnunin er framkvæmd á 356 flugvöllum um allan heim, þar af 115 í Evrópu. Keflavíkurflugvöllur er á meðal 37 flugvalla í sínum flokki, flokki evrópskra flugvalla með 5-15 milljónir árlegra farþega.  

„Við erum mjög stolt og ánægð að heyra að okkur hafi tekist að standast væntingar farþega og jafnvel að fara fram úr þeim,“ segir Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia. „Viðurkenningin er fyrst og fremst afrakstur góðrar samvinnu allra rekstraraðila en flugvöllurinn er dæmdur út frá þjónustu allra þeirra sem hafa starfsemi á flugvellinum, hvort sem um er að ræða okkur hjá Isavia, starfsfólk verslana og veitingastaða, innritunar, vegabréfaeftirlits eða annarra þjónustuþátta.

Það er sérlega ánægjulegt að við höfum náð að halda uppi háum þjónustugæðum þrátt fyrir umfangsmiklar framkvæmdir og óhjákvæmileg þrengsli sem hafa myndast á álagstímum. Ég óska öllu starfsfólki á Keflavíkurflugvelli innilega til hamingju með þessa frábæru viðurkenningu.“  

Verðlaun ACI mesta viðurkenning fyrir rekstraraðila flugvalla

„Verðlaun í þjónustukönnun ACI eru mesta viðurkenning sem stendur rekstraraðilum flugvalla heimsins til boða og eru þau veitt fyrir framúrskarandi þjónustu og upplifun viðskiptavina,“ segir Angela Gittens framkvæmdastjóri ACI World. „Í ár eru verðlaunin veitt mjög fjölbreyttum flugvöllum um allan heim. Það er til marks um hversu breið samstaða er innan flugvallageirans um þá skuldbindingu að leggja áherslu á góða þjónustu við farþega.“  

ACI hefur nú tilkynnt um niðurstöður könnunarinnar en verðlaunin verða veitt formlega á alþjóðlegri þjónusturáðstefnu á vegum samtakanna í Kraká í Póllandi í september. Nánari upplýsingar um þjónustuverðlaun ACI er að finna hér







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga