flugfréttir

Delta leggur 300 flugvélum

- Draga saman framboð um 40 prósent

13. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 19:21

Flugvélar Delta Air Lines á flugvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines ætlar að leggja allt að 300 flugvélum vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Þetta kemur fram í skilaboðum sem flugfélagið sendi starfsmönnum sínum í dag en Delta hefur 910 þotur í flota sínum á meðan 277 flugvélar fljúga fyrir hönd Delta Connection.

Fram kemur í skilaboðum að þar sem mun fleiri afbókanir hafa verið á hverjum degi samanborið við bókanir vegna útbreiðslu COVID-19 og einnig vegna ferðabanns milli Bandaríkjanna og Evrópu, þá mun félagið neyðast til þess að bregðast við því með að draga allverulega úr sætaframboði sínu.

„Hraðinn á samdrættinum á eftirspurn eftir flugi er á mælikvarða sem við höfum aldrei séð áður - og við höfum séð margt í rekstrinum okkar í gegnum árin. Við munum bregðast mjög skjótt við til þess að verja stöðu félagsins“, segir í skilaboðum til starfsmanna.

Delta hefur 910 þotur í flota sínum og mun félagið leggja um þriðjung af þeim þotum

Delta segir að meðal þeirra aðgerða sem félagið mun grípa til er að leggja 300 flugvélum, fresta afhendingum á nýjum þotum frá flugvélaframleiðendum og draga úr útgjöldum sem nemur 272 milljörðum króna yfir 12 mánaða tímabil til að koma til móts við tekjumissi á núverandi tímabili.

Þá segir Ed Bastian, framkvæmdarstjóri Delta Air Lines, að hann muni afþakka allar launagreiðslur næstu sex mánuði til að leggja sitt af mörkum til að lækka rekstrarkostnað félagsins.

Bastian segir að samdráttur á bókunum sé komin yfir 40% og sé það að nálgast sambærilegt stig og þegar hryðjuverkin í Bandaríkjunum áttu sér stað þann 11. september árið 2001.

Bastian segir að Delta hafi þrátt fyrir það aldrei verið eins vel í stakk búið í að takast á við eins erfiða tíma eins og eru að ganga yfir núna vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.  fréttir af handahófi

Fyrrum WOW air breiðþota skemmdist í lendingu í Nígeríu

2. janúar 2020

|

Breiðþota af gerðinni Airbus A330, sem áður var í flota WOW air, varð fyrir skemmdum aðeins þremur dögum eftir að hún var tekin í notkun hjá flugfélaginu Turkish Airlines.

Þota fór yfir dráttarbeisli í lendingu sem lá á brautinni

23. janúar 2020

|

Bresk flugmálayfirvöld hafa rannsakað atvik sem átti sér stað í ágúst í fyrra er farþegaþota af gerðinni Embraer ERJ-145 frá skoska flugfélaginu Loganair fór yfir dráttarbeisli í lendingu sem lá á fl

Fljúga DHC-8 skrúfuvélunum til Köben þrisvar í viku

25. mars 2020

|

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur sl. daga verið að fljúga DHC-8 Q200 Dash 8 skrúfuflugvélunum til Kaupmannahafnar frá Grænlandi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf

27. mars 2020

|

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf og skuldabréf upp á 868 milljarða króna til þess að auka rekstarfé félagsins og blása nýju lífi inn í fjárhagsstöðu félagsins vegna COVID-19 heimsfara

North Terminal flugstöðinni á Gatwick lokað

27. mars 2020

|

Gatwick-flugvöllurinn ætlar sér að loka norðurflugstöðinni og takmarka flugumferð um flugvöllinn þar sem flugumferð hefur minnkað gríðarlega vegna COVID-19 faraldursins.

Hætta sjúkraflugi vegna skorts á fjármunum

27. mars 2020

|

Sjúkraflutningafyrirtækið Air Ambulance Service á Írlandi mun hætta starfsemi sinni þann 3. apríl næstkomandi en fyrirtækið er fyrsta sjúkraflutningafélagið sem stofnað var á Írlandi sem rekið hefu

Flugumferð hættir að dragast saman í bili

27. mars 2020

|

Dregið hefur úr þeirri fækkun sem hefur átt sér stað í fjölda flugferða í heiminum undanfarna daga og hefur fjöldi daglegra flugferða verið í kringum 95.000 flug á dag í vikunni ef marka má upplýsin

Miami Air sækir um Chapter 11 greiðslustöðvun

26. mars 2020

|

Bandaríska flugfélagið Miami Air International hefur sótt um greiðslustöðvun undir reglugerðinni Chapter 11 en umsókn vegna þessa var send inn formlega til dómstóls í Flórída sl. þriðjudag.

Framkvæmdir hafnar að nýju á 65 flugvöllum í Kína

26. mars 2020

|

Kínverjar hafa hafið framkvæmdir að nýju á 65 flugvöllum í landinu þar sem framkvæmdir voru í fullum gangi áður en þær stöðvuðust vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

London City flugvellinum lokað fram í enda apríl

25. mars 2020

|

London City flugvellinum var í kvöld lokað og mun hann verða lokaður að minnsta kosti fram í enda apríl.

„Nýja“ Alitalia mun hafa aðeins 25 til 30 flugvélar

25. mars 2020

|

Ítalska flugfélagið Alitalia mun verða mun smærra í sniðum eftir enduruppstokkun félagsins í kjölfar ríkisvæðingarinnar og verður félagið til að byrja með aðeins um 25 til 30 flugvélar í flotanum.

De Havilland krefst 6 milljarða króna í bætur frá SpiceJet

25. mars 2020

|

Kanadíska fyrirtækið De Havilland Aircraft hefur höfðað mál gegn indverska lágfargjaldarfélaginu SpiceJet og er farið fram á að flugfélagið greiði framleiðandanum allt að 6 milljarða króna í skaðabæt

Fljúga DHC-8 skrúfuvélunum til Köben þrisvar í viku

25. mars 2020

|

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur sl. daga verið að fljúga DHC-8 Q200 Dash 8 skrúfuflugvélunum til Kaupmannahafnar frá Grænlandi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00