flugfréttir

Danska og sænska ríkið koma SAS til bjargar

- Tryggja félaginu neyðarlán upp á 42 milljarða króna ef allt fer á versta veg

18. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:07

Stórum hluta af breiðþotum SAS, sem eru af gerðinni Airbus A330 og A340, hefur verið lagt á flugvellinum í Kaupmannahöfn

Ríkisstjórnir Danmerkur og Svíþjóðar hafa tryggt rekstur SAS á meðan heimsfaraldurinn vegna COVID-19 gengur yfir með því að veita félaginu vilyrði fyrir láni upp á 3 milljarða sænskra króna sem samsvarar 42 milljörðum króna íslenskra.

Með þessu verður tryggt að rekstur SAS muni ekki verða fyrir skaða á meðan faraldurinn gengur yfir og er því ekki hætta á að félagið verði gjaldþrota á meðan.

Sænska og danska ríkið hafa tryggt 1.5 milljarð sænskra króna hvort um sig fyrir rekstur SAS og er talið að sú upphæð eigi að duga til að framfleyta félaginu í gegnum þá tíma sem framundan eru.

„SAS er mikilvægt fyrirtæki sem tryggir aðgang fólks að Skandinavíu og er flugfélagið stór hluti af hagkerfi Svíðþjóðar og Danmerkur. Þar sem þessi tvö lönd eiga stærstan hluta í félaginu hafa ríkisstjórnir landanna tveggja ákveðið að veita félaginu tryggingu fyrir áframhaldandi rekstri“, segir Nicolai Wammen, fjármálaráðherra Danmerkur.

Þá segir ríkisstjórn Danmerkur að ríkið muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma SAS í gegnum þessa erfiðu tíma.

Airbus A320neo þota SAS

Jacob Pedersen, fjármálasérfræðingur hjá Sydbank bankanum í Danmörku, segir að ekki sé um raunverulegt fé að ræða heldur aðeins vilyrði fyrir tryggingu ef allt fer á versta veg.

Þá tekur Pedersen fram að kostnaðurinn við að bjarga SAS sé mun hærri þar sem 3 milljarðar sænskra króna dugi skammt en hann bendir á að SAS sé að tapa um 100 milljónum króna á dag og þar af leiðandi myndu 3 milljarðar aðeins duga í einn mánuð.

Pedersen bendir á að fleiri flugfélög eigi eftir að biðja danska ríkið um aðstoð. Flugfélög sem eiga ekki eftir að lifa af heimsfaraldurinn.

„Það er ekki bara SAS sem er í vanda og vona ég að fjármálaráðherrann eigi eftir að koma þeim einnig til bjargar“, segir Pedersen.

Meðal annarra flugfélaga í Danmörku sem gætu þurft á aðstoð að halda eru DAT (Danish Air Transport), JetTime og Alsie Express.  fréttir af handahófi

Starfsemi Alitalia í norðurhluta Ítalíu lamast vegna veirunnar

9. mars 2020

|

Starfsemi ítalska flugfélagsins Alitalia hefur lamast eftir að ítölsk stjórnvöld ákváðu í gær að loka norðurhluta Ítalíu vegna útbreiðslu kórónaveirunnar með þeim afleiðingum að 16 milljónir íbúa eru

Sjúkraflugvél fór í sjóinn í Alaska

18. janúar 2020

|

Allir komust lífs af er sjúkraflugvél af gerðinni Beechcraft B200 King Air fór í sjóinn við Aleutianyjarnar í Alaska sl. fimmtudag.

22 milljarðar í nýja flugstöð á Trínidad og Tóbagó eyjum

4. febrúar 2020

|

Ríkisstjórnin á Trínidad og Tóbagó hefur samþykkt að verja 22 milljörðum króna í nýja flugstöð sem mun rísa á A.N.R Robinson flugvellinum í bænum Crown Point á Tóbagó-eyju í þeim tilgangi að efla ferð

  Nýjustu flugfréttirnar

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf

27. mars 2020

|

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf og skuldabréf upp á 868 milljarða króna til þess að auka rekstarfé félagsins og blása nýju lífi inn í fjárhagsstöðu félagsins vegna COVID-19 heimsfara

North Terminal flugstöðinni á Gatwick lokað

27. mars 2020

|

Gatwick-flugvöllurinn ætlar sér að loka norðurflugstöðinni og takmarka flugumferð um flugvöllinn þar sem flugumferð hefur minnkað gríðarlega vegna COVID-19 faraldursins.

Hætta sjúkraflugi vegna skorts á fjármunum

27. mars 2020

|

Sjúkraflutningafyrirtækið Air Ambulance Service á Írlandi mun hætta starfsemi sinni þann 3. apríl næstkomandi en fyrirtækið er fyrsta sjúkraflutningafélagið sem stofnað var á Írlandi sem rekið hefu

Flugumferð hættir að dragast saman í bili

27. mars 2020

|

Dregið hefur úr þeirri fækkun sem hefur átt sér stað í fjölda flugferða í heiminum undanfarna daga og hefur fjöldi daglegra flugferða verið í kringum 95.000 flug á dag í vikunni ef marka má upplýsin

Miami Air sækir um Chapter 11 greiðslustöðvun

26. mars 2020

|

Bandaríska flugfélagið Miami Air International hefur sótt um greiðslustöðvun undir reglugerðinni Chapter 11 en umsókn vegna þessa var send inn formlega til dómstóls í Flórída sl. þriðjudag.

Framkvæmdir hafnar að nýju á 65 flugvöllum í Kína

26. mars 2020

|

Kínverjar hafa hafið framkvæmdir að nýju á 65 flugvöllum í landinu þar sem framkvæmdir voru í fullum gangi áður en þær stöðvuðust vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

London City flugvellinum lokað fram í enda apríl

25. mars 2020

|

London City flugvellinum var í kvöld lokað og mun hann verða lokaður að minnsta kosti fram í enda apríl.

„Nýja“ Alitalia mun hafa aðeins 25 til 30 flugvélar

25. mars 2020

|

Ítalska flugfélagið Alitalia mun verða mun smærra í sniðum eftir enduruppstokkun félagsins í kjölfar ríkisvæðingarinnar og verður félagið til að byrja með aðeins um 25 til 30 flugvélar í flotanum.

De Havilland krefst 6 milljarða króna í bætur frá SpiceJet

25. mars 2020

|

Kanadíska fyrirtækið De Havilland Aircraft hefur höfðað mál gegn indverska lágfargjaldarfélaginu SpiceJet og er farið fram á að flugfélagið greiði framleiðandanum allt að 6 milljarða króna í skaðabæt

Fljúga DHC-8 skrúfuvélunum til Köben þrisvar í viku

25. mars 2020

|

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur sl. daga verið að fljúga DHC-8 Q200 Dash 8 skrúfuflugvélunum til Kaupmannahafnar frá Grænlandi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00