flugfréttir

Tveimur flugbrautum á CPH breytt í stæði

- Aðeins 22L/04R brautin verður notuð fyrir flugtök og lendingar

18. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 12:48

Airbus A330 og A340 breiðþotur SAS í geymslu á flugvellinum í Kaupmannahöfn

Tveimur af þremur flugbrautunum á flugvellinum í Kaupmannahöfn verður breytt í stæði fyrir kyrrsettar flugvélar til að búa til pláss fyrir tugi flugvéla sem verður lagt á næstunni á meðan heimsfaraldurinn vegna COVID-19 gengur yfir.

Rekstaraðili CPH á von á því að fjöldi flugvéla, sem þurfi að komast í geymslu, nái „hárri tveggja stafa tölu“ áður en langt um líður en annars yrði krefjandi að finna pláss á flugvellinum fyrir slíkan fjölda flugvéla.

Flugvöllurinn mun halda aðeins einni flugbraut opinni sem er 22L/04R brautin sem er austari norður-suður flugbrautin en hún verður notuð bæði fyrir flugtök og lendingar.

Brottförum og komum um flugvöllinn í Kaupmannahöfn hefur fækkað um 70% sl. daga og má gera ráð fyrir að flugferðum um völlinn eigi eftir að fækka enn frekar á næstunni.

„Þetta er eitthvað sem við höfum aldrei séð áður“, segir Thomas Woldbye, framkvæmdarstjóri Copenhagen Airport. - „Ástandið er orðið verra en í kjölfar hryðjuverkanna þann 11. september árið 2001“.

SAS hefur lagt flestum breiðþotunum í flotanum

Öllum fjárfestingum hefur verið slegið á frest og býst flugvöllurinn við því að ná að spara um 14 milljarða í útgjöld vegna þessa og um 7 milljarða í rekstrarkostnað.

Copenhagen Airport hefur sent 1.500 starfsmenn heim til sín í launalaust leyfi en einhverjar af þeim 91 verslun, sem finna má í flugstöðinni, verða opnar áfram og það sama má segja um þá 46 veitingastaði sem eru á flugvellinum.

„Við höfum samt þeim skyldum að gegna að hafa flugvöllinn opin áfram vegna neyðarflugferða og einnig vegna fraktflugs sem mun halda áfram að fljúga um völlinn“, segir Woldbye.  fréttir af handahófi

Sun ‘n Fun frestað fram í maí

16. mars 2020

|

Flughátíðinni Sun ‘n Fun 2020 hefur verið frestað fram í maí í vor vegna heimsfaraldursins vegna COVID-19.

7.000 starfsmönnum hjá Textron sagt upp tímabundið

19. mars 2020

|

Flugvélaframleiðandinn Textron hefur sagt upp tímabundið yfir 7.000 starfsmönnum sem verða á næstunni sendir heim vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Gátu ekki flogið Dash 8 vélunum vegna óvenju lágs loftþrýstings

10. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe neyddist til þess að fella niður um 70 flugferðir í dag vegna óvenju lágs loftþrýstings yfir Noregi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf

27. mars 2020

|

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf og skuldabréf upp á 868 milljarða króna til þess að auka rekstarfé félagsins og blása nýju lífi inn í fjárhagsstöðu félagsins vegna COVID-19 heimsfara

North Terminal flugstöðinni á Gatwick lokað

27. mars 2020

|

Gatwick-flugvöllurinn ætlar sér að loka norðurflugstöðinni og takmarka flugumferð um flugvöllinn þar sem flugumferð hefur minnkað gríðarlega vegna COVID-19 faraldursins.

Hætta sjúkraflugi vegna skorts á fjármunum

27. mars 2020

|

Sjúkraflutningafyrirtækið Air Ambulance Service á Írlandi mun hætta starfsemi sinni þann 3. apríl næstkomandi en fyrirtækið er fyrsta sjúkraflutningafélagið sem stofnað var á Írlandi sem rekið hefu

Flugumferð hættir að dragast saman í bili

27. mars 2020

|

Dregið hefur úr þeirri fækkun sem hefur átt sér stað í fjölda flugferða í heiminum undanfarna daga og hefur fjöldi daglegra flugferða verið í kringum 95.000 flug á dag í vikunni ef marka má upplýsin

Miami Air sækir um Chapter 11 greiðslustöðvun

26. mars 2020

|

Bandaríska flugfélagið Miami Air International hefur sótt um greiðslustöðvun undir reglugerðinni Chapter 11 en umsókn vegna þessa var send inn formlega til dómstóls í Flórída sl. þriðjudag.

Framkvæmdir hafnar að nýju á 65 flugvöllum í Kína

26. mars 2020

|

Kínverjar hafa hafið framkvæmdir að nýju á 65 flugvöllum í landinu þar sem framkvæmdir voru í fullum gangi áður en þær stöðvuðust vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

London City flugvellinum lokað fram í enda apríl

25. mars 2020

|

London City flugvellinum var í kvöld lokað og mun hann verða lokaður að minnsta kosti fram í enda apríl.

„Nýja“ Alitalia mun hafa aðeins 25 til 30 flugvélar

25. mars 2020

|

Ítalska flugfélagið Alitalia mun verða mun smærra í sniðum eftir enduruppstokkun félagsins í kjölfar ríkisvæðingarinnar og verður félagið til að byrja með aðeins um 25 til 30 flugvélar í flotanum.

De Havilland krefst 6 milljarða króna í bætur frá SpiceJet

25. mars 2020

|

Kanadíska fyrirtækið De Havilland Aircraft hefur höfðað mál gegn indverska lágfargjaldarfélaginu SpiceJet og er farið fram á að flugfélagið greiði framleiðandanum allt að 6 milljarða króna í skaðabæt

Fljúga DHC-8 skrúfuvélunum til Köben þrisvar í viku

25. mars 2020

|

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur sl. daga verið að fljúga DHC-8 Q200 Dash 8 skrúfuflugvélunum til Kaupmannahafnar frá Grænlandi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00