flugfréttir

Tveimur flugbrautum á CPH breytt í stæði

- Aðeins 22L/04R brautin verður notuð fyrir flugtök og lendingar

18. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 12:48

Airbus A330 og A340 breiðþotur SAS í geymslu á flugvellinum í Kaupmannahöfn

Tveimur af þremur flugbrautunum á flugvellinum í Kaupmannahöfn verður breytt í stæði fyrir kyrrsettar flugvélar til að búa til pláss fyrir tugi flugvéla sem verður lagt á næstunni á meðan heimsfaraldurinn vegna COVID-19 gengur yfir.

Rekstaraðili CPH á von á því að fjöldi flugvéla, sem þurfi að komast í geymslu, nái „hárri tveggja stafa tölu“ áður en langt um líður en annars yrði krefjandi að finna pláss á flugvellinum fyrir slíkan fjölda flugvéla.

Flugvöllurinn mun halda aðeins einni flugbraut opinni sem er 22L/04R brautin sem er austari norður-suður flugbrautin en hún verður notuð bæði fyrir flugtök og lendingar.

Brottförum og komum um flugvöllinn í Kaupmannahöfn hefur fækkað um 70% sl. daga og má gera ráð fyrir að flugferðum um völlinn eigi eftir að fækka enn frekar á næstunni.

„Þetta er eitthvað sem við höfum aldrei séð áður“, segir Thomas Woldbye, framkvæmdarstjóri Copenhagen Airport. - „Ástandið er orðið verra en í kjölfar hryðjuverkanna þann 11. september árið 2001“.

SAS hefur lagt flestum breiðþotunum í flotanum

Öllum fjárfestingum hefur verið slegið á frest og býst flugvöllurinn við því að ná að spara um 14 milljarða í útgjöld vegna þessa og um 7 milljarða í rekstrarkostnað.

Copenhagen Airport hefur sent 1.500 starfsmenn heim til sín í launalaust leyfi en einhverjar af þeim 91 verslun, sem finna má í flugstöðinni, verða opnar áfram og það sama má segja um þá 46 veitingastaði sem eru á flugvellinum.

„Við höfum samt þeim skyldum að gegna að hafa flugvöllinn opin áfram vegna neyðarflugferða og einnig vegna fraktflugs sem mun halda áfram að fljúga um völlinn“, segir Woldbye.  fréttir af handahófi

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Uppsagnir 114 flugmanna hjá Icelandair dregnar til baka

16. júlí 2020

|

Icelandair stefnir á að draga til baka uppsagnir meðal 114 flugmanna hjá félaginu sem þýðir að 139 flugmenn munu starfa hjá félaginu frá og með næstu mánaðarmótum. Þetta er haft eftir Jóni Þóri Þorva

FAA varar við breytingum á flugvélum til fallhlífarstökks

17. ágúst 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið frá sér yfirlýsingu til þeirra aðila og fyrirtækja sem sjá um að fljúga með fallhlífarstökkvara þar sem varað er við því að breyta flugvélum t.a.m. með þv

  Nýjustu flugfréttirnar

Ný flugskólabygging fyrir ATP rís nálægt Dallas

30. september 2020

|

Framkvæmdir eru hafnar við nýtt flugþjálfunarsetur í Texas fyrir bandaríska flugskólann ATP Flight School sem er einn stærsti flugskóli Bandaríkjanna.

Hafa ekki pláss fyrir fleiri flugvélar

30. september 2020

|

Flugvélageymslan í bænum Alice Springs í Ástralíu segist ekki geta tekið við fleiri flugvélum í geymslu þar sem svæðið sé nánast orðið fullt og búið að bóka þau fáu pláss sem eftir eru.

IATA lækkar spá sína varðandi batahorfur í fluginu

30. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur dregið úr spá sinni varðandi batahorfur í fluginu um 3 prósent sem byggir á tölfræði um flugumferð í heiminum í ágúst.

Óvíst um framtíð risaþotunnar í flota Etihad

30. september 2020

|

Svo gæti farið að flugfélagið Etihad Airways mun losa sig við risaþotuna Airbus A380 fyrir fullt og allt en Tony Douglas, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að örlög risaþotunnar muni ráðast á næstunn

Yfir 80 starfsmönnum sagt upp hjá Icelandair

29. september 2020

|

Icelandair tilkynnti í dag um uppsagnir og hefur alls 88 starfsmönnum verið sagt upp núna um mánaðarmót.

South African hættir starfsemi enn og aftur

29. september 2020

|

Suður-afríska flugfélagið South African Airways hefur enn og aftur hætt allri starfsemi sem hefur verið fryst af stjórnendum félagsins sem fara fram á svigrúm til þess að endurskoða allan rekstur flug

Svisslendingar kjósa með kaupum á nýjum herþotum

28. september 2020

|

Svisslendingar hafa kosið með því að ríkisstjórn Sviss festi kaup á nýjum orrustuþotum fyrir svissneska flugherinn.

Qatar Airways fær ríkisaðstoð upp á 280 milljarða

28. september 2020

|

Qatar Airways tilkynnti í gær að félagið hafi fengið vilyrði fyrir ríkisaðstoð upp á tæpa 280 milljarða króna frá stjórnvöldum í Katar til að tryggja áframhaldandi flugrekstur vegna kórónaveirufaral

Atlantic Airways mun fljúga til Íslands yfir jólin

28. sept

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tilkynnt að félagið muni fljúga sérstakar flugferðir á milli Færeyja og Íslands um jólin.

Náðu að semja við flugmenn hjá easyJet

28. september 2020

|

Breska flugmannafélagið BALPA hefur lýst því yfir að stórt samkomulag hafi náðst við flugmenn hjá easyJet sem kemur í veg fyrir uppsagnir á yfir 720 flugmönnum hjá lágfargjaldafélaginu sem hefðu anna

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00