flugfréttir

Tvær þotur hættu við flugtak á sömu braut

19 mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 10:31

Boeing 777-300ER þota Air Canada á flugvellinum í Toronto

Rannsóknarnefnd flugslysa í Kanada hefur greint frá atviki sem átti sér stað á flugvellinum í Toronto fyrr í þessum mánuði þar sem farþegaþota af gerðinni Boeing 777 hætti við flugtak eftir að önnur þota af gerðinni Embraer E190 hafði hætt við flugtak á sömu braut.

Atvikið átti sér stað þann 7. mars sl. er Boeing 777-300ER þota frá Air Canada hafði fengið leyfi til að taka sér brautarstöðu strax eftir að Embraer-þotan, sem var einnig frá Air Canada, hafði fengið flugtaksheimild.

35 sekúndum síðar gaf turninn flugmönnunum á Boeing 777 þotunni heimild til að hefja flugtak með því skilyrði að þeir myndu viðhalda aðskilnaði við Embraer-þotuna með því að hafa hana í augsýn.

Skömmu eftir flugtaksheimildina hætti hinsvegar Embraer-þotan við flugtak á miklum hraða þegar sú þota var búin með um 2/3 af brautinni í flugtaksbruninu vegna áreksturs við fugla.

Embraer-þotan var komin á 135 hnúta hraða en á sama tíma hafði Boeing 777-300ER þotan náð 110 kt hraða þegar flugmenn þeirra vélar hættu við flugtakið þar sem þeir sáu að Embraer-þotan hafði hætt við sitt flugtak.

Báðar vélarnar yfirgáfu flugbrautina en hvorugar vélarnar urðu fyrir skemmdum og ekki urðu nein slys á fólki. Um borð í Boeing 777 þotunni voru 359 farþegar og 87 voru um borð í Embraer-þotunni.  fréttir af handahófi

54 flugmenn féllu á áfengisprófi í fyrra á Indlandi

11. ágúst 2020

|

Aldrei hafa fleiri atvinnuflugmenn á Indlandi fallið á áfengisprófi líkt og í fyrra en fram kemur í tölum frá indverskum yfirvöldum að 54 flugmenn féllu á prófi er þeir voru látnir blása rétt fyrir br

Tilraunir með repjuolíu á vinnuvélar á Keflavíkurflugvelli

9. september 2020

|

Isavia og Samgöngustofa undirrituðu í dag samstarfssamning vegna tilraunaverkefnis um íblöndun repjuolíu sem notuð verður á stórvirk tæki á Keflavíkurflugvelli.

Ryanair dregur úr umsvifum sínum í haust um 20 prósent

18. ágúst 2020

|

Ryanair ætlar að draga úr sætaframboði um 20 prósent í september og október þar sem flugfélagið sér fram á dræmar bókanir og minni eftirspurn eftir flugsætum vegna seinni bylgju kórónaveirufaraldurs

  Nýjustu flugfréttirnar

Ný flugskólabygging fyrir ATP rís nálægt Dallas

30. september 2020

|

Framkvæmdir eru hafnar við nýtt flugþjálfunarsetur í Texas fyrir bandaríska flugskólann ATP Flight School sem er einn stærsti flugskóli Bandaríkjanna.

Hafa ekki pláss fyrir fleiri flugvélar

30. september 2020

|

Flugvélageymslan í bænum Alice Springs í Ástralíu segist ekki geta tekið við fleiri flugvélum í geymslu þar sem svæðið sé nánast orðið fullt og búið að bóka þau fáu pláss sem eftir eru.

IATA lækkar spá sína varðandi batahorfur í fluginu

30. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur dregið úr spá sinni varðandi batahorfur í fluginu um 3 prósent sem byggir á tölfræði um flugumferð í heiminum í ágúst.

Óvíst um framtíð risaþotunnar í flota Etihad

30. september 2020

|

Svo gæti farið að flugfélagið Etihad Airways mun losa sig við risaþotuna Airbus A380 fyrir fullt og allt en Tony Douglas, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að örlög risaþotunnar muni ráðast á næstunn

Yfir 80 starfsmönnum sagt upp hjá Icelandair

29. september 2020

|

Icelandair tilkynnti í dag um uppsagnir og hefur alls 88 starfsmönnum verið sagt upp núna um mánaðarmót.

South African hættir starfsemi enn og aftur

29. september 2020

|

Suður-afríska flugfélagið South African Airways hefur enn og aftur hætt allri starfsemi sem hefur verið fryst af stjórnendum félagsins sem fara fram á svigrúm til þess að endurskoða allan rekstur flug

Svisslendingar kjósa með kaupum á nýjum herþotum

28. september 2020

|

Svisslendingar hafa kosið með því að ríkisstjórn Sviss festi kaup á nýjum orrustuþotum fyrir svissneska flugherinn.

Qatar Airways fær ríkisaðstoð upp á 280 milljarða

28. september 2020

|

Qatar Airways tilkynnti í gær að félagið hafi fengið vilyrði fyrir ríkisaðstoð upp á tæpa 280 milljarða króna frá stjórnvöldum í Katar til að tryggja áframhaldandi flugrekstur vegna kórónaveirufaral

Atlantic Airways mun fljúga til Íslands yfir jólin

28. sept

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tilkynnt að félagið muni fljúga sérstakar flugferðir á milli Færeyja og Íslands um jólin.

Náðu að semja við flugmenn hjá easyJet

28. september 2020

|

Breska flugmannafélagið BALPA hefur lýst því yfir að stórt samkomulag hafi náðst við flugmenn hjá easyJet sem kemur í veg fyrir uppsagnir á yfir 720 flugmönnum hjá lágfargjaldafélaginu sem hefðu anna

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00