flugfréttir

Compass Airlines hættir rekstri vegna COVID-19

- Hafa sinnt innanlandsflugi fyrir Delta Connection og American Eagle

20. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 09:08

Compass Airlines hefur sinnt flugrekstri fyrir Delta Connection og American Eagle

Bandaríska flugfélagið Compass Airlines hefur tilkynnt að félagið muni hætta starfsemi þann 7. apríl.

Compass Airlines er eitt af þeim flugfélögum sem sinnir flugrekstri fyrir dótturfélög stærstu flugfélaga Bandaríkjanna í innanlandsflugi en félagið hefur flogið m.a. fyrir Delta Connection og American Eagle.

Í tilkynningu sem Compass Airlines sendi frá sér í gær kemur fram að félagið muni hætta rekstri vegna gríðarlegs samdráttar í eftirspurn á flugsætum sem tengja má við ótta meðal farþega að fljúga vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Compass Airlines var í þann mund að ganga frá samningi við Delta Air Lines en áhrifin af völdum
COVID-19 voru orðin of víðtæk en aðeins eru 18 dagar síðan að systurfélagið, Trans States Airlines, tilkynnti einnig um að félagið myndi hætta rekstri en það félagið hefur flogið m.a. fyrir United Express.

Compass Airlines hefur haft 32 þotur í flotanum af gerðinni Embraer E175 en floti félagsins mun fara yfir til Republic Airways og til Envoy sem taka yfir flugrekstrinum fyrir Delta Connection og American Eagle.

Compass Airlines var stofnað sem Northwest Airlink árið 2006 í kjölfar ágreinins varðandi kjaramál meðal flugmanna hjá Northwest Airlines en Delta Air Lines keypti reksturinn árið 2010 eftir að Northwest Airines varð gjaldþrota.  fréttir af handahófi

Risaþota BA lendir á Heathrow - Þó ekki í farþegaflugi

16. júlí 2020

|

British Airways gæti mögulega verið að undirbúa risaþoturnar Airbus A380 fyrir áætlunarflug að nýju eftir þriggja mánaða hlé.

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Panta 100 flugvélar frá COMAC

12. júní 2020

|

Kínverski flugvélaframleiðandinn COMAC hefur gert samkomulag við kínverskt flugfélag sem hyggst leggja inn pöntun í 100 þotur af gerðinni ARJ21 og C919.

  Nýjustu flugfréttirnar

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

12. ágúst 2020

|

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

Selja ellefu Dash 8-400 flugvélar úr flota Flybe

11. ágúst 2020

|

Ellefu De Havilland Dash 8-400 flugvélar sem voru í flota breska lágfargjaldafélagsins Flybe verða seldar og munu fara til nýrra eigenda.

Franski flugherinn fær fyrstu ISR eftirlitsvélina frá King Air

11. ágúst 2020

|

Franski flugherinn hefur fengið fyrstu ISR flugvélina afhenta frá Beechcraft sem byggir á King Air flugvélinni og er vélin sérstaklega útbúin fyrir eftirlitsflug, gæsluflug og fyrir flugferðir í þei

Vara við sprungum í Trent XWB hreyflum á A350

11. ágúst 2020

|

Hreyflaframleiðandinn Rolls-Royce sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem varað er við mögulegum sprungum í hreyflablöðum á Trent XWB hreyflinum sem knýr áfram nýju Airbus A350 þoturnar.

Flugmaður veiktist skyndilega í aðflugi í Zurich

11. ágúst 2020

|

Flugmaður veiktist skyndilega um borð í farþegaþotu frá svissneska flugfélaginu Swiss International Air Lines um helgina.

Kvartað undan auknum hávaða frá kennsluflugi í Denver

11. ágúst 2020

|

Hópur íbúa í hverfi einu í Denver í Colorado í Bandaríkjunum hafa sent formlega kvörtun undan hávaða frá Rocky Mountain flugvellinum og telja þeir að hávaði frá flugvélum hafi aukist til muna á sköm

54 flugmenn féllu á áfengisprófi í fyrra á Indlandi

11. ágúst 2020

|

Aldrei hafa fleiri atvinnuflugmenn á Indlandi fallið á áfengisprófi líkt og í fyrra en fram kemur í tölum frá indverskum yfirvöldum að 54 flugmenn féllu á prófi er þeir voru látnir blása rétt fyrir br

Lenti 1 mínútu eftir að reglur um sóttkví tóku gildi

10. ágúst 2020

|

158 farþegar sem voru um borð í farþegaþotu hjá SAS neyddust til þess að fara í 10 daga sóttkví við komuna til Noregs um helgina sem þeir hefðu annars sloppið við ef flugvélin hafði lent aðeins einn

Stefna á útsýnisflug til suðurskautsins með Boeing 787

10. ágúst 2020

|

Ástralska flugfélagið Qantas ætlar í vetur að bjóða Áströlum upp á útsýnisflug til Suðurskautslandsins en félagið ætlar að fljúga sérstakar flugferðir til Suðurskautsins með Dreamliner-þotum af gerði

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00