flugfréttir

Íslenskt fyrirtæki hlýtur vottun í flugþjónustu

- Aero Design Global hlýtur „Design Organization Approval“ frá EASA

20. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 11:12

Aero Design Global (ADG) veitir þjónustu samkvæmt samþykktum verkferlum, ströngum stöðlum og reglugerðum EASA ásamt því að lúta eftirlitsskyldu Samgöngustofu

Íslenska fyrirtækið Aero Design Global hlaut á dögunum svokallaða „Design Organization Approval “(DOA) leyfisveitingu frá Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) en með leyfisveitingunni er fyrirtækið það fyrsta á Íslandi, sem ekki er í eigu flugrekanda, til að bjóða upp á heildarþjónustu varðandi viðhaldsstýringu, tækni- og verkfræðiráðgjöf fyrir eigendur og rekstraraðila flugvéla um heim allan.

Aero Design Global (ADG) veitir þjónustu samkvæmt samþykktum verkferlum, ströngum stöðlum og reglugerðum EASA ásamt því að lúta eftirlitsskyldu Samgöngustofu. Fyrirtækið er hlutdeildarfélag EFLU verkfræðistofu og var stofnað 2016.

ADG er fyrsta íslenska fyrirtækið, sem ekki er í eigu flugrekanda, til að hafa bæði DOA og CAMO (Continuing Airworthiness Management Organization) leyfi og getur því veitt alhliða þjónustu í viðhaldsstýringu, tækni- og verkfræðiráðgjöf fyrir eigendur og rekstraraðila flugvéla um allan heim.

Merki fyrirtækisins

Með DOA leyfisveitingunni, sem ADG hlaut 12. mars síðastliðinn, eykst þjónustuframboð fyrirtækisins til muna og getur það svarað betur þörfum markaðarins og viðskiptavina. Leyfisveitingin veitir fyrirtækinu jafnframt aukna heimild til að sinna fjölbreyttari verkefnum á sviði viðhaldsstýringar og vottunar samkvæmt gæðakröfum og reglugerðum EASA.

Vottuð ráðgjöf samkvæmt gæðakröfum

Síðustu árin hefur ADG sinnt verkefnum um allan heim og veitt ráðgjöf um tengist viðhaldsstýringu flugvéla, stórskoðunum við eigendaskipti, útgáfu lofthæfitilmæla og þjónustu varðandi breytingar og skipulag á farþegarýmum. Einnig hefur fyrirtækið komið að verkefnum sem kallast „Asset Recovery“ en slík vinna fer fram þegar flugfélög fara í þrot og koma þarf flugvélunum í hendur á eigendum sínum. ADG sinnti slíkri ráðgjöf fyrir eigendur flugvéla við gjaldþrot flugfélaga á borð við Monarch Airlines, Fly Niki, Thomas Cook, Primera Air og WOW air.

Heimild til að taka út breytingar á flugvélum

Þar að auki hefur fyrirtækið mikla reynslu og þekkingu af lofthæfi mismunandi flugvélategunda en votta þarf allar breytingar sem gerðar eru á flugvélum samkvæmt gæðakröfum og reglugerðum EASA. Eingöngu fyrirtæki með DOA vottun geta gert slíkar úttektir og því hagræði fólgið í því fyrir viðskiptavininn að geta leitað til sama aðilans með úttekt og ráðgjöf.

Ægir Thorberg Jónsson, framkvæmdarstjóri Aero Design Global

Fyrsta leyfisveitingin sem ADG hlaut árið 2017 var „Continuing Airworthiness Management Organization leyfi “(CAMO) frá Samgöngustofu sem veitir heimild til að bjóða upp á þjónustu sem tengist viðhaldsstýringu flugvéla. Í því felst m.a. að útfæra kröfur um skoðun og viðhald ásamt því að skilgreina hvers konar vottana er krafist í einstökum verkum. Ráðgjöfin nær til fyrirtækja sem eru með flugvélar í rekstri og einnig til þeirra sem þurfa að leggja flugvél í styttri eða lengri tíma, t.d vegna gjaldþrots flugfélags eða ef verið er að skila vélum eftir að leigutíma lýkur.

ADG hefur einnig leyfi frá Samgöngustofu til að gefa út svokölluð Lofthæfitilmæli, „Airworthiness Review Recommendations “(AR), til flugmálastjórna allra 32 landa innan EASA vegna útgáfu á lofthæfistaðfestingarvottorði - „Airworthiness Review Certificate“(ARC) fyrir flugvélar. Allar flugvélar innan EASA landa (28 lönd innan ESB og 4 lönd innan EFTA) verða að hafa gilt ARC skírteini sem þarf að endurnýja að jafnaði á þriggja ára fresti.

Staðfesting á lofthæfi flugvéla

Jafnframt verða allar flugvélar sem hafa verið í flugrekstri utan aðildarríkja EASA og er fyrirhugað að taka í notkun innan þeirra, að fá ARC útgefið af flugmálastjórn viðkomandi aðildarríkis. Sú vinna felur í sér vottun um að viðkomandi flugvél sé lofthæf og uppfylli allar þær kröfur sem gerðar eru til flugrekanda innan EASA aðildaríkjanna. Þessi réttindi hefur ADG sem hluta af sínu CAMO leyfi.

Síðustu árin hefur ADG sinnt verkefnum um allan heim og veitt ráðgjöf um tengist viðhaldsstýringu flugvéla, stórskoðunum við eigendaskipti, útgáfu lofthæfitilmæla og þjónustu varðandi breytingar og skipulag á farþegarýmum.

Breytingar á farþegarými

Flugfélög sem eru með margar flugvélar í flotanum vilja oftast aðlaga skipulag farþegarýmis, svokölluðu „Layout of Passenger Accommodations“ (LOPA), til samræmis við aðrar flugvélar sínar. Slíkt er gert til að vissar tegundir sæta og sætafjöldi auðveldi vinnuferli áhafna við þjónustu farþega og til að hafa neyðaráætlanir samræmdar. Samhliða breytingum á skipulagi farþegarýmis er jafnframt mikil áhersla lögð á að samræma staðsetningu á neyðarbúnaði svokölluðum „Emergency Equipment Layout“ (EEL). Það felur í sér að útfæra staðsetningu á neyðarbúnaði í farþegarými s.s. súrefnisflöskur, slökkvitæki, hjartastuðtæki og fleira.

Áskoranir tengdum Boeing 737-MAX

Tæknileg vandamál sem hafa komið upp í tengslum við B737-MAX vélarnar hafa verið í brennidepli og hefur Boeing og FAA flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum lent í miklum erfiðleikum vegna málsins. Um þær miklu áskoranir sem Boeing stendur frammi fyrir með B737-MAX vélarnar segir Ægir „Það er því mikilvægt sem aldrei fyrr að flugvélar sem fyrirhugað er að vera í rekstri innan EASA ríkja séu yfirfarnar af fyrirtækjum sem hafa mikla þekkingu og reynslu af lofthæfi mismunandi flugvélategunda.

Það þarf að votta allar breytingar sem eru gerðar á flugvélum samkvæmt gæðakröfum og reglugerðum EASA og geta eingöngu fyrirtæki með DOA leyfi, líkt og ADG er með, framkvæmt þessar úttektir. Það er því afar ánægjulegt að geta núna boðið fyrirtækjum „one-stop-shop“ þar sem þau geta fengið á einum og sama staðnum alhliða þjónustu vegna viðhaldsstýringar, tækni- og verkfræðiráðgjafar".

ADG er með höfuðstöðvar í Reykjavík og hjá fyrirtækinu starfa 14 starfsmenn  fréttir af handahófi

Óljósar upplýsingar varðandi flugslys í Afghanistan

27. janúar 2020

|

Óstaðfestar heimildir herma að flugslys hafi átt sér stað í Afghanistan í dag og sé um að ræða farþegaþotu með yfir 80 farþega um borð en aðrir fréttamiðlar segja að 110 manns séu um borð.

EASA gefur út leiðbeiningar vegna kórónaveirunnar

28. janúar 2020

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa gefið frá sér fyrirmæli og leiðbeiningar til flugfélaga og flugvalla vegna kórónaveirunnar með ráðleggingum um þær ráðstafanir sem þarf að hafa í huga til að hef

Farþegaþota rann út á hraðbraut eftir lendingu í Íran

27. janúar 2020

|

Farþegaþota frá Caspian Airlines endaði út á miðri umferðargötu í Íran í morgun eftir að þotan rann út af flugbraut í lendingu á flugvellinum í borginni Mahshahr í suðvesturhluta landsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf

27. mars 2020

|

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf og skuldabréf upp á 868 milljarða króna til þess að auka rekstarfé félagsins og blása nýju lífi inn í fjárhagsstöðu félagsins vegna COVID-19 heimsfara

North Terminal flugstöðinni á Gatwick lokað

27. mars 2020

|

Gatwick-flugvöllurinn ætlar sér að loka norðurflugstöðinni og takmarka flugumferð um flugvöllinn þar sem flugumferð hefur minnkað gríðarlega vegna COVID-19 faraldursins.

Hætta sjúkraflugi vegna skorts á fjármunum

27. mars 2020

|

Sjúkraflutningafyrirtækið Air Ambulance Service á Írlandi mun hætta starfsemi sinni þann 3. apríl næstkomandi en fyrirtækið er fyrsta sjúkraflutningafélagið sem stofnað var á Írlandi sem rekið hefu

Flugumferð hættir að dragast saman í bili

27. mars 2020

|

Dregið hefur úr þeirri fækkun sem hefur átt sér stað í fjölda flugferða í heiminum undanfarna daga og hefur fjöldi daglegra flugferða verið í kringum 95.000 flug á dag í vikunni ef marka má upplýsin

Miami Air sækir um Chapter 11 greiðslustöðvun

26. mars 2020

|

Bandaríska flugfélagið Miami Air International hefur sótt um greiðslustöðvun undir reglugerðinni Chapter 11 en umsókn vegna þessa var send inn formlega til dómstóls í Flórída sl. þriðjudag.

Framkvæmdir hafnar að nýju á 65 flugvöllum í Kína

26. mars 2020

|

Kínverjar hafa hafið framkvæmdir að nýju á 65 flugvöllum í landinu þar sem framkvæmdir voru í fullum gangi áður en þær stöðvuðust vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

London City flugvellinum lokað fram í enda apríl

25. mars 2020

|

London City flugvellinum var í kvöld lokað og mun hann verða lokaður að minnsta kosti fram í enda apríl.

„Nýja“ Alitalia mun hafa aðeins 25 til 30 flugvélar

25. mars 2020

|

Ítalska flugfélagið Alitalia mun verða mun smærra í sniðum eftir enduruppstokkun félagsins í kjölfar ríkisvæðingarinnar og verður félagið til að byrja með aðeins um 25 til 30 flugvélar í flotanum.

De Havilland krefst 6 milljarða króna í bætur frá SpiceJet

25. mars 2020

|

Kanadíska fyrirtækið De Havilland Aircraft hefur höfðað mál gegn indverska lágfargjaldarfélaginu SpiceJet og er farið fram á að flugfélagið greiði framleiðandanum allt að 6 milljarða króna í skaðabæt

Fljúga DHC-8 skrúfuvélunum til Köben þrisvar í viku

25. mars 2020

|

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur sl. daga verið að fljúga DHC-8 Q200 Dash 8 skrúfuflugvélunum til Kaupmannahafnar frá Grænlandi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00