flugfréttir

Fórst yfir Kyrrahafi í ferjuflugi

- Talið að flugmaðurinn hafi orðið fyrir súrefnisskorti í miðju flugi

23. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:32

Flugvélin sem fórst var af gerðinni Cessna 208B Supervan 900

Talið er að orsök flugslyss er lítil flugvél af gerðinni Cessna 208 Supervan 900 fórst yfir Kyrrahafi í september árið 2018 megi rekja til þess að flugmaður vélarinnar hafi orðið fyrir súrefnisskorti.

Flugvélin var í ferjuflugi frá Ástralíu áleiðis til Bandaríkjanna en breytingar á vélinni höfðu farið fram í Ástralíu og stóð til að ferja hana til Mississippi. Vélin var fullútbúin búnaði fyrir sérstaka og sérhæfða vinnu sem til stóð að nota flugvélina í af bandarísku fyrirtæki.

Vélin hóf ferjuflugið í Perth í Ástralíu og hafði hún flogið nokkra leggi á leið til Japans með viðkomu í Alice Springs, Weipa og Horn Island en þaðan var henni flogið til Guam og til Saipan á Norður-Maríanaeyjum sem var síðasti áfangastaðurinn áður en vélin lagði af stað í sína hinstu för sem var 9 klukkutíma flug frá eyjunum til New Chitose í Japan.

Förin tafðist í rúma viku í Saipan vegna skemmda á loftskrúfu en þann 18. september lagði vélin af stað til Japans. Eftir að flugmaðurinn hafði ekki tilkynnt sig við tilkynningarskyldan staðsetningarpunkt klukkan 11:44 að japönskum tíma var ákveðið að senda af stað tvær F-4 orrustuþotur til móts við flugvélina í 22 þúsund fetum.

Flugleiðin og viðkomustaðirnir frá Ástralíu til Mississippi í Bandaríkjunum

Herfluvélarnar komu að flugvélinni kl. 14:50 en ekkert svar kom er þeir reyndu að ná talstöðvarsambandi við flugvélina. Herflugmennirnir náðu ekki að sjá inn um gluggann á stjórnklefanum og náðu því ekki að gera sér grein fyrir því hvort að flugmaðurinn væri í sætinu sínu eða hvort hann væri með meðvitund.

30 mínútum síðar byrjaði flugvélin að lækka flugið inn í ský en skömmu síðar fór hún að missa hæð með miklum hraða og hvarf loks af ratsjá. Leit að flugvélinni hófst tafarlaust og tveimur klukkutímum síðar fundust dyr flugvélarinnar á floti á yfirborði sjávar.

Afturhurð er það eina sem fannst af flugvélinni

Það var niðurstaða rannsóknarnefndar flugslysa í Ástralíu að á meðan flugvélin var á sjálfstýringu í farflugi þá sé næstum fullvíst að flugmaðurinn hafi misst meðvitund um borð.

Þar sem hann hafði ekki komist til meðvitundar eftir 5 klukkustunda flug þá var ekki skipt yfir á annan eldsneytistank sem olli því að flugvélin fékk ekki lengur eldsneyti inn á mótorinn með þeim afleiðingum að hann stöðvaðist og við það byrjaði flugvélin að missa hæð og lækkaði stjórnlaust ofan í Kyrrahafið.

Ljósmynd sem tekin var af flugvélinni í Saipan á Norður-Maríanaeyjum

Ekki er þó hægt að staðfesta súrefnisskort sem dánarorsök flugmannsins þar sem ekki er hægt að útiloka skyndileg veikindi.

Flugmaðurinn var sá eini sem var um borð í vélinni. Flugvélin var ekki með jafnþrýstibúnaði og var henni flogið í 22.000 fetum en flugmaðurinn var með súrefnisbúnað sem hann hefur verið með utan um nefið.  fréttir af handahófi

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

Kínverskt Boeing-flugfélag stefnir á fyrstu pöntun til Airbus

16. janúar 2020

|

Kínverska flugfélagið Xiamen Airlines ætlar sér að leggja inn sína fyrstu pöntun í Airbus-farþegaþotur en flugfélagið hefur í 35 ára sögu félagsins einungis haft þotur frá Boeing í flota sínum.

Ferðabannið hefur áhrif á 17.000 flugferðir yfir Atlantshafið

12. mars 2020

|

Ferðabann á milli Bandaríkjanna og Evrópu, sem mun taka í gildi á morgun, mun hafa áhrif á allt að 17.000 flugferðir sem fyrirhugaðar er fram og til baka yfir Atlantshafið næstu 30 daga.

  Nýjustu flugfréttirnar

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf

27. mars 2020

|

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf og skuldabréf upp á 868 milljarða króna til þess að auka rekstarfé félagsins og blása nýju lífi inn í fjárhagsstöðu félagsins vegna COVID-19 heimsfara

North Terminal flugstöðinni á Gatwick lokað

27. mars 2020

|

Gatwick-flugvöllurinn ætlar sér að loka norðurflugstöðinni og takmarka flugumferð um flugvöllinn þar sem flugumferð hefur minnkað gríðarlega vegna COVID-19 faraldursins.

Hætta sjúkraflugi vegna skorts á fjármunum

27. mars 2020

|

Sjúkraflutningafyrirtækið Air Ambulance Service á Írlandi mun hætta starfsemi sinni þann 3. apríl næstkomandi en fyrirtækið er fyrsta sjúkraflutningafélagið sem stofnað var á Írlandi sem rekið hefu

Flugumferð hættir að dragast saman í bili

27. mars 2020

|

Dregið hefur úr þeirri fækkun sem hefur átt sér stað í fjölda flugferða í heiminum undanfarna daga og hefur fjöldi daglegra flugferða verið í kringum 95.000 flug á dag í vikunni ef marka má upplýsin

Miami Air sækir um Chapter 11 greiðslustöðvun

26. mars 2020

|

Bandaríska flugfélagið Miami Air International hefur sótt um greiðslustöðvun undir reglugerðinni Chapter 11 en umsókn vegna þessa var send inn formlega til dómstóls í Flórída sl. þriðjudag.

Framkvæmdir hafnar að nýju á 65 flugvöllum í Kína

26. mars 2020

|

Kínverjar hafa hafið framkvæmdir að nýju á 65 flugvöllum í landinu þar sem framkvæmdir voru í fullum gangi áður en þær stöðvuðust vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

London City flugvellinum lokað fram í enda apríl

25. mars 2020

|

London City flugvellinum var í kvöld lokað og mun hann verða lokaður að minnsta kosti fram í enda apríl.

„Nýja“ Alitalia mun hafa aðeins 25 til 30 flugvélar

25. mars 2020

|

Ítalska flugfélagið Alitalia mun verða mun smærra í sniðum eftir enduruppstokkun félagsins í kjölfar ríkisvæðingarinnar og verður félagið til að byrja með aðeins um 25 til 30 flugvélar í flotanum.

De Havilland krefst 6 milljarða króna í bætur frá SpiceJet

25. mars 2020

|

Kanadíska fyrirtækið De Havilland Aircraft hefur höfðað mál gegn indverska lágfargjaldarfélaginu SpiceJet og er farið fram á að flugfélagið greiði framleiðandanum allt að 6 milljarða króna í skaðabæt

Fljúga DHC-8 skrúfuvélunum til Köben þrisvar í viku

25. mars 2020

|

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur sl. daga verið að fljúga DHC-8 Q200 Dash 8 skrúfuflugvélunum til Kaupmannahafnar frá Grænlandi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00