flugfréttir

Fórst yfir Kyrrahafi í ferjuflugi

- Talið að flugmaðurinn hafi orðið fyrir súrefnisskorti í miðju flugi

23. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:32

Flugvélin sem fórst var af gerðinni Cessna 208B Supervan 900

Talið er að orsök flugslyss er lítil flugvél af gerðinni Cessna 208 Supervan 900 fórst yfir Kyrrahafi í september árið 2018 megi rekja til þess að flugmaður vélarinnar hafi orðið fyrir súrefnisskorti.

Flugvélin var í ferjuflugi frá Ástralíu áleiðis til Bandaríkjanna en breytingar á vélinni höfðu farið fram í Ástralíu og stóð til að ferja hana til Mississippi. Vélin var fullútbúin búnaði fyrir sérstaka og sérhæfða vinnu sem til stóð að nota flugvélina í af bandarísku fyrirtæki.

Vélin hóf ferjuflugið í Perth í Ástralíu og hafði hún flogið nokkra leggi á leið til Japans með viðkomu í Alice Springs, Weipa og Horn Island en þaðan var henni flogið til Guam og til Saipan á Norður-Maríanaeyjum sem var síðasti áfangastaðurinn áður en vélin lagði af stað í sína hinstu för sem var 9 klukkutíma flug frá eyjunum til New Chitose í Japan.

Förin tafðist í rúma viku í Saipan vegna skemmda á loftskrúfu en þann 18. september lagði vélin af stað til Japans. Eftir að flugmaðurinn hafði ekki tilkynnt sig við tilkynningarskyldan staðsetningarpunkt klukkan 11:44 að japönskum tíma var ákveðið að senda af stað tvær F-4 orrustuþotur til móts við flugvélina í 22 þúsund fetum.

Flugleiðin og viðkomustaðirnir frá Ástralíu til Mississippi í Bandaríkjunum

Herfluvélarnar komu að flugvélinni kl. 14:50 en ekkert svar kom er þeir reyndu að ná talstöðvarsambandi við flugvélina. Herflugmennirnir náðu ekki að sjá inn um gluggann á stjórnklefanum og náðu því ekki að gera sér grein fyrir því hvort að flugmaðurinn væri í sætinu sínu eða hvort hann væri með meðvitund.

30 mínútum síðar byrjaði flugvélin að lækka flugið inn í ský en skömmu síðar fór hún að missa hæð með miklum hraða og hvarf loks af ratsjá. Leit að flugvélinni hófst tafarlaust og tveimur klukkutímum síðar fundust dyr flugvélarinnar á floti á yfirborði sjávar.

Afturhurð er það eina sem fannst af flugvélinni

Það var niðurstaða rannsóknarnefndar flugslysa í Ástralíu að á meðan flugvélin var á sjálfstýringu í farflugi þá sé næstum fullvíst að flugmaðurinn hafi misst meðvitund um borð.

Þar sem hann hafði ekki komist til meðvitundar eftir 5 klukkustunda flug þá var ekki skipt yfir á annan eldsneytistank sem olli því að flugvélin fékk ekki lengur eldsneyti inn á mótorinn með þeim afleiðingum að hann stöðvaðist og við það byrjaði flugvélin að missa hæð og lækkaði stjórnlaust ofan í Kyrrahafið.

Ljósmynd sem tekin var af flugvélinni í Saipan á Norður-Maríanaeyjum

Ekki er þó hægt að staðfesta súrefnisskort sem dánarorsök flugmannsins þar sem ekki er hægt að útiloka skyndileg veikindi.

Flugmaðurinn var sá eini sem var um borð í vélinni. Flugvélin var ekki með jafnþrýstibúnaði og var henni flogið í 22.000 fetum en flugmaðurinn var með súrefnisbúnað sem hann hefur verið með utan um nefið.  fréttir af handahófi

Engir starfsmenn verða ráðnir hjá Isavia í sumarstörf

30. apríl 2020

|

Engar sumarráðningar verða í framlínustörfum hjá Isavia í ár vegna áhrifa af COVID-19.

Afbóka pöntun í 29 MAX-þotur

21. apríl 2020

|

Kínverska flugvélaleigan CDB Aviation hefur hætt við pöntun í 29 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX og samið við Boeing um að fá að fresta afhendingum á tuttugu öðrum þotum sömu gerðar alveg til ársins

Vilja að laserárásir á flugvélar verði skilgreint sem glæpur

11. mars 2020

|

Félag atvinnuflugmanna í Kanada og kanadísk verkalýðsfélög hvetja stjórnvöld í Kanada til þess að gera það refsivert athæfi að beina lasergeislum að flugvélum og herða á viðurlögunum við slíku athæf

  Nýjustu flugfréttirnar

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

Hluti af stéli losnaði af Boeing 737 þotu

25. maí 2020

|

Hluti af stéli losnaði af farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 frá flugfélaginu Swift Air en í ljós kom að framlenging á stélinu var ekki á sínum stað er flugvélin lenti á flugvellinum í San Diego

Ætla ekki að losa sig við neinar A380 risaþotur

23. maí 2020

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, blæs á þær sögusagnir sem ganga um að Emirates eigi eftir að hætta með flestar Airbus A380 risaþoturnar.

Ítalskir flugvellir opna á ný þann 3. júní

21. maí 2020

|

Stjórnvöld á Ítalíu segja að til standi að opna næstum alla flugvelli í landinu á ný fyrir farþegaflugi þann 3. júní næstkomandi og geta flugfélög þá byrjað að fljúga aftur til landsins með ferðamenn

Flugmenn bjóðast til að taka á sig 45 prósenta launalækkun

21. maí 2020

|

Félag belgískra atvinnuflugmanna hefur boðið stjórn Brussels Airlines að taka að sér launalækkun og vinnutímaskerðingu upp á 45 prósent fram til ársins 2023.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00