flugfréttir

Flugstjórinn flúði út um glugga stjórnklefans til að forðast smit

- Grunur lék á að farþegar í fremstu sætaröð væru smitaðir af kórónaveirunni

23. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 09:12

Sjá má hvar flugstjórinn forðar sér út um gluggann á stjórnklefanum á þotunni sem er af gerðinni Airbus A320

Flugstjóri hjá flugfélaginu AirAsia India gerði sér lítið fyrir og flúði út um gluggann á stjórnklefa á þotu af gerðinni Airbus A320 sem hann flaug eftir lendingu eftir að í ljós kom að sterkur grunur lék á því að nokkrir farþegar um borð i vélinni væru smitaður af kórónaveirunni.

Atvikið átti sér stað sl. föstudag eftir að flugvélin var nýlent á flugvellinum í Nýju-Delí eftir áætlunarflug frá borginni Pune.

Á meðan vélin var í loftinu vöknuðu upp grunsemdir um að mögulega væru farþegar smitaðir af COVID-19 sem sátu í fremstu sætaröðinni, beint fyrir aftan flugstjórnarklefann, en þegar flugstjórinn frétti það leist honum illa á þá hugmynd að yfirgefa stjórnklefann með venjulegum hætti út um dyrnar og ganga fram hjá farþegunum við útganginn.

Þess í stað ákvað hann að bregða á það ráð að fara út um gluggann á stjórnklefanum en öryggismyndavél á flugvellinum náði „flóttanum“ á myndband sem hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum.

Farþegarnir, sem sátu í fremstu sætaröðinni, voru allir sendir í skimun og kom í ljós að þeir greindust allir neikvæðir gagnvart COVID-19 og voru því ekki með kórónaveiruna.

Talsmaður flugfélagsins sagði að flugmenn vélarinnar hefðu ákveðið að bregðast við vegna þess hversu nálægt farþegarnir sátu frá stjórnklefanum. - „Áhafnir okkar eru mjög vel þjálfaðar fyrir tilvik sem þessi og við viljum þakka starfsmönnum okkar fyrir hversu agaðir þeir eru í vinnubrögðum sínum til þess að geta þjónað farþegum okkar áfram“, segir talsmaður AirAsia India.

Myndband af atvikinu:  fréttir af handahófi

De Havilland krefst 6 milljarða króna í bætur frá SpiceJet

25. mars 2020

|

Kanadíska fyrirtækið De Havilland Aircraft hefur höfðað mál gegn indverska lágfargjaldarfélaginu SpiceJet og er farið fram á að flugfélagið greiði framleiðandanum allt að 6 milljarða króna í skaðabæt

Ætla að byrja alveg upp á nýtt

23. janúar 2020

|

Boeing hefur tilkynnt að framleiðandinn ætli að byrja alveg upp á nýtt varðandi þær áætlanir sem gerðar höfðu verið með drög að nýrri farþegaþota sem var komin á teikniborðið.

Engin áform um að hefja nýja leit

12. febrúar 2020

|

Samgönguráðherra Malasíu segir að ekki sé á döfunni að hefja leit að nýju að malasísku farþegaþotunni sem hvarf í mars árið 2014.

  Nýjustu flugfréttirnar

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf

27. mars 2020

|

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf og skuldabréf upp á 868 milljarða króna til þess að auka rekstarfé félagsins og blása nýju lífi inn í fjárhagsstöðu félagsins vegna COVID-19 heimsfara

North Terminal flugstöðinni á Gatwick lokað

27. mars 2020

|

Gatwick-flugvöllurinn ætlar sér að loka norðurflugstöðinni og takmarka flugumferð um flugvöllinn þar sem flugumferð hefur minnkað gríðarlega vegna COVID-19 faraldursins.

Hætta sjúkraflugi vegna skorts á fjármunum

27. mars 2020

|

Sjúkraflutningafyrirtækið Air Ambulance Service á Írlandi mun hætta starfsemi sinni þann 3. apríl næstkomandi en fyrirtækið er fyrsta sjúkraflutningafélagið sem stofnað var á Írlandi sem rekið hefu

Flugumferð hættir að dragast saman í bili

27. mars 2020

|

Dregið hefur úr þeirri fækkun sem hefur átt sér stað í fjölda flugferða í heiminum undanfarna daga og hefur fjöldi daglegra flugferða verið í kringum 95.000 flug á dag í vikunni ef marka má upplýsin

Miami Air sækir um Chapter 11 greiðslustöðvun

26. mars 2020

|

Bandaríska flugfélagið Miami Air International hefur sótt um greiðslustöðvun undir reglugerðinni Chapter 11 en umsókn vegna þessa var send inn formlega til dómstóls í Flórída sl. þriðjudag.

Framkvæmdir hafnar að nýju á 65 flugvöllum í Kína

26. mars 2020

|

Kínverjar hafa hafið framkvæmdir að nýju á 65 flugvöllum í landinu þar sem framkvæmdir voru í fullum gangi áður en þær stöðvuðust vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

London City flugvellinum lokað fram í enda apríl

25. mars 2020

|

London City flugvellinum var í kvöld lokað og mun hann verða lokaður að minnsta kosti fram í enda apríl.

„Nýja“ Alitalia mun hafa aðeins 25 til 30 flugvélar

25. mars 2020

|

Ítalska flugfélagið Alitalia mun verða mun smærra í sniðum eftir enduruppstokkun félagsins í kjölfar ríkisvæðingarinnar og verður félagið til að byrja með aðeins um 25 til 30 flugvélar í flotanum.

De Havilland krefst 6 milljarða króna í bætur frá SpiceJet

25. mars 2020

|

Kanadíska fyrirtækið De Havilland Aircraft hefur höfðað mál gegn indverska lágfargjaldarfélaginu SpiceJet og er farið fram á að flugfélagið greiði framleiðandanum allt að 6 milljarða króna í skaðabæt

Fljúga DHC-8 skrúfuvélunum til Köben þrisvar í viku

25. mars 2020

|

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur sl. daga verið að fljúga DHC-8 Q200 Dash 8 skrúfuflugvélunum til Kaupmannahafnar frá Grænlandi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00