flugfréttir

Flugstjórinn flúði út um glugga stjórnklefans til að forðast smit

- Grunur lék á að farþegar í fremstu sætaröð væru smitaðir af kórónaveirunni

23. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 09:12

Sjá má hvar flugstjórinn forðar sér út um gluggann á stjórnklefanum á þotunni sem er af gerðinni Airbus A320

Flugstjóri hjá flugfélaginu AirAsia India gerði sér lítið fyrir og flúði út um gluggann á stjórnklefa á þotu af gerðinni Airbus A320 sem hann flaug eftir lendingu eftir að í ljós kom að sterkur grunur lék á því að nokkrir farþegar um borð i vélinni væru smitaður af kórónaveirunni.

Atvikið átti sér stað sl. föstudag eftir að flugvélin var nýlent á flugvellinum í Nýju-Delí eftir áætlunarflug frá borginni Pune.

Á meðan vélin var í loftinu vöknuðu upp grunsemdir um að mögulega væru farþegar smitaðir af COVID-19 sem sátu í fremstu sætaröðinni, beint fyrir aftan flugstjórnarklefann, en þegar flugstjórinn frétti það leist honum illa á þá hugmynd að yfirgefa stjórnklefann með venjulegum hætti út um dyrnar og ganga fram hjá farþegunum við útganginn.

Þess í stað ákvað hann að bregða á það ráð að fara út um gluggann á stjórnklefanum en öryggismyndavél á flugvellinum náði „flóttanum“ á myndband sem hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum.

Farþegarnir, sem sátu í fremstu sætaröðinni, voru allir sendir í skimun og kom í ljós að þeir greindust allir neikvæðir gagnvart COVID-19 og voru því ekki með kórónaveiruna.

Talsmaður flugfélagsins sagði að flugmenn vélarinnar hefðu ákveðið að bregðast við vegna þess hversu nálægt farþegarnir sátu frá stjórnklefanum. - „Áhafnir okkar eru mjög vel þjálfaðar fyrir tilvik sem þessi og við viljum þakka starfsmönnum okkar fyrir hversu agaðir þeir eru í vinnubrögðum sínum til þess að geta þjónað farþegum okkar áfram“, segir talsmaður AirAsia India.

Myndband af atvikinu:  fréttir af handahófi

Heathrow verður fraktmiðstöð fyrir sjúkrabirgðir og lyf

31. mars 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London verður gerður að lyfja- og sjúkrabirgðamiðstöð meðan á COVID-19 heimsfaraldrinum stendur.

Tók óvart upp hjólin í stað flapa

7. maí 2020

|

Einkaflugmaður í Bandaríkjunum ruglaðist á skafti fyrir flapa og hjólabúnað skömmu eftir lendingu með þeim afleiðingum að hjól vélarinnar drógust upp í miðju lendingarbruni.

Hækka leigugjöld fyrir tvo svifflugklúbba um 550 prósent

9. mars 2020

|

Tveir elstu og sögufrægustu svifflugsklúbbarnir í Sydney í Ástralíu segja að mögulega stefni í að klúbbarnir neyðist til þess að hætta eftir 80 ára starfsemi þar sem að flugvallarfyrirtækið og eigand

  Nýjustu flugfréttirnar

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

Hluti af stéli losnaði af Boeing 737 þotu

25. maí 2020

|

Hluti af stéli losnaði af farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 frá flugfélaginu Swift Air en í ljós kom að framlenging á stélinu var ekki á sínum stað er flugvélin lenti á flugvellinum í San Diego

Ætla ekki að losa sig við neinar A380 risaþotur

23. maí 2020

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, blæs á þær sögusagnir sem ganga um að Emirates eigi eftir að hætta með flestar Airbus A380 risaþoturnar.

Ítalskir flugvellir opna á ný þann 3. júní

21. maí 2020

|

Stjórnvöld á Ítalíu segja að til standi að opna næstum alla flugvelli í landinu á ný fyrir farþegaflugi þann 3. júní næstkomandi og geta flugfélög þá byrjað að fljúga aftur til landsins með ferðamenn

Flugmenn bjóðast til að taka á sig 45 prósenta launalækkun

21. maí 2020

|

Félag belgískra atvinnuflugmanna hefur boðið stjórn Brussels Airlines að taka að sér launalækkun og vinnutímaskerðingu upp á 45 prósent fram til ársins 2023.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00