flugfréttir

Flugumferð í heiminum að þorna upp hægt og rólega

- Úr 196.000 flugferðum á dag niður í 88.000 flugferðir

23. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 20:44

Skjáskot af Flightradar24.com klukkan 19:42 í kvöld

Með hverjum degi sem líður hefur flugumferðin í heiminum dregist saman gríðarlega og fækkar um fleiri þúsundir flugferða á dag vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 heimsfaraldurinn er að hafa á heiminn.

Töluverðan mun má sjá á því hversu færri flugvélar eru að fljúga yfir Atlantshafinu á milli Bandaríkjanna og Evrópu en þar sem áður voru fimm halarófur að þvera yfir Atlantshafið hverju sinni eftir Norður-Atlantshafsleiðunum NAT (North Atlantic Tracks) þá eru aðeins nokkur tugi flugvéla að fljúga yfir hafið þessa daganna hverju sinni.

Ef bornar eru saman skjámyndir af Flightradar24.com frá því nokkrum vikum síðan og í dag má hinsvegar sjá að venjulega sást varla í heimsálfurnar þar sem þær hafa oftast verið þaktar gulum flugvélum ef þysjað er út svo allur heimurinn sést á skjánum að undanskildum heimsskautasvæðunum, afskekktum óbyggðum og úthöfunum á suðurhveli jarðar.

Samanburður á öllum heiminum á Flightradar24.com í dag og þann 15. janúar fyrr á þessu ári

Í dag má hinsvegar sjá að margir „skallablettir“ eru farnir að myndast á Flightradar24 og sést nú í mörg landsvæði sem áður voru hulin flugvélum af öllum stærðum og gerðum sem voru að tengja saman þúsundir áfangastaða um allan heim.

Þar sem fjölmörg lönd í heiminum hafa lokað löndum og stöðvað af nánast allt áætlunarflug vegna
COVID-19 faraldursins hefur flugumferð minnkað það mikið að í dag eru um 6.000 flugvélar á hverju augnabliki sjáanlegar á Flightradar en undir venjulegum kringumstæðum ættu að vera frá 12.000 - 16.000 flugvélar á Flightradar24 hverju sinni.

Fækkar um allt að 14.000 flug á hverjum degi

Þann 21. febrúar voru 196.000 flugferðir farnar um allan heim samkvæmt vefsíðunni Flightradar24.com en þess má geta að ekki koma allar flugvélar fram á þeirri síðu þar sem ekki allar flugvélar hafa þann búnað sem til þarf svo þær birtist á síðunni.

Flugumferðin í heiminum í gær var helmingi minni en í lok febrúar

Þann 16. mars var fjöldi flugferða dottinn niður í 157.000 flug og stefnir í að í dag, 23. mars, verði fjöldinn komin niður í 88.000 flugferðir sem er 55% af þeirri umferð sem var í gangi fyrir mánuði síðan.

Þann 20. mars voru til að mynda farnar 60.967 færri flugferðir samanborið við 20. mars í fyrra og þar af 37.449 færri áætlunarflug.

Eins og sjá má er mikill munur á Norður-Atlantshafsleiðunum í dag ef borið er saman við 26. ágúst í fyrra

Í dag hafði flugumferð meðal stærstu flugfélaga Bandaríkjanna dregist saman um 38% og höfðu American Airlines, Delta Air Lines, Jetblue og Alaska Airlines aflýst yfir 5.000 flugferðum á mánudag.

Enn meiri fækkun á flugferðum er yfirvofandi þar sem mörg af stærstu flugfélögum heimsins eru í þann mund að leggja niður nánast allt áætlunarflug síðar í vikunni og þar á meðal Emirates sem mun leggja öllum Airbus A380 risaþotunum og Boeing 777 þotunum og þá var tilkynnt í dag að allt innanlandsflug á Indlandi verður bannað frá og með morgundeginum.

Samkvæmt fréttabréfi sem Alþjóðasömtök flugfélaganna (IATA) birti fyrir helgi kemur fram að 15 til 23% af öllum þeim störfum sem tengjast flugheiminum séu í húfi vegna áhrifa af COVID-19 en í dag er 65.500.000 manns sem starfa í fluginu um allan heim.  fréttir af handahófi

Tveir nýir framkvæmdarstjórar ráðnir hjá Isavia

10. febrúar 2020

|

Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Isavia, þær Anna Björk Bjarnadóttir sem hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra þjónustu- og rekstrarsviðs og Ragnheiður Hauksdóttir se

FAA fyrirskipar uppfærslur á hugbúnaði á Boeing 737NG

27. febrúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) munu á næstunni fara fram á sérstaka skoðun á þotum af gerðinni Boeing 737NG (Next-Generation) með tilheyrandi uppfærslum á hugbúnaði í tölvukerfi sem stjórnar stýrum

Gátu ekki flogið Dash 8 vélunum vegna óvenju lágs loftþrýstings

10. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe neyddist til þess að fella niður um 70 flugferðir í dag vegna óvenju lágs loftþrýstings yfir Noregi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf

27. mars 2020

|

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf og skuldabréf upp á 868 milljarða króna til þess að auka rekstarfé félagsins og blása nýju lífi inn í fjárhagsstöðu félagsins vegna COVID-19 heimsfara

North Terminal flugstöðinni á Gatwick lokað

27. mars 2020

|

Gatwick-flugvöllurinn ætlar sér að loka norðurflugstöðinni og takmarka flugumferð um flugvöllinn þar sem flugumferð hefur minnkað gríðarlega vegna COVID-19 faraldursins.

Hætta sjúkraflugi vegna skorts á fjármunum

27. mars 2020

|

Sjúkraflutningafyrirtækið Air Ambulance Service á Írlandi mun hætta starfsemi sinni þann 3. apríl næstkomandi en fyrirtækið er fyrsta sjúkraflutningafélagið sem stofnað var á Írlandi sem rekið hefu

Flugumferð hættir að dragast saman í bili

27. mars 2020

|

Dregið hefur úr þeirri fækkun sem hefur átt sér stað í fjölda flugferða í heiminum undanfarna daga og hefur fjöldi daglegra flugferða verið í kringum 95.000 flug á dag í vikunni ef marka má upplýsin

Miami Air sækir um Chapter 11 greiðslustöðvun

26. mars 2020

|

Bandaríska flugfélagið Miami Air International hefur sótt um greiðslustöðvun undir reglugerðinni Chapter 11 en umsókn vegna þessa var send inn formlega til dómstóls í Flórída sl. þriðjudag.

Framkvæmdir hafnar að nýju á 65 flugvöllum í Kína

26. mars 2020

|

Kínverjar hafa hafið framkvæmdir að nýju á 65 flugvöllum í landinu þar sem framkvæmdir voru í fullum gangi áður en þær stöðvuðust vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

London City flugvellinum lokað fram í enda apríl

25. mars 2020

|

London City flugvellinum var í kvöld lokað og mun hann verða lokaður að minnsta kosti fram í enda apríl.

„Nýja“ Alitalia mun hafa aðeins 25 til 30 flugvélar

25. mars 2020

|

Ítalska flugfélagið Alitalia mun verða mun smærra í sniðum eftir enduruppstokkun félagsins í kjölfar ríkisvæðingarinnar og verður félagið til að byrja með aðeins um 25 til 30 flugvélar í flotanum.

De Havilland krefst 6 milljarða króna í bætur frá SpiceJet

25. mars 2020

|

Kanadíska fyrirtækið De Havilland Aircraft hefur höfðað mál gegn indverska lágfargjaldarfélaginu SpiceJet og er farið fram á að flugfélagið greiði framleiðandanum allt að 6 milljarða króna í skaðabæt

Fljúga DHC-8 skrúfuvélunum til Köben þrisvar í viku

25. mars 2020

|

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur sl. daga verið að fljúga DHC-8 Q200 Dash 8 skrúfuflugvélunum til Kaupmannahafnar frá Grænlandi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00