flugfréttir

Flugumferð í heiminum að þorna upp hægt og rólega

- Úr 196.000 flugferðum á dag niður í 88.000 flugferðir

23. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 20:44

Skjáskot af Flightradar24.com klukkan 19:42 í kvöld

Með hverjum degi sem líður hefur flugumferðin í heiminum dregist saman gríðarlega og fækkar um fleiri þúsundir flugferða á dag vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 heimsfaraldurinn er að hafa á heiminn.

Töluverðan mun má sjá á því hversu færri flugvélar eru að fljúga yfir Atlantshafinu á milli Bandaríkjanna og Evrópu en þar sem áður voru fimm halarófur að þvera yfir Atlantshafið hverju sinni eftir Norður-Atlantshafsleiðunum NAT (North Atlantic Tracks) þá eru aðeins nokkur tugi flugvéla að fljúga yfir hafið þessa daganna hverju sinni.

Ef bornar eru saman skjámyndir af Flightradar24.com frá því nokkrum vikum síðan og í dag má hinsvegar sjá að venjulega sást varla í heimsálfurnar þar sem þær hafa oftast verið þaktar gulum flugvélum ef þysjað er út svo allur heimurinn sést á skjánum að undanskildum heimsskautasvæðunum, afskekktum óbyggðum og úthöfunum á suðurhveli jarðar.

Samanburður á öllum heiminum á Flightradar24.com í dag og þann 15. janúar fyrr á þessu ári

Í dag má hinsvegar sjá að margir „skallablettir“ eru farnir að myndast á Flightradar24 og sést nú í mörg landsvæði sem áður voru hulin flugvélum af öllum stærðum og gerðum sem voru að tengja saman þúsundir áfangastaða um allan heim.

Þar sem fjölmörg lönd í heiminum hafa lokað löndum og stöðvað af nánast allt áætlunarflug vegna
COVID-19 faraldursins hefur flugumferð minnkað það mikið að í dag eru um 6.000 flugvélar á hverju augnabliki sjáanlegar á Flightradar en undir venjulegum kringumstæðum ættu að vera frá 12.000 - 16.000 flugvélar á Flightradar24 hverju sinni.

Fækkar um allt að 14.000 flug á hverjum degi

Þann 21. febrúar voru 196.000 flugferðir farnar um allan heim samkvæmt vefsíðunni Flightradar24.com en þess má geta að ekki koma allar flugvélar fram á þeirri síðu þar sem ekki allar flugvélar hafa þann búnað sem til þarf svo þær birtist á síðunni.

Flugumferðin í heiminum í gær var helmingi minni en í lok febrúar

Þann 16. mars var fjöldi flugferða dottinn niður í 157.000 flug og stefnir í að í dag, 23. mars, verði fjöldinn komin niður í 88.000 flugferðir sem er 55% af þeirri umferð sem var í gangi fyrir mánuði síðan.

Þann 20. mars voru til að mynda farnar 60.967 færri flugferðir samanborið við 20. mars í fyrra og þar af 37.449 færri áætlunarflug.

Eins og sjá má er mikill munur á Norður-Atlantshafsleiðunum í dag ef borið er saman við 26. ágúst í fyrra

Í dag hafði flugumferð meðal stærstu flugfélaga Bandaríkjanna dregist saman um 38% og höfðu American Airlines, Delta Air Lines, Jetblue og Alaska Airlines aflýst yfir 5.000 flugferðum á mánudag.

Enn meiri fækkun á flugferðum er yfirvofandi þar sem mörg af stærstu flugfélögum heimsins eru í þann mund að leggja niður nánast allt áætlunarflug síðar í vikunni og þar á meðal Emirates sem mun leggja öllum Airbus A380 risaþotunum og Boeing 777 þotunum og þá var tilkynnt í dag að allt innanlandsflug á Indlandi verður bannað frá og með morgundeginum.

Samkvæmt fréttabréfi sem Alþjóðasömtök flugfélaganna (IATA) birti fyrir helgi kemur fram að 15 til 23% af öllum þeim störfum sem tengjast flugheiminum séu í húfi vegna áhrifa af COVID-19 en í dag er 65.500.000 manns sem starfa í fluginu um allan heim.  fréttir af handahófi

Ríkisaðstoð vegna SAS ekki nóg ef ástandið dregst á langinn

7. apríl 2020

|

SAS segir að það fé sem flugfélagið hefur þegar fengið vilyrði fyrir frá ríkisstjórnum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar muni ekki duga lengi ef heimsfaraldurinn vegna COVID-19 dregst á langinn og segir

Ríkisaðstoð vegna SAS ekki nóg ef ástandið dregst á langinn

7. apríl 2020

|

SAS segir að það fé sem flugfélagið hefur þegar fengið vilyrði fyrir frá ríkisstjórnum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar muni ekki duga lengi ef heimsfaraldurinn vegna COVID-19 dregst á langinn og segir

Boeing gæti þurft að segja upp 10 prósent af starfsmönnum

10. apríl 2020

|

Boeing gerir ráð fyrir að segja upp allt að 16.000 manns sem samsvarar 10 prósent af vinnuafli í verksmiðjunum en flestar uppsagnir verða í framleiðslu á farþegaþotum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00