flugfréttir

Boeing stöðvar framleiðsluna

- Verksmiðjum í Everett verður lokað vegna neyðarástands í Washington

24. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 09:19

Frá verksmiðjunum í Renton þar sem Boeing 737 MAX voru framleiddar en hlé var gert á framleiðslu á þeim fyrr á þessu ári

Boeing hefur tilkynnt að öll framleiðsla á flugvélum á Seattle-svæðinu verður stöðvuð vegna neyðarástands sem lýst hefur verið yfir í Washington-fylki vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Í yfirlýsingu frá flugvélarisanum segir að búið er að draga stórlega úr allri starfsemi fyrirtækisins og frá og með morgundeginum, 25. apríl, munu verksmiðjurnar loka tímabundið.

Lokunin mun vara að minnsta kosti í 14 daga og verður tíminn á meðan nýttur í að sótthreinsa og djúphreinsa öll húsakynnin og undirbúa upphaf framleiðslunnar að nýju eftir að lokunin tekur enda.

Boeing hvetur þá starfsmenn sem geta unnið að heiman að gera slíkt áfram en þeir sem geta það ekki munu fá greidd laun áfram næstu 10 daga.

„Þetta eru nauðsynleg skref sem við verðum að taka til að vernda starfsfólk okkar og allt samfélagið sem við búum og störfum í. Við munum halda áfram að vera í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og við erum einnig í viðræðum við viðskiptavini okkar og birgja“, segir í yfirlýsingu frá Boeing.

Boeing hafði þegar hætt starfseminni í Renton þar sem Boeing 737 MAX þoturnar voru framleiddar en verksmiðjan í Everett, þar sem Boeing 787, Boeing 777 og Boeing 747-8 eru framleiddar, munu loka á morgun.

Fram kemur að verksmiðjurnar í Suður-Karólínu verði opnar áfram eins og er auk verksmiðja í Philadelphia og St. Louis þar sem þyrlur og herflugvélar eru framleiddar.

Washington-fylki hefur orðið sérstaklega illa fyrir barðinu á kórónaveirunni en þar hafa greinst 2.000 tilvik af COVID-19 og 95 hafa látist.  fréttir af handahófi

Jet2.com og Jet2CityBreaks fjölga flugferðum til landsins

31. janúar 2020

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að fjölga áætlunarflugferðum hingað til lands veturinn 2020 - 2021 með áætlunarflugi frá Birmingham og Manchester í fyrsta sinn, ás

Flugturninum á JFK lokað tímabundið vegna smits

20. mars 2020

|

Loka þurfti flugturninum á John F. Kennedy flugvellinum í New York tímabundið í morgun eftir að í ljós kom að starfsmaður í turninum greindist með kórónaveiruna í gær.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

  Nýjustu flugfréttirnar

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf

27. mars 2020

|

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf og skuldabréf upp á 868 milljarða króna til þess að auka rekstarfé félagsins og blása nýju lífi inn í fjárhagsstöðu félagsins vegna COVID-19 heimsfara

North Terminal flugstöðinni á Gatwick lokað

27. mars 2020

|

Gatwick-flugvöllurinn ætlar sér að loka norðurflugstöðinni og takmarka flugumferð um flugvöllinn þar sem flugumferð hefur minnkað gríðarlega vegna COVID-19 faraldursins.

Hætta sjúkraflugi vegna skorts á fjármunum

27. mars 2020

|

Sjúkraflutningafyrirtækið Air Ambulance Service á Írlandi mun hætta starfsemi sinni þann 3. apríl næstkomandi en fyrirtækið er fyrsta sjúkraflutningafélagið sem stofnað var á Írlandi sem rekið hefu

Flugumferð hættir að dragast saman í bili

27. mars 2020

|

Dregið hefur úr þeirri fækkun sem hefur átt sér stað í fjölda flugferða í heiminum undanfarna daga og hefur fjöldi daglegra flugferða verið í kringum 95.000 flug á dag í vikunni ef marka má upplýsin

Miami Air sækir um Chapter 11 greiðslustöðvun

26. mars 2020

|

Bandaríska flugfélagið Miami Air International hefur sótt um greiðslustöðvun undir reglugerðinni Chapter 11 en umsókn vegna þessa var send inn formlega til dómstóls í Flórída sl. þriðjudag.

Framkvæmdir hafnar að nýju á 65 flugvöllum í Kína

26. mars 2020

|

Kínverjar hafa hafið framkvæmdir að nýju á 65 flugvöllum í landinu þar sem framkvæmdir voru í fullum gangi áður en þær stöðvuðust vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

London City flugvellinum lokað fram í enda apríl

25. mars 2020

|

London City flugvellinum var í kvöld lokað og mun hann verða lokaður að minnsta kosti fram í enda apríl.

„Nýja“ Alitalia mun hafa aðeins 25 til 30 flugvélar

25. mars 2020

|

Ítalska flugfélagið Alitalia mun verða mun smærra í sniðum eftir enduruppstokkun félagsins í kjölfar ríkisvæðingarinnar og verður félagið til að byrja með aðeins um 25 til 30 flugvélar í flotanum.

De Havilland krefst 6 milljarða króna í bætur frá SpiceJet

25. mars 2020

|

Kanadíska fyrirtækið De Havilland Aircraft hefur höfðað mál gegn indverska lágfargjaldarfélaginu SpiceJet og er farið fram á að flugfélagið greiði framleiðandanum allt að 6 milljarða króna í skaðabæt

Fljúga DHC-8 skrúfuvélunum til Köben þrisvar í viku

25. mars 2020

|

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur sl. daga verið að fljúga DHC-8 Q200 Dash 8 skrúfuflugvélunum til Kaupmannahafnar frá Grænlandi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00