flugfréttir

Boeing stöðvar framleiðsluna

- Verksmiðjum í Everett verður lokað vegna neyðarástands í Washington

24. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 09:19

Frá verksmiðjunum í Renton þar sem Boeing 737 MAX voru framleiddar en hlé var gert á framleiðslu á þeim fyrr á þessu ári

Boeing hefur tilkynnt að öll framleiðsla á flugvélum á Seattle-svæðinu verður stöðvuð vegna neyðarástands sem lýst hefur verið yfir í Washington-fylki vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Í yfirlýsingu frá flugvélarisanum segir að búið er að draga stórlega úr allri starfsemi fyrirtækisins og frá og með morgundeginum, 25. apríl, munu verksmiðjurnar loka tímabundið.

Lokunin mun vara að minnsta kosti í 14 daga og verður tíminn á meðan nýttur í að sótthreinsa og djúphreinsa öll húsakynnin og undirbúa upphaf framleiðslunnar að nýju eftir að lokunin tekur enda.

Boeing hvetur þá starfsmenn sem geta unnið að heiman að gera slíkt áfram en þeir sem geta það ekki munu fá greidd laun áfram næstu 10 daga.

„Þetta eru nauðsynleg skref sem við verðum að taka til að vernda starfsfólk okkar og allt samfélagið sem við búum og störfum í. Við munum halda áfram að vera í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og við erum einnig í viðræðum við viðskiptavini okkar og birgja“, segir í yfirlýsingu frá Boeing.

Boeing hafði þegar hætt starfseminni í Renton þar sem Boeing 737 MAX þoturnar voru framleiddar en verksmiðjan í Everett, þar sem Boeing 787, Boeing 777 og Boeing 747-8 eru framleiddar, munu loka á morgun.

Fram kemur að verksmiðjurnar í Suður-Karólínu verði opnar áfram eins og er auk verksmiðja í Philadelphia og St. Louis þar sem þyrlur og herflugvélar eru framleiddar.

Washington-fylki hefur orðið sérstaklega illa fyrir barðinu á kórónaveirunni en þar hafa greinst 2.000 tilvik af COVID-19 og 95 hafa látist.  fréttir af handahófi

Gríðarlegt tap hjá þremur stærstu flugfélögunum í Kína

21. júlí 2020

|

Þrjú stærstu flugfélögin í Kína, Air China, China Southern Airlines og China Eastern Airlines, hafa lýst yfir gríðarlega miklu tapi eftir að flugfélögin þrjú birtu rekstaruppgjör eftir annan ársfjór

Vara við sprungum í Trent XWB hreyflum á A350

11. ágúst 2020

|

Hreyflaframleiðandinn Rolls-Royce sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem varað er við mögulegum sprungum í hreyflablöðum á Trent XWB hreyflinum sem knýr áfram nýju Airbus A350 þoturnar.

Þriggja daga flugprófunum með 737 MAX lauk í gær

2. júlí 2020

|

Flugprófunum lauk í gær með Boeing 737 MAX tilraunavél Boeing en prófanirnar eru hornsteinninn af endurútgáfu á flughæfnisvottun vélanna og afléttingu kyrrsetningu á þeim sem hafa varað nú í tæpa 16

  Nýjustu flugfréttirnar

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

12. ágúst 2020

|

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

Selja ellefu Dash 8-400 flugvélar úr flota Flybe

11. ágúst 2020

|

Ellefu De Havilland Dash 8-400 flugvélar sem voru í flota breska lágfargjaldafélagsins Flybe verða seldar og munu fara til nýrra eigenda.

Franski flugherinn fær fyrstu ISR eftirlitsvélina frá King Air

11. ágúst 2020

|

Franski flugherinn hefur fengið fyrstu ISR flugvélina afhenta frá Beechcraft sem byggir á King Air flugvélinni og er vélin sérstaklega útbúin fyrir eftirlitsflug, gæsluflug og fyrir flugferðir í þei

Vara við sprungum í Trent XWB hreyflum á A350

11. ágúst 2020

|

Hreyflaframleiðandinn Rolls-Royce sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem varað er við mögulegum sprungum í hreyflablöðum á Trent XWB hreyflinum sem knýr áfram nýju Airbus A350 þoturnar.

Flugmaður veiktist skyndilega í aðflugi í Zurich

11. ágúst 2020

|

Flugmaður veiktist skyndilega um borð í farþegaþotu frá svissneska flugfélaginu Swiss International Air Lines um helgina.

Kvartað undan auknum hávaða frá kennsluflugi í Denver

11. ágúst 2020

|

Hópur íbúa í hverfi einu í Denver í Colorado í Bandaríkjunum hafa sent formlega kvörtun undan hávaða frá Rocky Mountain flugvellinum og telja þeir að hávaði frá flugvélum hafi aukist til muna á sköm

54 flugmenn féllu á áfengisprófi í fyrra á Indlandi

11. ágúst 2020

|

Aldrei hafa fleiri atvinnuflugmenn á Indlandi fallið á áfengisprófi líkt og í fyrra en fram kemur í tölum frá indverskum yfirvöldum að 54 flugmenn féllu á prófi er þeir voru látnir blása rétt fyrir br

Lenti 1 mínútu eftir að reglur um sóttkví tóku gildi

10. ágúst 2020

|

158 farþegar sem voru um borð í farþegaþotu hjá SAS neyddust til þess að fara í 10 daga sóttkví við komuna til Noregs um helgina sem þeir hefðu annars sloppið við ef flugvélin hafði lent aðeins einn

Stefna á útsýnisflug til suðurskautsins með Boeing 787

10. ágúst 2020

|

Ástralska flugfélagið Qantas ætlar í vetur að bjóða Áströlum upp á útsýnisflug til Suðurskautslandsins en félagið ætlar að fljúga sérstakar flugferðir til Suðurskautsins með Dreamliner-þotum af gerði

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00