flugfréttir

Fljúga DHC-8 skrúfuvélunum til Köben þrisvar í viku

- 8 klukkustunda flugtími með viðkomu í Keflavík

25. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 09:00

DHC-8 Q200 Dash 8 flugvél Air Greenland á flugvellinum í Kaupmannahöfn í gær

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur sl. daga verið að fljúga DHC-8 Q200 Dash 8 skrúfuflugvélunum til Kaupmannahafnar frá Grænlandi.

Síðastliðinn föstudag, þann 20. mars, var lokað fyrir allt farþegaflug til og frá Grænlandi í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins fram til 4. apríl og er í augnablikinu ekki boðið upp á hefðbundið farþegaflug á milli Íslands og Grænlands.

Þrátt fyrir það hefur félagið haldið áfram að fljúga milli Grænlands og Danmerkur til þess að fljúga með birgðir, vörur, varahluti, lyf og læknabirgðir auk þess sem félagið hefur flogið starfsfólki í heilbrigðisgeiranum til Grænlands. Þá hefur sýnum einnig verið flogið til Danmerkur vegna kórónaveirunnar þar sem þau fara þar í greiningu.

Þar sem það er of dýrt að fljúga COVID-19 sýnum til Danmerkur með stærri þotu á borð við Airbus A330 þá hefur félagið ákveðið að nota Dash 8 Q200 flugvélarnar í það flug með hærri tíðni á meðan A330 breiðþotan flýgur með stærri frakt til Danmerkur.

DHC-8 flugvél félagsins í lendingu á flugvellinum í Nuuk

Air Greenland segir að félagið sé að fljúga þrisvar í viku milli Grænlands og Danmerkur með Dash 8 vélunum með viðkomu á Íslandi og er flogið á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá Nuuk til Kaupmannahafnar með millilendingu á Keflavíkurflugvelli.

Á sama tíma flýgur félagið Airbus A330 þotu frá Hifly tvisvar í viku beint flug á þriðjudögum og fimmtudögum frá Kangerlussuaq til Kaupmannahafnar en A330 þotan sem er í eigu félagsins hefur verið í viðhaldsskoðun í Kaupmannahöfn frá því í febrúar.

Flugtíminn með DHC-8 Dash 8 flugvélunum frá Nuuk til Kaupmannahafnar eru um 8 klukkustundir ásamt viðkomunni í Keflavík en þær Dash 8 vélar sem félagið er að nota í það flug eru
OY-GRP og OY-GRO sem koma með viðbótareldsneytistönkum sem þýðir að þær geta flogið allt að tvisvar sinnum lengri vegalengd en hefðbundin útgáfa af DHC-8 vélunum.

Farþegar geta ekki bókað flug með þessum vélum þar sem eingöngu starfsfólk með leyfi frá yfirvöldum til þess að ferðast á milli Grænlands og Danmerkur hefur heimild til þess.

Þrátt fyrir þetta eru flugvellir á Grænlandi ekki lokaðir en flugvélar í ferjuflugi og einkaflugvélar hafa verið að fljúga yfir Atlantshafið með viðkomu á Grænlandi og hafa þeir flugmenn geta fengið vistir, mat og eldsneyti án þess að vera í beinum samskiptum við starfsmenn Mittarfeqarfiit, sem er fyrirtækið sem sér um rekstur flugvallanna á Grænlandi, til þess að koma í veg fyrir að bera smit til Grænlands.  fréttir af handahófi

Airbus stöðvar framleiðslu tímabundið í 4 daga

17. mars 2020

|

Airbus mun stöðva framleiðslu í flugvélaverksmiðjum sínum í Frakklandi og á Spáni í fjóra daga á meðan framleiðandinn innleiðir strangar reglugerðar um hreinlæti vegna heimsfaraldursins.

Starfsmenn bæði hjá Boeing og Airbus greinast með COVID-19

13. mars 2020

|

Kórónaveirusmit hafa greinst meðal starfsmanna hjá báðum flugvélaframleiðendunum, Boeing og Airbus, en Boeing hefur staðfest að starfsmaður í verksmiðjunum í Everett hafi greinst jákvæður gagnvart CO

Allar Cirrus Vision SF50 þotur kyrrsettar

18. febrúar 2020

|

Allar Cirrus Vision SF50 þotur í heiminum hafa verið kyrrsettar eftir að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gáfu út neyðartilskipun varðandi lofthæfi vélanna eftir atvik þar sem eldur kom upp í stjórnk

  Nýjustu flugfréttirnar

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf

27. mars 2020

|

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf og skuldabréf upp á 868 milljarða króna til þess að auka rekstarfé félagsins og blása nýju lífi inn í fjárhagsstöðu félagsins vegna COVID-19 heimsfara

North Terminal flugstöðinni á Gatwick lokað

27. mars 2020

|

Gatwick-flugvöllurinn ætlar sér að loka norðurflugstöðinni og takmarka flugumferð um flugvöllinn þar sem flugumferð hefur minnkað gríðarlega vegna COVID-19 faraldursins.

Hætta sjúkraflugi vegna skorts á fjármunum

27. mars 2020

|

Sjúkraflutningafyrirtækið Air Ambulance Service á Írlandi mun hætta starfsemi sinni þann 3. apríl næstkomandi en fyrirtækið er fyrsta sjúkraflutningafélagið sem stofnað var á Írlandi sem rekið hefu

Flugumferð hættir að dragast saman í bili

27. mars 2020

|

Dregið hefur úr þeirri fækkun sem hefur átt sér stað í fjölda flugferða í heiminum undanfarna daga og hefur fjöldi daglegra flugferða verið í kringum 95.000 flug á dag í vikunni ef marka má upplýsin

Miami Air sækir um Chapter 11 greiðslustöðvun

26. mars 2020

|

Bandaríska flugfélagið Miami Air International hefur sótt um greiðslustöðvun undir reglugerðinni Chapter 11 en umsókn vegna þessa var send inn formlega til dómstóls í Flórída sl. þriðjudag.

Framkvæmdir hafnar að nýju á 65 flugvöllum í Kína

26. mars 2020

|

Kínverjar hafa hafið framkvæmdir að nýju á 65 flugvöllum í landinu þar sem framkvæmdir voru í fullum gangi áður en þær stöðvuðust vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

London City flugvellinum lokað fram í enda apríl

25. mars 2020

|

London City flugvellinum var í kvöld lokað og mun hann verða lokaður að minnsta kosti fram í enda apríl.

„Nýja“ Alitalia mun hafa aðeins 25 til 30 flugvélar

25. mars 2020

|

Ítalska flugfélagið Alitalia mun verða mun smærra í sniðum eftir enduruppstokkun félagsins í kjölfar ríkisvæðingarinnar og verður félagið til að byrja með aðeins um 25 til 30 flugvélar í flotanum.

De Havilland krefst 6 milljarða króna í bætur frá SpiceJet

25. mars 2020

|

Kanadíska fyrirtækið De Havilland Aircraft hefur höfðað mál gegn indverska lágfargjaldarfélaginu SpiceJet og er farið fram á að flugfélagið greiði framleiðandanum allt að 6 milljarða króna í skaðabæt

Fljúga DHC-8 skrúfuvélunum til Köben þrisvar í viku

25. mars 2020

|

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur sl. daga verið að fljúga DHC-8 Q200 Dash 8 skrúfuflugvélunum til Kaupmannahafnar frá Grænlandi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00