flugfréttir

Fljúga DHC-8 skrúfuvélunum til Köben þrisvar í viku

- 8 klukkustunda flugtími með viðkomu í Keflavík

25. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 09:00

DHC-8 Q200 Dash 8 flugvél Air Greenland á flugvellinum í Kaupmannahöfn í gær

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur sl. daga verið að fljúga DHC-8 Q200 Dash 8 skrúfuflugvélunum til Kaupmannahafnar frá Grænlandi.

Síðastliðinn föstudag, þann 20. mars, var lokað fyrir allt farþegaflug til og frá Grænlandi í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins fram til 4. apríl og er í augnablikinu ekki boðið upp á hefðbundið farþegaflug á milli Íslands og Grænlands.

Þrátt fyrir það hefur félagið haldið áfram að fljúga milli Grænlands og Danmerkur til þess að fljúga með birgðir, vörur, varahluti, lyf og læknabirgðir auk þess sem félagið hefur flogið starfsfólki í heilbrigðisgeiranum til Grænlands. Þá hefur sýnum einnig verið flogið til Danmerkur vegna kórónaveirunnar þar sem þau fara þar í greiningu.

Þar sem það er of dýrt að fljúga COVID-19 sýnum til Danmerkur með stærri þotu á borð við Airbus A330 þá hefur félagið ákveðið að nota Dash 8 Q200 flugvélarnar í það flug með hærri tíðni á meðan A330 breiðþotan flýgur með stærri frakt til Danmerkur.

DHC-8 flugvél félagsins í lendingu á flugvellinum í Nuuk

Air Greenland segir að félagið sé að fljúga þrisvar í viku milli Grænlands og Danmerkur með Dash 8 vélunum með viðkomu á Íslandi og er flogið á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá Nuuk til Kaupmannahafnar með millilendingu á Keflavíkurflugvelli.

Á sama tíma flýgur félagið Airbus A330 þotu frá Hifly tvisvar í viku beint flug á þriðjudögum og fimmtudögum frá Kangerlussuaq til Kaupmannahafnar en A330 þotan sem er í eigu félagsins hefur verið í viðhaldsskoðun í Kaupmannahöfn frá því í febrúar.

Flugtíminn með DHC-8 Dash 8 flugvélunum frá Nuuk til Kaupmannahafnar eru um 8 klukkustundir ásamt viðkomunni í Keflavík en þær Dash 8 vélar sem félagið er að nota í það flug eru
OY-GRP og OY-GRO sem koma með viðbótareldsneytistönkum sem þýðir að þær geta flogið allt að tvisvar sinnum lengri vegalengd en hefðbundin útgáfa af DHC-8 vélunum.

Farþegar geta ekki bókað flug með þessum vélum þar sem eingöngu starfsfólk með leyfi frá yfirvöldum til þess að ferðast á milli Grænlands og Danmerkur hefur heimild til þess.

Þrátt fyrir þetta eru flugvellir á Grænlandi ekki lokaðir en flugvélar í ferjuflugi og einkaflugvélar hafa verið að fljúga yfir Atlantshafið með viðkomu á Grænlandi og hafa þeir flugmenn geta fengið vistir, mat og eldsneyti án þess að vera í beinum samskiptum við starfsmenn Mittarfeqarfiit, sem er fyrirtækið sem sér um rekstur flugvallanna á Grænlandi, til þess að koma í veg fyrir að bera smit til Grænlands.  fréttir af handahófi

Alitalia verður ríkisvætt

17. mars 2020

|

Ítalska ríkisstjórnin hefur ákveðið að stefna að því að taka yfir allan rekstur Alitalia og ríkisvæða rekstur félagsins á ný til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti vegna heimsfaraldursins af v

Nemi í flugvirkjun reyndi að múta prófdómara frá FAA

13. maí 2020

|

Nemandi í flugvirkjanámi í Bandaríkjunum hefur játað sök um að hafa gert tilraun til þess að múta prófdómara með millifærslu á greiðslu í þeim tilgangi að dómarinn myndi leyfa honum að standast loka

Emirates mun hefja takmarkað flug að nýju eftir helgi

2. apríl 2020

|

Emirates ætlar að hefja áætlunarflug að nýju í farþegaflugi á mánudaginn eftir helgi, þann 6. apríl, en félagið mun byrja mjög smátt og verður til að byrja með aðeins flogið til einstakra áfangastaða

  Nýjustu flugfréttirnar

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

Hluti af stéli losnaði af Boeing 737 þotu

25. maí 2020

|

Hluti af stéli losnaði af farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 frá flugfélaginu Swift Air en í ljós kom að framlenging á stélinu var ekki á sínum stað er flugvélin lenti á flugvellinum í San Diego

Ætla ekki að losa sig við neinar A380 risaþotur

23. maí 2020

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, blæs á þær sögusagnir sem ganga um að Emirates eigi eftir að hætta með flestar Airbus A380 risaþoturnar.

Ítalskir flugvellir opna á ný þann 3. júní

21. maí 2020

|

Stjórnvöld á Ítalíu segja að til standi að opna næstum alla flugvelli í landinu á ný fyrir farþegaflugi þann 3. júní næstkomandi og geta flugfélög þá byrjað að fljúga aftur til landsins með ferðamenn

Flugmenn bjóðast til að taka á sig 45 prósenta launalækkun

21. maí 2020

|

Félag belgískra atvinnuflugmanna hefur boðið stjórn Brussels Airlines að taka að sér launalækkun og vinnutímaskerðingu upp á 45 prósent fram til ársins 2023.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00