flugfréttir

Hætta sjúkraflugi vegna skorts á fjármunum

- Air Ambulance Service á Írlandi hættir sjúkraflugi í skugga COVID-19

27. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 12:29

Sjúkraþyrla á vegum Irish Community Rapid Response

Sjúkraflutningafyrirtækið Air Ambulance Service á Írlandi mun hætta starfsemi sinni þann 3. apríl næstkomandi en fyrirtækið er fyrsta sjúkraflutningafélagið sem stofnað var á Írlandi sem rekið hefur verið með eingönu með frjálsum framlögum og góðgerðaraðstoð.

Ástæðan yfir því að fyrirtækið mun hætta starfsemi sinni er sögð vera vegna skorts á fjármagni og framlögum en félagið var rekið af írsku bráðaþjónustunni og með starfsfólki sem kom frá National Ambulance Service.

Air Ambulance Service sinnti alls 351 sjúkraflugi á þeim 8 mánuðum sem fyrirtækið var starfrækt en félagið flaug sjúkraflug með þyrlu af gerðinni AgustaWestland A109E.

Ruth Bruton, rekstarstjóri félagsins, segir að stjórnin sé miður sín að starfsemin sé að leggjast af og þá sérstaklega á tímum COVID-19 þar sem aldrei áður hefur verið eins mikilvægt að sinna sjúkraflugi þegar fremsta víglína heilsbrigðisstarfsfólk þarf á öllum kröftum að halda.

Air Ambulance Service var stofnað í júlí sl. sumar

Bruton þakkar öllum þeim sem lögðu starfseminni lið á þeim átta mánuðum sem fyrirtækið sinnti sjúkraflugi - „Við hefðum ekki getað gert þetta án allra þeirra sem lögðu hönd á plóg og létu fé af hendi rakna til að fjármagna starfsemina“, segir Bruton.

Írska bráðaþjónustan hafði þegar gripið til niðurskurðaaðgerða er kemur að sjúkraflugi til að tryggja áframhaldandi rekstur er snýr að því álagi sem skapast hefur vegna COVID-19 tilfella.

Bráðþjónustan hefur sótt um opinbera aðstoð frá írsku ríkisstjórninni til þess að glíma við heimsfaraldurinn en enn hefur ekki komið svar frá írska ríkinu varðandi aðskilið fjármagn er kemur að sjúkraflugi þar sem önnur tilfelli á borð við hjartaáföll, slys, umferðaróhöpp og lífsnauðsynlegar skurðaðgerðir halda áfram að eiga sér stað þrátt fyrir faraldurinn.

„Stjórn ICRR (Irish Community Rapid Response) þykir mjög leitt að þurfa að hætta starfsemi sinni og draga sig úr fremstu línu á meðan núverandi ástand geisar“, segir að lokum í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Vefsíða írsku bráðaþjónustunna:  fréttir af handahófi

Airbus A380 breytt í fraktþotu

6. maí 2020

|

Fyrirtækið Lufthansa Technik undirbýr sig nú fyrir það að geta breytt Airbus A380 risaþotu í fraktþotu en það yrði þá í fyrsta skipti sem risaþotunni verður breytt í vöruflutningaflugvél.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

Ekki miklar líkur á að A320 komi til greina fyrir Ryanair

4. mars 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, hefur gefið í skyn að lágfargjaldafélagið írska sé tilbúið að skoða þann möguleika að leggja inn pöntun í A320 þotur ef Airbus er tilbúið að gefa félaginu

  Nýjustu flugfréttirnar

Emirates SkyCargo flýgur með frakt til 30 nýrra áfangastaða

2. júní 2020

|

Emirates SkyCargo, fraktflugfélag Emirates, hefur aukið umsvif sín til muna frá því í mars í kjölfar kórónaveirufaraldursins og hefur áfangastöðum félagsins fjölgað töluvert.

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

Stefna á að bjarga South African í stað stofnun nýs flugfélags

1. júní 2020

|

Svo gæti farið að rekstri South African Airways sé mögulega bjargað fyrir horn en erlendir fréttamiðlar hafa birt gögnum sem lekið var í morgun sem sýna björgunaráætlun suður-afrísku ríkisstjórnarin

Láta af hendi 48 lendingarpláss í Frankfurt og Munchen

1. júní 2020

|

Stjórn Lufthansa hefur samþykkt að uppfylla kröfur þýska ríkisins og láta af hendi lendingar- og afgreiðslupláss á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð upp á 9 milljar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00