flugfréttir

Faðir vænglinganna er látinn - Sagan á bakvið „winglets“

- Milljónir flugfarþega hafa horft á hönnun Joe Clarks út um flugvélagluggann

2. apríl 2020

|

Frétt skrifuð kl. 19:25

Joe Clark stofnaði Aviation Partners fyrirtækið árið 1991 og voru fyrstu vænglingarnir framleiddir fyrir Gulfstream III einkaþotuna

Joe Clark, sem þekktastur er fyrir að vera brautryðjandi í hönnun og framleiðslu á vænglingum sem finna má á vængendum á fjölmörgum flugvélum í dag, bæði farþegaþotum og á einkaþotum, er látinn, 78 ára að aldri.

Joe Clark, sem lést þann 30. mars síðastliðinn, stofnaði meðal annars fyrirtækið Aviation Partners (API) sem hefur aðstoðað fjölmörg flugfélög við að spara yfir tugi milljarða lítrum af þotueldsneyti sem vélarnar hefðu annars eytt án vænglinga en fyrirtækið hefur framleitt meðal annars „Blended Winglets“ og „Split Scimitar Winglets“ sem finna má á Boeing 737 og Boeing 737 MAX.

Með tilkomu vænglinga („winglets“) hafa flugfélög í heiminum sparað sér umtalsverða fjármuni er kemur að eldsneytiskostnaði en árlega spara flugfélögin um 500,000 gallon af eldsneyti með vænglingum frá fyrirtækinu og við það hefur náðst að draga úr kolefnalosun út í andrúmsloftið um 5 milljón tonn.

Var áhugasamur um allt er viðkom flugi og sparneytni flugvéla

Í tilkynningu frá Aviation Partners segir að Joe Clark hafi verið einstaklega áhugasamur fyrir öllu er kom að fluginu. „Þegar hann tók af sér jakkann þá átti maður alveg eins von á því að fjaðrir myndu falla úr jakkanum - Hann gat talað um flug og flugvélar endalaust og sérstaklega er kom að hagkvæmni og sparneytni flugvéla“.

Joe Clark (til hægri) ásamt félaga sínum Dennis Washington (til vinstri) og Allan Poulson (í miðjunni) með Gulfstream-einkaþotu í bakgrunni

Clark fæddist í Calgary í Kanada þann 9. september árið 1941 en er hann var eins mánaða gamall flutti fjölskylda hans til Seattle. Áhugi hans á flugi byrjaði strax er hann var í menntaskóla og er honum var boðið um borð í flug í einkaþotu af gerðinni Learjet 23 var ekki aftur snúið. - „Clark sagði að það hefði breytt öllu og háloftin var sá vettvangur sem hann tók stefnuna á“.

Joe Clark var mikill hugsjónarmaður er kom að fluginu

Á sjöunda áratugnum hófst vinskapur með Joe Clark og Kin Frinell sem starfaði hjá fyrirtækinu Raisbeck Group og sagði hann að Clark hefði verið einn besti sölumaður sem hann hefði nokkurn tímann kynnst og rifjar upp sögu er Clark ákvað að eyða jólafríinu í að hitta alla stóru kallana í flugiðnaðinum til að selja þeim hugmynd að búnaði sem myndi spara eldsneyti.

Fáir höfðu trú á því að risastór flipi sem væri mannhæðar hár og hægt væri að festa á vænginn og gera flugvélina þyngri myndi á sama tíma spara eldsneyti líkt og flugvélin væri léttari. Það breytti því ekki að Clark kom heim að loknu jólafríi með nokkra milljóna dollara samninga í rassvasanum.

Clark var sjálfur flugmaður en hann lauk einkafugmannsprófi árið 1961 og fimm árum síðar stofnaði hann fyrirtækið Jet Air sem var fyrsti umboðsaðili fyrir Learjet-einkaþoturnar á norðvestursvæði Bandaríkjanna. Árið 1981 var hann einn af meðstofnendum Horizon Air sem hann seldi síðar til Alaska Airlines og fékk Clark þá aukið fé til þess að þróa hugmyndir sínar enn frekar.

Þróaði vænglinga sem síðar varð að staðalbúnaði fyrir Boeing 737

Clark stofnaði Aviation Partners árið 1991 ásamt félaga sínum Dennis Washington en þeir réðu til sín teymi af lofteðlisfræðingum með því markmiði að búa til vænglinga fyrir Gulfstream III einkaþoturnar til þess að draga úr vængendahvirflum sem dregur úr loftmótsstöðu og sparar eldsneyti.

Joe Clark heldur á flugvélamódeli af Boeing 737 þotu í litum Continental

Það var á flugsýningunni í París árið 1997 sem að Clark hitti Borge Boeskov sem þá var yfirmaður yfir Boeing Business Jet deildinni. Boeskov kom að Clark og sagði að hann væri til í að sjá Boeing-einkaþoturnar með svona vænglinga líkt og Gulfstream einkaþoturnar þar sem að það væri soldið „töff“ og gerði útlitið flottara og sportlegra.

Ekki allir sem höfðu trú á því að svo stór búnaður sem þyngir flugvél myndi gera hana sparneytnari

Joe Clark (til vinstri) á NBAA einkaþoturáðstefnunni árið 1977

Er Clark sagði Boeskov hversu mikið sparneytnari flugvélarnar eru með þessari viðbót á vængjunum var hann varla að trúa því en sagðist ekki geta lofað meira sparneytni en sem nemur 5 til 7 prósentum fyrir Boeing 737.

Allir héldu að Clark væri búinn að missa vitið að halda að vænglingarnir myndu virka fyrir Boeing-þotur. „Þú ert alveg frá þér. Það er ekki séns að við getum komið vænglingunum okkar á þotur frá Boeing“, sagði samstarfsmaður Clark en Clark svaraði: “Ég held að okkur eigi eftir að takast það samt“.

„Ég vil þessa vænglinga á hverju einustu flugvél í flotanum mínum sem fyrst“

Stuttu síðar biðu um tuttugu yfirmenn hjá Boeing í dimmu flugskýli eftir því að Clark myndi mæta með eitt sett af vænglingum sem til stóð að festa á Boeing 737 tilraunarþotu en á þeim tíma var Wolfgang Kurth, þáverandi framkvæmdastjóri þýska flugfélagsins Hapag-Lloyd, í heimsókn í verksmiðjum Boeing í tengslum við pöntun félagsins á fyrstu Boeing 737-800 þotunni.

Boeskov sagði við Clark: „Við verðum að sýna Wolfgang þessa vænglinga“. Er Wolfgang sá vænglingana sagði hann: „Ég vil fá svona á hverja einustu flugvél í flotanum sem fyrst“.

Skömmu síðar var tiltæk Boeing 737 tilraunarþota sem vænglingarnir voru festir á og fór hún í fyrsta flugið með þá sem stóð yfir í nokkrar klukkustundir. Þegar flugvélin lenti stakk tilraunarflugstjórinn höndunum út um gluggann á stjórnklefanum og gaf merki með þumlinum. Clark vissi strax að vænglingarnir höfðu sannað gildi sitt - Sparneytnin mældist heil 6 prósent líkt og hann lofaði Boeskov.

Niðurstaðan varð til þess að viðamikið samstarf hófst milli Aviation Partners og Boeing árið 1999 um Blended Winglets vænglinga fyrir allar Boeing 737 þotur og einnig fyrir Boeing-einkaþoturnar.

Vænglingur í andyri í höfðuðstöðvum Aviation Partners fyrirtækisins

Það var ekki fyrr en árið 2000 að fyrsta Boeing 737 þotan hóf sig á loft með Blended Winglet vænglingum en það var vél frá Hapag-Lloyd og fljótlega hóf fyrirtækið að hanna vænglina fyrir Boeing 757 og fleiri þotur.

Sérframleiddir vænglingar („Blended winglets“) og Split-Scimitar vænglingar frá Aviation Partners má í dag finna á yfir 10.000 einkaþotum og farþegaþotum auk einkaþotna af gerðinni Dassault Falcon F50, 900 og 200 týpuna. Þá má finna vænglinga frá fyrirtækinu á Boeing 737 þotum, Boeing 757 og Boeing 767 þotum og þar á meðal þeim 757 og 767 þotum sem Icelandair hefur í sínum flota.

„Clark kom auga á heillandi hluti í öllu er varðar flugið. Hans goðsögn mun lengi lifa og framlag og hönnun hans til flugsins mun sjást áfram með berum augum á þúsundir einkaþotna og farþegaþotna sem hafa vænglinga frá fyrirtækinu sem hann stofnaði“, segir Ed Bolan, formaður National Business Aviation Association.

Lést á leið heim af flugvellinum eftir flugtúr

Joe Clark flaug sitt síðasta flug að morgni dagsins sem hann lést (30. mars 2019) en er hann gekk að bílnum sínum frá flugvellinum hneig hann í jörðina og var hann úrskurðaður látinn eftir hádegi.

Í tómstundum sínum flaug Joe Clark flugvélum af gerðinni Piper Super Cub og einnig átti hann P-51 Mustang flugvél.

Clark var einnig dyggur stuðningsaðili flugsafnsins Museum of Flight í Seattle auk annara samtaka í fluginu. Einnig studdi hann við bakið á mörgum samtökum er kemur að starfi með börnum og unglingum.

Clark hlaut fjölmörg heiðursverðlaun á sínum ferli en meðal annars var hann útnefndur sem frumkvöðull ársins árið 2004 á Horation Alger Awards hátíðinni og einnig verðlaunaður með titilinn Lifetime Aviation Entrepreneur af samtökunum Living Legends of Aviation og einnig sem Professional Pilot´s Innovator of the Year.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga