flugfréttir

„Næstum kílómetra löng biðröð fyrir hverja júmbó-þotu“

- Engan veginn hægt að viðhalda samfélagslegri fjarlægð á flugvöllum

4. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 13:00

Farþegi á leið í gegnum flugstöð á Heathrow-flugvelli

John Holland-Kaye, yfirmaður Heathrow-flugvallarins, hefur hvatt bresk stjórnvöld til þess að endurskoða reglugerðir um samfélagslega fjarlægð milli fólks í ljósi þess að slíkt geti engan veginn virkað á alþjóðaflugvelli líkt og á Heathrow.

Holland-Kaye segir að ekki sé nægt pláss á flugvöllum til þess að viðhalda reglu um tvo metra á milli farþega í flugstöðvum og tekur hann fram að ef flugvöllur myndi framfylgja þeim reglum myndi 900 metra löng röð myndast við innritun fyrir hverja Airbus A380 risaþotu.

„Það má gleyma fjarlægðarreglum fyrir flugvelli. Þetta er ekki að fara að virka í fluginu eða neinstaðar þar sem almenningssamgöngur eiga í hlut. Vandamálið er ekki flugvélin heldur plássleysi á flugvöllum“, segir John Holland-Kaye.

Yfirmaður Heathrow-flugvallarins hefur hvatt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, til þess að koma með aðra lausn á borð við að farþegar verði skimaðir fyrir kórónaveirunni á flugvellinum eða hækka reglugerðir um þrif og hreinlæti.

John Holland-Kaye, framkvæmdarstjóri Heathrow-flugvallarins

Holland-Kaye tók fram að flugiðnaðurinn snerti allt hagkerfi Bretlands og ef flugvélar væru ekki að fljúga til og frá Bretlandi myndi það hafa áhrif á innlenda framleiðslu þar sem 40 prósent af innfluttum vörum til landsins koma með flugfrakt.

Þá varar hann einnig við að ef flugvellir þyrftu að framfylgja fjarlægð á milli farþega á flugvöllum myndi það þýða að flugfélög gætu ekki innritað eins marga farþega sem myndi valda takmarkaðri sætanýtingu og það myndi hækka flugfargjöld gríðarlega.  fréttir af handahófi

AirAsia endurskoðar pöntun í 480 þotur hjá Airbus

29. apríl 2020

|

Malasíska lágfargjaldafélagið AirAsia segir að verið sé að endurskoða pantanir sem félagið á inni hjá Airbus í nýjar farþegaþotur en flugfélagið á von á 480 nýjum þotum á næstu árum.

Tók óvart upp hjólin í stað flapa

7. maí 2020

|

Einkaflugmaður í Bandaríkjunum ruglaðist á skafti fyrir flapa og hjólabúnað skömmu eftir lendingu með þeim afleiðingum að hjól vélarinnar drógust upp í miðju lendingarbruni.

Flugvél með hjálpargögn fórst í aðflugi í Sómalíu

5. maí 2020

|

Sex létust í flugslysi í Afríku í gær er flugvél af gerðinni Embraer EMB-120RT Brasilia frá flugfélaginu African Express Airways fórst í aðflugi að flugvelli í Sómalíu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00