flugfréttir

Heathrow-flugvöllur tapar 1.2 milljörðum á hverjum degi

- Draumurinn um þriðju flugbrautina er úti í að minnsta kosti áratug

6. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 15:29

Þota hefur sig á loft frá Heathrow-flugvellinum í London

Svo virðist sem að draumurinn um þriðju flugbrautina á Heathrow-flugvelli sé úti vegna COVID-19 heimsfaraldursins og lítur út fyrir að allar áætlanir varðandi þriðju flugbrautina verði settar á hilluna í allt að heilan áratug.

John Holland-Kaye, framkvæmdarstjóri Heathrow-flugvallarins, sem er sá stærsti í Bretlandi, segir að áhrif heimsfaraldursins gæti þýtt að það muni líða allt að 10 til 15 ár þangað til að Heathrow-flugvöllur verði komin aftur á þann stað að þörf verður fyrir stækkun með þriðju flugbrautinni.

Í mörg hefur hefur þriðja flugbrautin verið mikið hitamál og hafa miklar rannsóknir og athuganir verið gerðar og fengu flugvallaryfirvöld loksins grænt ljós fyrir að hefja framkvæmdir við þriðju flugbrautina.

Það fer ekki mikið fyrir öngþveitum á Heathrow-flugvellinum sem lengi hefur verið þekktur fyrir að vera mjög þétt setinn

COVID-19 faraldurinn hefur hinsvegar haft veruleg áhrif og er óvissan mikil og gætu langtímaáhrifin orðið mun meiri en talið er í dag er kemur að farþegafjölda um Heathrow.

Gæti orðið þörf aftur fyrir þriðju flugbrautina innan 15 ára

„Við verðum að sjá til og fylgjast með þróun mála á næstu árum. Ef vel tekst til við að endurbyggja efnahag Bretlands þá gætum við þurft á þriðju flugbrautinni að halda innan 10 til 15 ára“, segir Holland-Kaye.

Framkvæmdarstjórinn tók einnig fram að Heathrow-flugvöllur sé að tapa um 200 milljónum Sterlingspunda á mánuði á þessum tímum sem samsvarar 1,2 milljarði króna á dag en Heathrow Airports, rekstraraðili flugvallarins, segist hafa lausafé til þess að reka Heathrow áfram í 12 mánuði jafnvel þótt að engin flugvél myndi fara um flugvöllinn.  fréttir af handahófi

Flugumferðaratvik er varðar Harrison Ford til rannsóknar

29. apríl 2020

|

Hollywood-leikarinn Harrison Ford kom sér í bobba nú á dögunum er hann lenti þyrlu sinni á flugvelli í Los Angeles en eftir lendingu gerði hann mistök sem eru nú komin inn á borð hjá bandarískum flug

Stefna á að bjarga South African í stað stofnun nýs flugfélags

1. júní 2020

|

Svo gæti farið að rekstri South African Airways sé mögulega bjargað fyrir horn en erlendir fréttamiðlar hafa birt gögnum sem lekið var í morgun sem sýna björgunaráætlun suður-afrísku ríkisstjórnarin

Um 2.000 manns sagt upp hjá Icelandair

28. apríl 2020

|

Icelandair hefur tilkynnt um uppsögn á um 2.000 starfsmönnum félagsins sem er liður í hagræðingu vegna áhrifa af kórónaveirufaraldrinum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00