flugfréttir

Bjóða heilbrigðisstarfsfólki 100.000 fría flugmiða

- Qatar Airways gefur framlínustarfsfólki möguleika á langþráðu fríi

11. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 22:20

Qatar Airways opnaði klukkan 21:00 í kvöld fyrir fyrsta hollið þar sem áhugasamir framlínustarfsmenn geta freistað þess að næla sér í fría flugmiða fyrir tvo

Flugfélagið Qatar Airways hefur ákveðið að láta gott af sér leiða og ætlar félagið að gefa 100.000 fría flugmiða til heilbrigðisstarfsmanna um allan heim sem hafa starfað í víglínunni vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Þetta einstaka tilboð býðst öllu starfsfólki óháð löndum en Qatar Airways setur þó nokkra skilmála sem þarf þó að uppfylla til þess að eiga von á því að næla sér í frítt flug með félaginu.

Tilboðið gildir frá 12. til 18. maí og þarf því að bóka flugfarið á tímabilinu frá 12. maí til 28. nóvember 2020 og er ferðatímabilið frá 26. maí fram til 10. desember á þessu ári.

Hver heilbrigðisstarfsmaður fær tvo flugmiða sem þeir geta nýtt sér hvar sem er í leiðarkerfi Qatar Airways sem telur 172 áfangastaði í sex heimsálfum.

Vefsíða Qatar Airways þar sem greint er frá viðburðinum

Fyrirkomulagið er „fyrstur kemur, fyrstur fær“ og verður hlutfallslegur fjöldi farmiða í boði eftir löndum er miðað er við íbúafjölda.

Aðrar kröfur eru að aðeins er ferðast á almennu farrými og þarf að greiða flugvalla- og farþegaskatta af miðaverðinu, framvísa þarf starfsmannaskilríkjum við innritun á flugvelli við brottför og fylla út viðeigandi eyðublað.

Fram kemur að þetta tilboð sé eingöngu fyrir þá sem hafa starfað í framlínunni og eru þar með taldir læknar, sjúkraliðar, hjúkrunarfólk, læknanemar, sjúkraflutningamenn, starfsmenn við rannsóknir sem tengjast kórónaveirunni, aðstoðarfólk, rannsóknarfólk, lyfjafræðingar og starfsfólk í lyfjaverslunum.

Opnað var fyrir fyrsta hollið af miðum klukkan 21:01 í kvöld að íslenskum tíma (00:01 að Doha-tíma) á vefsíðu Qatar Airways.  fréttir af handahófi

Fjögur dótturfélög Norwegian gjaldþrota

20. apríl 2020

|

Norwegian hefur lýst því yfir að fjögur dótturfyrirtæki lágfargjaldafélagsins norska urðu gjaldþrota í dag vegna þeirra áhrifa sem útbreiðsla kórónaveirunnar hefur haft á reksturinn.

Etihad stefnir á að fljúga með farþega aftur í vikunni

6. apríl 2020

|

Etihad Airways bíður nú eftir því að fá formlegt leyfi til þess að hefja farþegaflug að nýju en þó með miklum takmörkunum en félagið lagði niður allt áætlunarflug með farþega líkt og Emirates fyrr í

Sjúkraflugvél fórst í Argentínu

6. maí 2020

|

Tveir létust í flugslysi í Argentínu í gær er sjúkraflugvél af gerðinni Learjet 35A fórst er hún var í aðflugi að flugvellinum í borginni Esquel í suðurhluta landsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Emirates SkyCargo flýgur með frakt til 30 nýrra áfangastaða

2. júní 2020

|

Emirates SkyCargo, fraktflugfélag Emirates, hefur aukið umsvif sín til muna frá því í mars í kjölfar kórónaveirufaraldursins og hefur áfangastöðum félagsins fjölgað töluvert.

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

Stefna á að bjarga South African í stað stofnun nýs flugfélags

1. júní 2020

|

Svo gæti farið að rekstri South African Airways sé mögulega bjargað fyrir horn en erlendir fréttamiðlar hafa birt gögnum sem lekið var í morgun sem sýna björgunaráætlun suður-afrísku ríkisstjórnarin

Láta af hendi 48 lendingarpláss í Frankfurt og Munchen

1. júní 2020

|

Stjórn Lufthansa hefur samþykkt að uppfylla kröfur þýska ríkisins og láta af hendi lendingar- og afgreiðslupláss á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð upp á 9 milljar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00