flugfréttir

Stofnandi easyJet býður verðlaunafé fyrir uppljóstrara

- 800 milljónir fyrir upplýsingar sem gætu stöðvað pöntun easyJet í 100 þotur

13. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:34

Stelios Haji-loannou, stofnandi easyJet

Stelios Haji-loannou, stofnandi easyJet, hefur ákveðið að bjóða verðlaunafé upp á 5 milljónir Sterlingspunda, sem samsvarar 897 milljónum króna, til þess aðila eða „uppljóstrara“ sem lumar á viðkvæmum upplýsingum sem gæti orðið til þess að pöntun félagsins í yfir 100 þotur frá Airbus fari forgörðum.

Stelios, sem á yfir 34 prósenta hlut í easyJet, hefur lýst yfir mikilli reiði og óánægju í garð stjórnar easyJet vegna risapöntunar í 100 Airbus-þotur sem gerð var á sínum tíma sem félagið neitar að hætta við en Stelios segir að þessi pöntun gæti komið félaginu í gröfina eins og tíðin er núna í flugheiminum.

Stofnandinn hefur meðal annars hótað því að láta reka stjórnarformenn félagsins úr stjórninni en stjórn easyJet segir að þessi pöntun sé nauðsynleg til þess að endurnýja flugflota félagsins og endurheimta markaðinn aftur eftir að heimsfaraldrinum lýkur.

Stelios segir að þessi pöntun sé stærsta ógnin er kemur að framtíð easyJet og gæti komið félaginu í gjaldþrot ef ekki verður hætt við pöntunina.

Stelios segir að stjórnarformenn félagsins séu „skíthælar“ og kalla Airbus „mútugreiðslumeistara“ og grunar stofnandanum að einhverjir í stjórn félagsins sé orðnir mjög spilltir og meðvirkir vegna áhrifa frá Airbus.

„Ef það er einhver núverandi eða fyrrverandi starfsmaður easyJet sem veit eitthvað meira, eða varð vitni að einhverju grunsamlegu innan herbúða easyJet þegar pöntunin var gerð, þá áttu möguleika á að fá verðlaun upp á 5 milljónir punda frá Stelios“, segir í yfirlýsingu.

Samkvæmt fréttastofunni Sky News þá segir að Stelios sé tilbúinn að bjóða 2 milljónir króna til að komast í samband við uppljóstrara og greiða reglulegar greiðslur ef hægt verður að komast nánar til botns í málinu.  fréttir af handahófi

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Tæplega 7.000 starfsmönnum verður sagt upp hjá Boeing

27. maí 2020

|

Tæplega 7.000 starfsmönnum hjá Boeing verður sagt upp í fyrsta hluta þeirra uppsagna sem flugvélaframleiðandinn ætlar að grípa til vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur haft á flugi

Nemi í flugvirkjun reyndi að múta prófdómara frá FAA

13. maí 2020

|

Nemandi í flugvirkjanámi í Bandaríkjunum hefur játað sök um að hafa gert tilraun til þess að múta prófdómara með millifærslu á greiðslu í þeim tilgangi að dómarinn myndi leyfa honum að standast loka

  Nýjustu flugfréttirnar

Emirates SkyCargo flýgur með frakt til 30 nýrra áfangastaða

2. júní 2020

|

Emirates SkyCargo, fraktflugfélag Emirates, hefur aukið umsvif sín til muna frá því í mars í kjölfar kórónaveirufaraldursins og hefur áfangastöðum félagsins fjölgað töluvert.

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

Stefna á að bjarga South African í stað stofnun nýs flugfélags

1. júní 2020

|

Svo gæti farið að rekstri South African Airways sé mögulega bjargað fyrir horn en erlendir fréttamiðlar hafa birt gögnum sem lekið var í morgun sem sýna björgunaráætlun suður-afrísku ríkisstjórnarin

Láta af hendi 48 lendingarpláss í Frankfurt og Munchen

1. júní 2020

|

Stjórn Lufthansa hefur samþykkt að uppfylla kröfur þýska ríkisins og láta af hendi lendingar- og afgreiðslupláss á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð upp á 9 milljar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00