flugfréttir

Segist eiga von á skaðabótum frá Boeing vegna 737 MAX

- Segja skaðbótagreiðsluna koma sér vel í heimsfaraldrinum

13. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 15:08

Boeing 737 þotur brasilíska flugfélagsins GOL

Brasilíska flugfélagið GOL (Gol Linhas Aéreas) segir að félagið á von á skaðabótagreiðslu upp á 60 milljarða króna frá Boeing vegna kyrrsetningu Boeing 737 MAX vélanna þar sem félagið hefur ekki getað notað vélarnar í meira en 14 mánuði.

Í yfirlýsingu frá GOL segir að skaðabótagreiðslan frá Boeing sé kærkomin og komi sér einstaklega vel á þessum tímum þar sem félagið hefur orðið illa fyrir barðinu af kórónaveirufaraldrinum líkt og önnur flugfélög.

GOL pantaði á sínum tíma 100 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX 8 og hafði félagið fengið sjö afhentar áður en vélarnar voru kyrrsettar í mars í fyrra.

Flugfélagið brasilíska segir að eftirspurnin hafi dregist saman um 80 prósent eftir að kórónaveiran breiddist út en félagið segist hafa nægt lausafé til þess að þrauka í 10 mánuði til viðbótar í þessu ástandi.

GOL segist eiga í viðræðum við fjárfesta um söfnun á auknu hlutafé upp á 24 milljarða króna og þá hefur félagið einnig greint frá því að viðræður standi yfir við brasilíska þróunarbankann (BNDES) um fé upp á 74 milljarða króna.  fréttir af handahófi

Svisslendingar kjósa með kaupum á nýjum herþotum

28. september 2020

|

Svisslendingar hafa kosið með því að ríkisstjórn Sviss festi kaup á nýjum orrustuþotum fyrir svissneska flugherinn.

Byrja með 88 flugmenn í stað 625 flugmanna

25. ágúst 2020

|

Stjórn suður-afríska flugfélagsins South African Airways á nú í viðræðum við fjárfesta og gæti svo farið að „nýtt“ South African flugfélag hefji sig á loft á næsta ári og það fljótlega eftir áramót e

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

  Nýjustu flugfréttirnar

Ný flugskólabygging fyrir ATP rís nálægt Dallas

30. september 2020

|

Framkvæmdir eru hafnar við nýtt flugþjálfunarsetur í Texas fyrir bandaríska flugskólann ATP Flight School sem er einn stærsti flugskóli Bandaríkjanna.

Hafa ekki pláss fyrir fleiri flugvélar

30. september 2020

|

Flugvélageymslan í bænum Alice Springs í Ástralíu segist ekki geta tekið við fleiri flugvélum í geymslu þar sem svæðið sé nánast orðið fullt og búið að bóka þau fáu pláss sem eftir eru.

IATA lækkar spá sína varðandi batahorfur í fluginu

30. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur dregið úr spá sinni varðandi batahorfur í fluginu um 3 prósent sem byggir á tölfræði um flugumferð í heiminum í ágúst.

Óvíst um framtíð risaþotunnar í flota Etihad

30. september 2020

|

Svo gæti farið að flugfélagið Etihad Airways mun losa sig við risaþotuna Airbus A380 fyrir fullt og allt en Tony Douglas, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að örlög risaþotunnar muni ráðast á næstunn

Yfir 80 starfsmönnum sagt upp hjá Icelandair

29. september 2020

|

Icelandair tilkynnti í dag um uppsagnir og hefur alls 88 starfsmönnum verið sagt upp núna um mánaðarmót.

South African hættir starfsemi enn og aftur

29. september 2020

|

Suður-afríska flugfélagið South African Airways hefur enn og aftur hætt allri starfsemi sem hefur verið fryst af stjórnendum félagsins sem fara fram á svigrúm til þess að endurskoða allan rekstur flug

Svisslendingar kjósa með kaupum á nýjum herþotum

28. september 2020

|

Svisslendingar hafa kosið með því að ríkisstjórn Sviss festi kaup á nýjum orrustuþotum fyrir svissneska flugherinn.

Qatar Airways fær ríkisaðstoð upp á 280 milljarða

28. september 2020

|

Qatar Airways tilkynnti í gær að félagið hafi fengið vilyrði fyrir ríkisaðstoð upp á tæpa 280 milljarða króna frá stjórnvöldum í Katar til að tryggja áframhaldandi flugrekstur vegna kórónaveirufaral

Atlantic Airways mun fljúga til Íslands yfir jólin

28. sept

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tilkynnt að félagið muni fljúga sérstakar flugferðir á milli Færeyja og Íslands um jólin.

Náðu að semja við flugmenn hjá easyJet

28. september 2020

|

Breska flugmannafélagið BALPA hefur lýst því yfir að stórt samkomulag hafi náðst við flugmenn hjá easyJet sem kemur í veg fyrir uppsagnir á yfir 720 flugmönnum hjá lágfargjaldafélaginu sem hefðu anna

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00