flugfréttir

Nemi í flugvirkjun reyndi að múta prófdómara frá FAA

- Bauð greiðslu upp á 365.000 krónur fyrir lágmarkseinkunn á lokaprófi

13. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 16:34

Nemandinn hafði stundað nám við flugvirkjun í flugskóla í Las Vegas

Nemandi í flugvirkjanámi í Bandaríkjunum hefur játað sök um að hafa gert tilraun til þess að múta prófdómara með millifærslu á greiðslu í þeim tilgangi að dómarinn myndi leyfa honum að standast lokapróf á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sem nemendur þreyta áður en þeir útskrifast með réttindi til að starfa sem flugvirkjar.

Nemandinn, Frank Amaro, sem er 21 árs gamall, átti að gangast undir viðamikið próf sem samanstendur af munnlegu og bóklegu prófi auk verklegs prófs sem nefnist Airframe and Powerplant Certification sem nær yfir allt er varðar undirstöðuatriðin í flugvirkjanáminu.

„Það traust og sú ábyrgð sem menn og konur þurfa að axla í starfi flugvirkja er viðhald á flugvélum sem almenningur ferðast með og til þess þarf tilskilin réttindi. Amaro gerði tilraun til að stytta sér leið til að afla sér þeirra réttinda og stofna öryggi og lífi fólks í hættu“, segir í dómsúrskurði.

Samkvæmt reglugerðum bandarískra flugmálayfirvalda er þess krafist að flugvirkjar útskrifist með vottun sem nefnist Airframe and Powerplant Certificate (A&P) til þess að öðlast réttindi til að fá að starfa við viðhald og viðgerð á farþegaþotum og stórum flugvélum svo vélarnar fái útgefið flughæknisvottun að lokinni skoðun.

Bóklegt flugvirkjanám á vegum FAA samastendur af 1.900 kennslustundum

Til þess að fá þau réttindi verður flugvirki að hafa lokið 1.900 klukkustundum af bóklegri kennslu auk verklegri þjálfun og þarf hann að ljúka prófi sem nær yfir 43 mismunandi viðfangsefni en um er að ræða próftörn sem stendur yfir í 8 klukkustundir þar sem nemandi svarar munnlegum spurningum prófdómara auk þess sem hann tekur bóklegt próf og sýnir fram á verklega færni.

Amaro stundaði nám í flugvirkjun í flugskóla í Las Vegas og hafði hann undirbúið sig fyrir Airframe and Powerplant Certificate lokaprófið á vegum FAA og átti hann að sitja lokapróf sem fram fór í Atlanta í Georgíu.

Amaro hafði samband við einn af prófdómurum sem starfa á vegum FAA og boðið dómaranum greiðslu í skiptum fyrir að hann myndi leyfa honum að ná lágmarkseinkunn á lokaprófinu til að öðlast réttindin.

Prófdómarinn tilkynnti um mútgreiðsluna til yfirmanna sinna og var ákveðið að láta eins og dómarinn væri til í að þiggja greiðsluna og var Amaro gert að taka prófið í Duluth í Georgíu þann 16. desember í fyrra.

Amaro bauð dómaranum að greiða honum 500 bandaríkjadali fyrirfram sem hann gerði með farsímagreiðslu og þegar hann hitti dómarann, daginn sem prófið fór fram, mætti hann með 2.000 dali í reiðufé og var heildarupphæð mútugreiðsluna því um 365.000 krónur.

Málið var tekið fyrir og játaði Amaro að hafa mútað prófdómara og hefur hann verið sakaður um mútugreiðslur. Málið hefur ekki enn verið tekið fyrir og er því ekki búið að ákveða neina refsingu vegna þessa.  fréttir af handahófi

Uppsagnir mögulegar hjá Icelandair vegna veirunnar

10. mars 2020

|

Svo gæti farið að Icelandair verði að grípa til uppsagna til þess að hagræða rekstri félagsins vegna útbreiðslu kórónaveirunnar sem farin er að hafa áhrif á rekstur hjá flestum flugfélögum í heiminum

Flugturninum á Chicago Midway lokað vegna smits

18. mars 2020

|

Flugturninum á Midway-flugvellinum í Chicago hefur verið lokað tímabundið eftir að tveir tæknimenn í turninum greindust með kórónaveiruna.

Lítið skoskt flugfélag flýgur í fyrsta sinn á Heathrow

31. mars 2020

|

Í fyrsta skipti í 58 ára sögu Loganair flaug flugfélagið skoska á Heathrow-flugvöllinn í London en félagið hefur vanalega flogið um London City flugvöllinn en þeim flugvelli hefur verið lokað tímabun

  Nýjustu flugfréttirnar

Emirates SkyCargo flýgur með frakt til 30 nýrra áfangastaða

2. júní 2020

|

Emirates SkyCargo, fraktflugfélag Emirates, hefur aukið umsvif sín til muna frá því í mars í kjölfar kórónaveirufaraldursins og hefur áfangastöðum félagsins fjölgað töluvert.

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

Stefna á að bjarga South African í stað stofnun nýs flugfélags

1. júní 2020

|

Svo gæti farið að rekstri South African Airways sé mögulega bjargað fyrir horn en erlendir fréttamiðlar hafa birt gögnum sem lekið var í morgun sem sýna björgunaráætlun suður-afrísku ríkisstjórnarin

Láta af hendi 48 lendingarpláss í Frankfurt og Munchen

1. júní 2020

|

Stjórn Lufthansa hefur samþykkt að uppfylla kröfur þýska ríkisins og láta af hendi lendingar- og afgreiðslupláss á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð upp á 9 milljar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00