flugfréttir

Nemi í flugvirkjun reyndi að múta prófdómara frá FAA

- Bauð greiðslu upp á 365.000 krónur fyrir lágmarkseinkunn á lokaprófi

13. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 16:34

Nemandinn hafði stundað nám við flugvirkjun í flugskóla í Las Vegas

Nemandi í flugvirkjanámi í Bandaríkjunum hefur játað sök um að hafa gert tilraun til þess að múta prófdómara með millifærslu á greiðslu í þeim tilgangi að dómarinn myndi leyfa honum að standast lokapróf á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sem nemendur þreyta áður en þeir útskrifast með réttindi til að starfa sem flugvirkjar.

Nemandinn, Frank Amaro, sem er 21 árs gamall, átti að gangast undir viðamikið próf sem samanstendur af munnlegu og bóklegu prófi auk verklegs prófs sem nefnist Airframe and Powerplant Certification sem nær yfir allt er varðar undirstöðuatriðin í flugvirkjanáminu.

„Það traust og sú ábyrgð sem menn og konur þurfa að axla í starfi flugvirkja er viðhald á flugvélum sem almenningur ferðast með og til þess þarf tilskilin réttindi. Amaro gerði tilraun til að stytta sér leið til að afla sér þeirra réttinda og stofna öryggi og lífi fólks í hættu“, segir í dómsúrskurði.

Samkvæmt reglugerðum bandarískra flugmálayfirvalda er þess krafist að flugvirkjar útskrifist með vottun sem nefnist Airframe and Powerplant Certificate (A&P) til þess að öðlast réttindi til að fá að starfa við viðhald og viðgerð á farþegaþotum og stórum flugvélum svo vélarnar fái útgefið flughæknisvottun að lokinni skoðun.

Bóklegt flugvirkjanám á vegum FAA samastendur af 1.900 kennslustundum

Til þess að fá þau réttindi verður flugvirki að hafa lokið 1.900 klukkustundum af bóklegri kennslu auk verklegri þjálfun og þarf hann að ljúka prófi sem nær yfir 43 mismunandi viðfangsefni en um er að ræða próftörn sem stendur yfir í 8 klukkustundir þar sem nemandi svarar munnlegum spurningum prófdómara auk þess sem hann tekur bóklegt próf og sýnir fram á verklega færni.

Amaro stundaði nám í flugvirkjun í flugskóla í Las Vegas og hafði hann undirbúið sig fyrir Airframe and Powerplant Certificate lokaprófið á vegum FAA og átti hann að sitja lokapróf sem fram fór í Atlanta í Georgíu.

Amaro hafði samband við einn af prófdómurum sem starfa á vegum FAA og boðið dómaranum greiðslu í skiptum fyrir að hann myndi leyfa honum að ná lágmarkseinkunn á lokaprófinu til að öðlast réttindin.

Prófdómarinn tilkynnti um mútgreiðsluna til yfirmanna sinna og var ákveðið að láta eins og dómarinn væri til í að þiggja greiðsluna og var Amaro gert að taka prófið í Duluth í Georgíu þann 16. desember í fyrra.

Amaro bauð dómaranum að greiða honum 500 bandaríkjadali fyrirfram sem hann gerði með farsímagreiðslu og þegar hann hitti dómarann, daginn sem prófið fór fram, mætti hann með 2.000 dali í reiðufé og var heildarupphæð mútugreiðsluna því um 365.000 krónur.

Málið var tekið fyrir og játaði Amaro að hafa mútað prófdómara og hefur hann verið sakaður um mútugreiðslur. Málið hefur ekki enn verið tekið fyrir og er því ekki búið að ákveða neina refsingu vegna þessa.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga