flugfréttir
Stefna á að Lauda verði með þotur frá Boeing í stað Airbus
- Hætt verður við pantanir í fleiri Airbus-þotur fyrir austurríska flugfélagið

Flugfloti Lauda samanstendur í dag af Airbus-þotum en Ryanair stefnir á að félagið muni verða aðeins með Boeing 737 þotur líkt og Ryanair
Ryanair er að íhuga að hætta við pöntun sem félagið gerði í Airbus-þotur sem til stóð að færu til nýja dótturfélagsins Lauda Air og segir Michael O´Leary, framvæmdarstjóri félagsins, að verið sé að skoða að panta Boeing 737 þotur í staðinn.
O´Leary segir að Airbus-þoturnar komi frá flugvélaleigufyrirtækjum og stóð til að
þær yrði afhentar á næstu 12 mánuðum en sennilega verði hætt við þau áform.
Stefna Ryanair er að Lauda verði aðeins með Boeing 737 þotur í flotanum eftir nokkur ár svo að bæði félögin verði með sömu flugvélategund í flotanum til þess að einfalda flotastefnu og viðhald.
„Lauda Air átti að hafa flugflota sem samanstóð af 30
Airbus-þotum en við munum sennilega skipta þessum þotum út fyrir Boeing-þotum á næstu
árum“, segir O´Leary sem tekur fram að Ryanair hafi náð samkomulagi við Boeing um
bætur vegna Boeing 737 MAX.


16. desember 2020
|
Hæstiréttur í Bretlandi hefur úrskurðað Heathrow-flugvelli í vil og gefið endanlegt leyfi fyrir framkvæmdum á þriðju flugbraut vallarins og þar með snúið við dómi frá afrýjunardómstóli í febrúar sem d

12. janúar 2021
|
Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

25. október 2020
|
Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.