flugfréttir
Ryanair spáir verðstríði eftir heimsfaraldurinn
- Telja að farmiðaverð eigi eftir að hríðfalla hjá flugfélögum

Boeing 737-800 þota Ryanair
Ryanair spáir verðstríði í flugi innan Evrópu um leið og flugfélög fara að fljúga á ný eftir COVID-19 heimsfaraldurinn.
Þetta segir Michael O´Leary, framvæmdarstjóri lágfargjaldaflugfélagið írska, sem telur að flest flugfélög eigi eftir að lækka flugfargjöld til þess að laða að farþega á ný
til þess að fylla vélarnar.
O´Leary segir að þar sem flest flugfélög eigi eftir að fljúga fyrst um sinn undir styrkjum frá ríkisstjórnum sinna landa vegna COVID-19
muni það verða til þess að hægt verði að bjóða upp á það lág flugfargjöld að þau verði á mörkunum að svara kostnaði í þeim
tilgangi að endurheimta aftur markaðshlutdeildina.
O´Leary segir að Ryanair muni samt stefna á bestu verðin og öll lág fargjöld sem önnu flugfélög ætli sér að bjóða, ætlar Ryanair
að undirbjóða.
„Þetta verður kjörið tækifæri fyrir farþega. Og þar sem við erum lágfargjaldaflugfélög þá munum við bjóða upp
á lægstu verðin“, segir Neil Sorahan, fjármálastjóri Ryanair.
Þá vonast Ryanair til þess að aðgerðir þeirra til að koma í veg fyrir smit um borð í flugvélum félagsins, á borð við að bjóða
upp á andlitsgrímur, eigi eftir að hvetja fólk enn frekar til þess að ferðast með félaginu en Ryanair ætlar samt ekki
að skilja eftir miðjusætið autt og ætlar félagið að fullbóka vélarnar.
Ryanair vonast eftir því að félagið verði farið að fljúga 40% af leiðarkerfinu í júlí og 60 prósent strax í ágúst.
Fjárhagsstaða Ryanair er mjög sterk þrátt fyrir heimsfaraldurinn en félagið fékk 106 milljarða úr sérstökum COVID-sjóði
frá bresku ríkisstjórninni og er lausafjársstaða félagins í dag samtals 638 milljarðar.


5. nóvember 2020
|
Síðasta flugvélin sem fer um Tegel-flugvöllinn í Berlín áður en flugvellinum verður lokað mun hefja sig á loft næstkomandi laugardag.

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

11. janúar 2021
|
Turkmenistan Airlines ætlar að leggja inn pöntun í tvær fraktútgáfur af Airbus A330-200 breiðþotunni en um er að ræða P2F-útgáfu þar sem farþegaþotu hefur verið breytt í fraktþotu.

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.