flugfréttir

Ryanair spáir verðstríði eftir heimsfaraldurinn

- Telja að farmiðaverð eigi eftir að hríðfalla hjá flugfélögum

18. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:51

Boeing 737-800 þota Ryanair

Ryanair spáir verðstríði í flugi innan Evrópu um leið og flugfélög fara að fljúga á ný eftir COVID-19 heimsfaraldurinn.

Þetta segir Michael O´Leary, framvæmdarstjóri lágfargjaldaflugfélagið írska, sem telur að flest flugfélög eigi eftir að lækka flugfargjöld til þess að laða að farþega á ný til þess að fylla vélarnar.

O´Leary segir að þar sem flest flugfélög eigi eftir að fljúga fyrst um sinn undir styrkjum frá ríkisstjórnum sinna landa vegna COVID-19 muni það verða til þess að hægt verði að bjóða upp á það lág flugfargjöld að þau verði á mörkunum að svara kostnaði í þeim tilgangi að endurheimta aftur markaðshlutdeildina.

O´Leary segir að Ryanair muni samt stefna á bestu verðin og öll lág fargjöld sem önnu flugfélög ætli sér að bjóða, ætlar Ryanair að undirbjóða.

„Þetta verður kjörið tækifæri fyrir farþega. Og þar sem við erum lágfargjaldaflugfélög þá munum við bjóða upp á lægstu verðin“, segir Neil Sorahan, fjármálastjóri Ryanair.

Þá vonast Ryanair til þess að aðgerðir þeirra til að koma í veg fyrir smit um borð í flugvélum félagsins, á borð við að bjóða upp á andlitsgrímur, eigi eftir að hvetja fólk enn frekar til þess að ferðast með félaginu en Ryanair ætlar samt ekki að skilja eftir miðjusætið autt og ætlar félagið að fullbóka vélarnar. Ryanair vonast eftir því að félagið verði farið að fljúga 40% af leiðarkerfinu í júlí og 60 prósent strax í ágúst.

Fjárhagsstaða Ryanair er mjög sterk þrátt fyrir heimsfaraldurinn en félagið fékk 106 milljarða úr sérstökum COVID-sjóði frá bresku ríkisstjórninni og er lausafjársstaða félagins í dag samtals 638 milljarðar.  fréttir af handahófi

Ætla ekki að losa sig við neinar A380 risaþotur

23. maí 2020

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, blæs á þær sögusagnir sem ganga um að Emirates eigi eftir að hætta með flestar Airbus A380 risaþoturnar.

Flugmenn bjóðast til að taka á sig 45 prósenta launalækkun

21. maí 2020

|

Félag belgískra atvinnuflugmanna hefur boðið stjórn Brussels Airlines að taka að sér launalækkun og vinnutímaskerðingu upp á 45 prósent fram til ársins 2023.

Vilja að laserárásir á flugvélar verði skilgreint sem glæpur

11. mars 2020

|

Félag atvinnuflugmanna í Kanada og kanadísk verkalýðsfélög hvetja stjórnvöld í Kanada til þess að gera það refsivert athæfi að beina lasergeislum að flugvélum og herða á viðurlögunum við slíku athæf

  Nýjustu flugfréttirnar

Emirates SkyCargo flýgur með frakt til 30 nýrra áfangastaða

2. júní 2020

|

Emirates SkyCargo, fraktflugfélag Emirates, hefur aukið umsvif sín til muna frá því í mars í kjölfar kórónaveirufaraldursins og hefur áfangastöðum félagsins fjölgað töluvert.

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

Stefna á að bjarga South African í stað stofnun nýs flugfélags

1. júní 2020

|

Svo gæti farið að rekstri South African Airways sé mögulega bjargað fyrir horn en erlendir fréttamiðlar hafa birt gögnum sem lekið var í morgun sem sýna björgunaráætlun suður-afrísku ríkisstjórnarin

Láta af hendi 48 lendingarpláss í Frankfurt og Munchen

1. júní 2020

|

Stjórn Lufthansa hefur samþykkt að uppfylla kröfur þýska ríkisins og láta af hendi lendingar- og afgreiðslupláss á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð upp á 9 milljar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00