flugfréttir

SkyCourier flýgur sitt fyrsta flug

18. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:44

Fyrsta Cessna 408 SkyCourier flugvélin var í 2 klukkustundir og 15 mínútur í loftinu í fyrsta fluginu

Nýja Cessna 408 SkyCourier flugvélin frá Textron Aviation flaug í gær sitt fyrsta flug en um er að ræða tveggja hreyfla flugvél sem kynnt var fyrst til leiks árið 2017.

Cessna SkyCourier er hávængja flugvél sem bæði verður framleidd fyrir farþegaflug og fyrir fraktflug og kemur hún með tveimur skrúfuþotuhreyflum og getur tekið 19 farþega eða 2,7 tonn af frakt.

SkyCourier verður í sambærilegum flokki og Twin Otter og Dornier Do 228 og hefur vöruflutningarisinn FedEx þegar pantað 50 eintök af flugvélinni.

Flugvélin fór í jómfrúarflugið frá Beech Field flugvellinum í Wichita í Kansas og stóð fyrsta tilraunaflugið yfir í tvær klukkustundir og 15 mínútur.

Cessna SkyCourier verður bæði framleidd sem farþegaflugvél og fraktflugvél

„Það var aðdáunarvert að sjá hversu stöguð flugvélin var bæði í flugtaki og í lendingu. Okkur tókst að ljúka öllum þeim atriðum sem var búið að ákveða að framkvæma í fluginu og það telst sem mjög góð byrjun á flugprófunum“, segir Corey Eckhart, tilraunaflugmaður hjá Textron.

Flugvélin kemur með tveimur PT6A-65SC hreyflum frá Pratt & Whitney og nær hún farflugshraða upp á 200 hnúta og hefur flugdrægi upp á 900 nm mílur.  fréttir af handahófi

Semja við Piper Aircraft um kaup á 100 kennsluflugvélum

20. júlí 2020

|

Bandaríski flugskólinn ATP Flight School hefur gert samkomulag við Piper Aircraft flugvélaframleiðandann um kaup á 100 flugvélum af gerðinni Piper Archer TX og hefur flugskólinn einnig fengið sex fyr

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Reyndu að ræna þotueldsneyti úr leiðslu nálægt flugvelli

4. ágúst 2020

|

Grunur leikur á því að reynt hafi verið að ræna þotueldsneyti eftir að í ljós komu skemmdir sem unnar höfðu verið á eldsneytisleiðslu sem liggur að Boryspil-flugvellinum í Kiev í Úkraínu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ný flugskólabygging fyrir ATP rís nálægt Dallas

30. september 2020

|

Framkvæmdir eru hafnar við nýtt flugþjálfunarsetur í Texas fyrir bandaríska flugskólann ATP Flight School sem er einn stærsti flugskóli Bandaríkjanna.

Hafa ekki pláss fyrir fleiri flugvélar

30. september 2020

|

Flugvélageymslan í bænum Alice Springs í Ástralíu segist ekki geta tekið við fleiri flugvélum í geymslu þar sem svæðið sé nánast orðið fullt og búið að bóka þau fáu pláss sem eftir eru.

IATA lækkar spá sína varðandi batahorfur í fluginu

30. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur dregið úr spá sinni varðandi batahorfur í fluginu um 3 prósent sem byggir á tölfræði um flugumferð í heiminum í ágúst.

Óvíst um framtíð risaþotunnar í flota Etihad

30. september 2020

|

Svo gæti farið að flugfélagið Etihad Airways mun losa sig við risaþotuna Airbus A380 fyrir fullt og allt en Tony Douglas, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að örlög risaþotunnar muni ráðast á næstunn

Yfir 80 starfsmönnum sagt upp hjá Icelandair

29. september 2020

|

Icelandair tilkynnti í dag um uppsagnir og hefur alls 88 starfsmönnum verið sagt upp núna um mánaðarmót.

South African hættir starfsemi enn og aftur

29. september 2020

|

Suður-afríska flugfélagið South African Airways hefur enn og aftur hætt allri starfsemi sem hefur verið fryst af stjórnendum félagsins sem fara fram á svigrúm til þess að endurskoða allan rekstur flug

Svisslendingar kjósa með kaupum á nýjum herþotum

28. september 2020

|

Svisslendingar hafa kosið með því að ríkisstjórn Sviss festi kaup á nýjum orrustuþotum fyrir svissneska flugherinn.

Qatar Airways fær ríkisaðstoð upp á 280 milljarða

28. september 2020

|

Qatar Airways tilkynnti í gær að félagið hafi fengið vilyrði fyrir ríkisaðstoð upp á tæpa 280 milljarða króna frá stjórnvöldum í Katar til að tryggja áframhaldandi flugrekstur vegna kórónaveirufaral

Atlantic Airways mun fljúga til Íslands yfir jólin

28. sept

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tilkynnt að félagið muni fljúga sérstakar flugferðir á milli Færeyja og Íslands um jólin.

Náðu að semja við flugmenn hjá easyJet

28. september 2020

|

Breska flugmannafélagið BALPA hefur lýst því yfir að stórt samkomulag hafi náðst við flugmenn hjá easyJet sem kemur í veg fyrir uppsagnir á yfir 720 flugmönnum hjá lágfargjaldafélaginu sem hefðu anna

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00