flugfréttir

Ítalskir flugvellir opna á ný þann 3. júní

- Tilbúnir að taka aftur við ferðamönnum eftir heimsfaraldurinn

21. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 22:21

Frá Linate-flugvellinum í Mílanó á Ítalíu

Stjórnvöld á Ítalíu segja að til standi að opna næstum alla flugvelli í landinu á ný fyrir farþegaflugi þann 3. júní næstkomandi og geta flugfélög þá byrjað að fljúga aftur til landsins með ferðamenn.

Þetta tilkynnti Paola De Micheli, samgönguráðherra Ítalíu, í gær en þá munu einnig landamæri opna aftur fyrir almenning til þess að ferðast til landsins.

Luigi Di Maio, utanríkisráðherra Ítalíu, segir að landið sé tilbúið til þess að taka á móti ferðamönnum aftur en ítalska ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 4 milljörðum evra til þess að efla ferðamannaiðnaðinn í landinu.

Ítalía verður fyrsta landið í heimi til þess að opna land sitt að fullu eftir COVID-19 heimsfaraldurinn en fá önnur Evrópulönd urðu eins illa fyrir barðinu á kórónaveirufaraldrinum líkt og Ítalía.

Alitalia hefur þegar tilkynnt að til standi að bæta við sætaframboð bæði í innanlandsflugi og í millilandaflugi og er áætlað að flogið verði á 30 flugleiðum til og frá 25 mismunandi flugvöllum í landinu til að byrja með.

Alitalia mun í fyrsta einungis fljúga um Malpensa-flugvöllinn en einhver bið verður á að flogið verður um Linate-flugvöllinn í Mílanó og þá gæti flug hafist með takmörkunum um flugvellina í Bologna, Palermo og Tórínó.  fréttir af handahófi

Innanlandsflug í Kína að ná fullum bata eftir COVID-19

27. ágúst 2020

|

Innanlandsflug í Kína er að ná fullum bata eftir COVID-19 heimsfaraldurinn og er því spáð að fjöldi flugferða í innanlandsflugi þar í landi á eftir að verða sá sami og árið 2019 strax í næsta mánuði

Fresta afhendingum á öllum nýjum þotum frá Airbus

3. september 2020

|

Qatar Airways hefur náð samkomulagi við Airbus um að fresta móttöku á þeim farþegaþotum sem félagið hefur pantað að undanförnu vegna kórónaveirufaraldursins en flugfélagið á einnig í viðræðum við B

Loka bækistöðvum á Stansted, Southend og Newcastle

18. ágúst 2020

|

Breska flugfélagið easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hætta endanlega allri starfsemi sinni á Southend-flugvellinum auk þess sem félagið ætlar að loka starfsstöðvum sínum á London Standsted f

  Nýjustu flugfréttirnar

Ný flugskólabygging fyrir ATP rís nálægt Dallas

30. september 2020

|

Framkvæmdir eru hafnar við nýtt flugþjálfunarsetur í Texas fyrir bandaríska flugskólann ATP Flight School sem er einn stærsti flugskóli Bandaríkjanna.

Hafa ekki pláss fyrir fleiri flugvélar

30. september 2020

|

Flugvélageymslan í bænum Alice Springs í Ástralíu segist ekki geta tekið við fleiri flugvélum í geymslu þar sem svæðið sé nánast orðið fullt og búið að bóka þau fáu pláss sem eftir eru.

IATA lækkar spá sína varðandi batahorfur í fluginu

30. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur dregið úr spá sinni varðandi batahorfur í fluginu um 3 prósent sem byggir á tölfræði um flugumferð í heiminum í ágúst.

Óvíst um framtíð risaþotunnar í flota Etihad

30. september 2020

|

Svo gæti farið að flugfélagið Etihad Airways mun losa sig við risaþotuna Airbus A380 fyrir fullt og allt en Tony Douglas, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að örlög risaþotunnar muni ráðast á næstunn

Yfir 80 starfsmönnum sagt upp hjá Icelandair

29. september 2020

|

Icelandair tilkynnti í dag um uppsagnir og hefur alls 88 starfsmönnum verið sagt upp núna um mánaðarmót.

South African hættir starfsemi enn og aftur

29. september 2020

|

Suður-afríska flugfélagið South African Airways hefur enn og aftur hætt allri starfsemi sem hefur verið fryst af stjórnendum félagsins sem fara fram á svigrúm til þess að endurskoða allan rekstur flug

Svisslendingar kjósa með kaupum á nýjum herþotum

28. september 2020

|

Svisslendingar hafa kosið með því að ríkisstjórn Sviss festi kaup á nýjum orrustuþotum fyrir svissneska flugherinn.

Qatar Airways fær ríkisaðstoð upp á 280 milljarða

28. september 2020

|

Qatar Airways tilkynnti í gær að félagið hafi fengið vilyrði fyrir ríkisaðstoð upp á tæpa 280 milljarða króna frá stjórnvöldum í Katar til að tryggja áframhaldandi flugrekstur vegna kórónaveirufaral

Atlantic Airways mun fljúga til Íslands yfir jólin

28. sept

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tilkynnt að félagið muni fljúga sérstakar flugferðir á milli Færeyja og Íslands um jólin.

Náðu að semja við flugmenn hjá easyJet

28. september 2020

|

Breska flugmannafélagið BALPA hefur lýst því yfir að stórt samkomulag hafi náðst við flugmenn hjá easyJet sem kemur í veg fyrir uppsagnir á yfir 720 flugmönnum hjá lágfargjaldafélaginu sem hefðu anna

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00