flugfréttir

Air France hættir með A380

- COVID-19 hefur orðið til þess að risaþotan fer úr flota flugfélagsins franska

25. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:44

Airbus A380 risaþoturnar hafa verið í flota Air France frá árinu 2009

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

Air France hefur haft níu A380 risaþotur í flotanum en vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur haft á rekstur félagsins hefur verið ákveðið að hætta með risaþoturnar.

„Að hætta með Airbus A380 er í samræmi við stefnu Air France-KLM sem er að aðlagast að betri samkeppnishæfni með sparneytni og hagræðingu að leiðarljósi“, segir í yfirlýsingu frá flugfélaginu en upphaflega stóð til að Air France myndi hafa risaþoturnar áfram að minnsta kosti fram til ársins 2022.

Air France hafði 10 risaþotur í flotanum en félagið hætti með eina risaþotu rétt fyrir lok ársins 2019 en hinar níu hafa verið kyrrsettar frá 16. mars vegna kórónaveirufaraldursins.

Airbus A380 risaþota Air France í flugtaki

Air France á fimm risaþoturnar í flotanum á meðan flugvélaleigan DS Aviation á fjórar Airbus A380 risaþotur félagsins en meðalaldur risaþotna Air France eru 9.2 ár.

Risaþotuflotur Air France tóku 516 farþega en sæti voru fyrir 389 farþga á almennu farrými, 38 á premium-farrými, 80 á viðskiptafarrými og níu farþega á First Class farrými.

Air France notaði Airbus A380 risaþoturnar í flugi frá París til Abidjan, Atlanta, Jóhannesarborgar, Los Angeles, Mexíkóborgar, Miami, New York, Shanghai og til Washington Dulles.  fréttir af handahófi

Alitalia fær 477 milljarða frá ítalska ríkinu

7. maí 2020

|

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að veita flugfélaginu Alitalia fé upp á 477 milljarða króna til þess að tryggja áframhaldandi rekstur þess að sögn Stefano Patuanelli, iðnaðarráðherra landsins.

SAS fær vilyrði fyrir láni upp á 49 milljarða

6. maí 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) hefur náð samkomulagi um aðgang að lánafyrirgreiðslu upp á 3,3 milljarða sænskra króna frá fjórum bönkum á Norðurlöndunum sem á að tryggja rekstur félagsins til næstu þrig

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

  Nýjustu flugfréttirnar

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00