flugfréttir

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

- Einkaflugmaður á Pilatus PC-12 vildi ólmur komast í sólbað

29. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 21:01

Pilatus PC-12 flugvélin sem um ræðir ber skráninguna N412MD

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Um var að ræða einkaflugvél af gerðinni Pilatus PC-12 sem lenti á Anglesey-herflugvellinum í bænum Valley eftir flug frá Fairoaks í Surrey-héraði suður af London en flugmaðurinn vildi ólmur komast í sólbað á ströndinni í bænum og skipti sér lítið af því að flugvöllurinn væri lokaður vegna áhrifa af kórónaveirufaraldrinum.

Flugmaðurinn stöðvaði flugvélina á flugvellinum eins nálægt ströndinni og hann gat en herlið og aðilar á vegum flugvallarins ásamt herlögreglu veittu flugmanninum „móttöku“ þar sem þeir töldu að flugvélin hefði lent á vellinum vegna neyðarástands.

Það virtist hinsvegar ekki vera raunin og var flugmanninum gerð grein fyrir því að flugvöllurinn væri lokaður en völlurinn er notaður af breska flughernum til þess að þjálfa herflugmenn á orrustuþotur.

Flugmaðurinn flaug til Wales frá bænum Fairoaks sem staðsettur er skammt suðvestur af London

Þá voru einnig framkvæmdir sem stóðu yfir á flugvellinum en flugmaðurinn ákvað að snúa við aftur til síns heima og yfirgaf flugvöllinn eftir að hafa rætt við öryggislið og herlögreglu.

Lögreglan í Norður-Wales er með málið inn á borði hjá sér og er verið að skoða hvort að flugmaðurinn hafi brotið sóttvarnarlög með því að lenda á flugvellinum en þar sem flugmaðurinn lenti án leyfis þar sem flugbrautin er lokuð samkvæmt NOTAM hefur atvikið verið tilkynnt til breskra flugmálayfirvalda.

Einkaflugvélum er heimilt að nota Anglesey-flugvöllinn en farið er fram á að sótt sé um heimild með 24 tíma fyrirvara til þess að ganga úr skugga um að flugumferð trufli herstarfsemina á vellinum.  fréttir af handahófi

Myndband: Nauðlending á hraðbraut í Kanada

16. apríl 2020

|

Flugmaður lítillar einkaflugvélar af gerðinni Piper PA-28 Cherokee neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Kanada í morgun eftir að vandræði kom upp með gang í mótor vélarinnar.

Framleiðsla á farþegaþotum hefst á ný eftir helgi

17. apríl 2020

|

Framleiðsla á farþegaþotum hjá Boeing á Seattle-svæðinu mun hefjast að nýju í næstu viku en Boeing stöðvaði framleiðsluna tímabundið vegna COVID-19 heimsfaraldursins þann 25. mars sl. eftir að neyðar

Stefna á að Lauda verði með þotur frá Boeing í stað Airbus

14. maí 2020

|

Ryanair er að íhuga að hætta við pöntun sem félagið gerði í Airbus-þotur sem til stóð að færu til nýja dótturfélagsins Lauda Air og segir Michael O´Leary, framvæmdarstjóri félagsins, að verið sé að

  Nýjustu flugfréttirnar

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00