flugfréttir

Stefna á að bjarga South African í stað stofnun nýs flugfélags

- Gagnaleki sýnir áætlanir ríkisstjórnar Suður-Afríku varðandi flugfélagið

1. júní 2020

|

Frétt skrifuð kl. 16:44

South African Airways hefur ekki skilað inn hagnaði frá því árið 2011

Svo gæti farið að rekstri South African Airways sé mögulega bjargað fyrir horn en erlendir fréttamiðlar hafa birt gögnum sem lekið var í morgun sem sýna björgunaráætlun suður-afrísku ríkisstjórnarinnar sem ætlar að verja 35 milljörðum í flugfélagið og hætta þá mögulega við stofnun nýs flugfélags.

Þrátt fyrir að óvissa hafi ríkt um framtíð margra flugfélaga í heiminum vegna COVID-19 heimsfaraldursins sem í dag hafa ennþá mörg hver náð að halda velli þá hefur verið mjög tvísýnt um merki South African Airways sem flogið hefur í gegnum súrt og sætt allt frá því að félagið var stofnað árið 1934 en félagið hefur ekki skilað inn hagnaði frá því árið 2011.

Félagið hefur samt sem áður verið rekið á barmi gjaldþrots sl. ár og var til að mynda sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun fyrir South African í desember í fyrra áður en kórónaveirufaraldurinn hófst.

Í byrjun maí tilkynnti ríkisstjórn Suður-Afríku að búið væri að ákveða að skipta rekstri South African Airways út fyrir nýtt flugfélag og sagði Pravin Gordhan, fyrirtækjaráðherra Suður-Afríku, meðal annars að South African væri dautt og væri komin tími á að byrja með nýtt blað og nýtt flugfélag.

Í drögunum sem var í morgun lekið í fjölmiðla kemur fram hugmynd ríkisstjórnarinnar um að hætta við stofnun nýs flugfélags og setja meira fé í rekstur hiðs 86 ára gamla South African Airways en nokkrir stjórnmálaflokkar í Suður-Afríku hafa í morgun harðlega gagnrýnt þessar áætlanir.

Suður-Afríska ríkisstjórnin hefur frest fram til 8. júní til þess að skila tilboði auk hugmynda varðandi hvaða stefnu eigi að taka er kemur að framtíð flugfélagsins.  fréttir af handahófi

Finnair stefnir á flug til 40 áfangastaða í júlí

19. maí 2020

|

Finnair stefnir á að halda áfram áætlunarflugi til 40 áfangastaða frá og með 1. júlí næstkomandi en félagið ætlar að hefja meðal annars flug til flestallra áfangastaða sinna í Asíu.

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

Emirates tekur COVID-19 sýni á farþegum fyrir brottför

15. apríl 2020

|

Emirates hefur brugðið á það ráð að taka blóðsýni af farþegum áður en þeir ganga um borð í flugvélar félagsins til þess að ganga úr skugga um að farþegar séu smitaðir af kórónaveirunni fyrir brottför

  Nýjustu flugfréttirnar

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00