flugfréttir

Stærsta flugvél heims snýr til síns heima í stutta skoðun

- Hefur flogið viðstöðulaust í 2 mánuði með heilbrigðisvörur vegna COVID-19

15. júní 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:48

Antonov An-225 „Mriya“ í flugtaki á Shannon-flugvellinum á Írlandi sl. föstudag

Antonov An-225 Mriya, stærsta flugvél heims, hefur fengið smá hvíld frá vöruflutningaflugi með heilbrigði- og lækningavörur en flugvélinni hefur verið flogið til síns heima í Úkraínu þar sem framundan er viðhaldsskoðun og eftirlitúttekt á hreyflum.

Hins sex hreyfla risavöruflutningaflugvél hefur verið nánast viðstöðulaust á flugi í 2 mánuði og flutt hundruði tonna af vörum heimshorna á milli vegna COVID-19 heimsfaraldursins og hefur flugvélin meðal annars flogið yfir 11 ferðir fram og til baka milli heimsálfa frá því í apríl.

An-225 flugvélin mun gangast undir reglubundna skoðun sem mun framlengja flughæfnisvottun vélarinnar um eitt ár fram til ársins 2021 og eftir 10 daga verður vélin aftur tiltæk fyrir frekari sendiferðir fyrir þau fyrirtæki sem þurfa að flytja mikið magn af vörum á milli staða.

Antonov An-224 kemur með sex þotuhreyflum

Flugvélin, sem er sú eina sinnar tegundar í heiminum, flaug fyrsta flugið vegna heimsfaraldursins þann 14. apríl sl. en seinasta flugið sem flugvélin flaug var flug frá Tianjin í Kína til Shannon á Írlandi þann 10. júní sl. með viðkomu í Kazakhstan en þá flutti vélin um 900.000 hlífðaryfirhafnir fyrir írskt heilbrigðisstarfsfólk.

Þótt að flugvöllurinn í Dublin hefði hentað betur sem staðsetning þá var flugvöllurinn á Shannon með einu flugbrautina á Írlandi sem getur tekið við Antonov An-225 sem vegur tóm 285 tonn.

Þess má geta að hámarksflugtaksþungi vélarinnar er 640 tonn og þá getur flugvélin tekið allt að 300.000 kíló af eldsneyti.  fréttir af handahófi

Fyrsta MC-21 þotan verður afhent í nóvember árið 2021

6. júlí 2020

|

Rússneski flugvélaframleiðandinn Irkut áætlar að afhenda fyrsta eintakið af MC-21 farþegaþotunni í nóvember á næsta ári.

IATA: Fyrstu ummerki um að flugið sé á batavegi

4. júní 2020

|

Fyrstu ummerki um bata í fluginu með aukinni flugumferð eru farin að gera vart við sig að sögn Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA) sem greindu frá því í gær að flugumferð í áætlunarflugi sé aðeins f

Þrjú stærstu flugfélög Kína fá sína fyrstu ARJ21 þotur afhentar

29. júní 2020

|

Þrjú stærstu flugfélögin í Kína fengu öll fyrsta eintakið af ARJ21 þotunni í afhentar gær sem framleidd er af kínverska flugvélaframleiðandanum COMAC.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00