flugfréttir

Beðnir um að stöðva framleiðslu á skrokkum fyrir 737 MAX

- Boeing biður Spirit AeroSystems um að gera hlé á framleiðslunni

17. júní 2020

|

Frétt skrifuð kl. 13:20

Frá verksmiðjum Spirit AeroSystems í Wichita í Kansas

Boeing hefur beðið fyrirtækið Spirit AeroSystems um að hætta framleiðslu á skrokkum fyrir Boeing 737 MAX í bili og setja framleiðsluna á bið.

Spirit AeroSystems framleiðir alla flugvélaskrokka fyrir Boeing 737 MAX auk fleiri íhluta fyrir þotuna sem hafa verið ferjaðir með járnbrautarlestum frá Kansas til Seattle þar sem vélarnar eru settar saman í Renton.

Ástæðan fyrir því að Boeing hefur beðið Spirit AeroSystems um að stöðva framleiðslu á skrokkum fyrir vélarnar er sögð vera sú að flugvélaframleiðandinn er að fá mjög mikið af afpöntunum frá flugfélögum og flugvélaleigum vegna COVID-19 heimsfaraldursins og ríkir því óvissa um hversu mörg eintök stendur til að framleiða af MAX-vélunum á næstunni.

Til að byrja með hefur Spirit AeroSystems verið beðið um að bíða með að senda fjóra flugvélaskrokka til Renton og bíða með að hefja framleiðslu á 16 skrokkum til viðbótar sem áttu að fara í framleiðslu á næstunni.

Fyrirtækið segir að viðræður standi yfir við Boeing varðandi framhaldið og uppfærða afhendingaráætlun á næstu flugvélaskrokkum en framleiðsla hófst að nýju á Boeing 737 MAX í lok maímánaðar eftir 5 mánaða hlé á framleiðslunni sem var stöðvuð í byrjun ársins vegna kyrrsetningu vélanna sem er enn í gildi.

Spirit AeroSystems fékk skilaboð frá Boeing þann 4. júní þar sem stóð meðal annars að ekki væri þörf fleiri skrokkum fyrir Boeing 737 MAX og verður rætt um framhaldið á næstunni.

Spirit AeroSystesm hefur gert ráð fyrir að afhenda 125 skrokka fyrir Boeing 737 MAX á þessu ári en fyrirtækið hefur enga hugmynd um hversu umfangsmikill niðurskurðurinn á framleiðslunni verður.

Vegna þessa hefur fyrirtækið gripið til þess ráðs að endurskoða starfsmannastöðuna og hefur 900 starfsmönnum verið gert að fara í þriggja vikna launalaust leyfi.  fréttir af handahófi

Fresta afhendingum á 68 MAX-þotum til 2025

4. júní 2020

|

Írska flugvélaleigan SMBC Aviation Capital hefur ákveðið að fresta afhendingum á alls 68 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX um fjögur ár.

Sagt að 10 prósent starfsmanna verði sagt upp hjá Boeing

23. apríl 2020

|

Sagt er að Boeing sé að íhuga uppsagnir og er haft eftir tveimur heimildarmönnum að flugvélaframleiðandinn ætli að segja upp 10 prósent af öllum þeim mannafla sem starfar í farþegaþotudeildinni.

Airbus A380 breytt í fraktþotu

6. maí 2020

|

Fyrirtækið Lufthansa Technik undirbýr sig nú fyrir það að geta breytt Airbus A380 risaþotu í fraktþotu en það yrði þá í fyrsta skipti sem risaþotunni verður breytt í vöruflutningaflugvél.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00