flugfréttir

Emirates mun fljúga A380 á ný um miðjan júlí

- Stefna á að allar risaþoturnar verði komnar í umferð fyrir árið 2022

24. júní 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:16

Farþegaþotur Emirates á flugvellinum í Dubai

Emirates ætlar sér að byrja að nota risaþoturnar Airbus A380 aftur um miðjan næsta mánuð en félagið hefur ekki flogið risaþotunum frá því að COVID-19 heimsfaraldurinn hófst.

Emirates mun byrja að fljúga A380 til London Heathrow og til Parísar frá og með 15. júlí næstkomandi eftir um þriggja mánaða hlé.

Þess má geta að aðeins sex risaþotur hafa verið í umferð í heiminum í dag og er China Southern Airlines eina flugfélagið sem hefur verið að fljúga þessum stærstu fjögurra hreyfla farþegaþotum heims sl. daga en þá hefur portúgalska fyrirtækið HiFly einnig verið með eina í notkun.

Emirates tilkynnti um endurkomu risaþotunnar á dögunum á sama tíma og félagið tilkynnti að til stæði að hefja flug á ný til enn fleiri áfangastaða en Emirates mun byrja m.a. að fljúga aftur til Brussel, Hanoi, Auckland, Ho Chi Minh City, Barcelona, Washington og til Istanbúl.

Sögusagnir hafa verið á kreiki að Emirates ætli sér að hætta með fjölda risaþotna af gerðinni Airbus A380 en flugfélagið þvertekur fyrir það og segir að stefnan sé að vera komið með allar risaþoturnar í fulla notkun aftur fyrir árið 2022.

Emirates mun taka enn fleiri risaþotur úr geymslu þar sem til stendur að hefja flug einnig til Frankfurt, Zurich, New York, Toronto, Kuala Lumpur, Singapore, Hong Kong, Madríd, Kaupmannahafnar, Amsterdam og til Dublin.

Yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum ætla sér að opna landið á ný eftir heimsfaraldurinn þann 7. júlí næstkomandi en öllum ferðamönnum verður gert að framvísa nýlegu læknisvottorði til að staðfesta að það sé ekki smitað af kórónaveirunni eða að gangast undir skimun við komuna á flugvellinum í Dubai.  fréttir af handahófi

Maður á flugbraut varð fyrir farþegaþotu í lendingu í Texas

8. maí 2020

|

Maður lést er hann varð fyrir farþegaþotu í lendingu á flugvellinum í Austin í Texas í gærkvöldi en maðurinn var staddur á flugbrautinni þegar vélin lenti.

Heathrow-flugvöllur tapar 1.2 milljörðum á hverjum degi

6. maí 2020

|

Svo virðist sem að draumurinn um þriðju flugbrautina á Heathrow-flugvelli sé úti vegna COVID-19 heimsfaraldursins og lítur út fyrir að allar áætlanir varðandi þriðju flugbrautina verði settar á hill

Oshkosh 2020 frestað í ár

3. maí 2020

|

Skipuleggjendur flughátíðarinnar AirVenture Oshkosh hafa tilkynnt að ákveðið hefur verið að fresta flugsýningunni sem átti að fara fram í júlí í sumar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00