flugfréttir

Flugprófanir fyrir vottun á 737 MAX hefjast á morgun

28. júní 2020

|

Frétt skrifuð kl. 16:20

Boeing 737 MAX tilraunarþota Boeing

Orðrómur er uppi um að flugprófanir með Boeing 737 MAX séu að hefjast á morgun en haft er eftir heimildarmönnum sem kunnugir eru málum að Boeing muni ásamt bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) hefja prófanir á mánudag.

Um þriggja daga flugprófanir er að ræða sem er liður í endurútgáfu á flughæfnisvottun fyrir Boeing 737 MAX sem hefur verið kyrrsett í eitt ár og þrjá mánuði.

Tilraunarflugvél af gerðinni Boeing 737 MAX 7 verður notuð í flugprófanirnar og á vélin að fara í loftið frá Boeing Field á morgun.

Fram kemur að meðal annars verða gerðar tilraunir með skarpar beygjur ásamt fleiri æfingum og verður vélinni bæði flogið yfir Washington-fylki og meðfram strönd Kyrrahafsins.

Þá munu tilraunaflugmenn gera prófanir með ofris þar sem nýju uppfærslurnar á MCAS-kerfinu svokallaða verða prófaðar en talið er að það kerfi hafi spilað stór hlutverk í flugslysinum tveimur hjá Lion Air og Ethiopian Airlines sem varð til þess að Boeing 737 MAX urðu kyrrsettar um allan heim í mars árið 2019.

Fram kemur að mögulega gæti Boeing 737 MAX verið komin með flughæfnisvottun á ný í september

Hingað til hafa farið fram hundruðir klukkustundir af prófunum á Boeing 737 MAX í flughermi í Renton auk prófana með Boeing 737 MAX 7 tilraunarþotu.

Starfsmenn frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) verða um borð í tilraunarfluginu á morgun og verður svo farið ítarlega yfir niðurstöður úr prófununum ásamt greiningu á gögnum til að meta hæfni vélanna sem gæti orðið til þess að þær fá að fljúga á ný á næstunni.

Í framhaldi af prófunum þá þarf FAA að samþykkja nýjar reglugerðir og verklag er varðar þjálfun flugmanna á Boeing 737 MAX en samkvæmt þeim sem þekkja til þá er möguleiki að MAX-vélarnar gætu fengið flughæfnisvottun í september og mögulega hafið áætlunarflug að nýju með farþega fyrir lok ársins.

Flugmálayfirvöld í Kanada og í Evrópu hafa lýst því yfir að þau ætli að framkvæma sína eigin úttekt og prófanir eftir að bandarísk flugmálayfirvöld hafa lokið sínum og kemur fram að þær prófanir gætu orðið enn kröfuharðari og ítarlegri en prófanir Boeing og FAA.  fréttir af handahófi

Airbus kynnir plasthlíf fyrir A350 gegn kaffisulli

24. apríl 2020

|

Airbus hefur komið með lausn á kaffisullsvandanum sem hafði herjað á þá flugmenn sem flugu Airbus A350 þotunum og hefur framleiðandinn kynnt sérstaka plashlíf sem farið er fram á að notuð verði til a

Boeing kallar til baka 2.500 starfsmenn

16. apríl 2020

|

Boeing hefur ráðið til baka um 2.500 starfsmenn af þeim 30 þúsund starfsmönnum sem sagt var upp á dögunum þar sem til stendur að hefja takmarkaða starfsemi að nýju.

Fara mögulega í mál við flugfélög sem hætta við pantanir

8. júní 2020

|

Airbus hefur tilkynnt að framleiðandinn muni beita hörku og hefja dómsmál á hendur þeim flugfélögum sem ætla að sniðganga þá samninga sem gerðir hafa verið vegna pantana í nýjar þotur vegna COVID-19

  Nýjustu flugfréttirnar

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00