flugfréttir

Sá fyrsti til að fljúga atvinnuflug með sykursýki í Bandaríkjunum

- Bob Halicky hefur beðið eftir þessum degi í 9 ár

28. júní 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:14

Bob Halicky er komin aftur í háloftin eftir 9 ára hlé

Í seinustu viku átti sér stað fyrsta áætlunarflugið í Bandaríkjunum sem var flogið undir stjórn fyrsta flugstjórans sem fær að fljúga eftir að reglugerðum vestanhafs var breytt er varðar flugmenn með sykursýki.

Hinn 59 ára gamli flugstjóri Bob Halicky hafði beðið eftir þessum degi í 9 ár en þann 22. júní sl. var hann flugstjóri um borð í flugi Southwest Airlines frá Las Vegas til Seattle og er þetta í fyrsta sinn sem flugmaður fær að fljúga atvinnuflug í Bandaríkjunum þrátt fyrir sykursýki.

„Það var mjög spennuþrungin stund að mæta aftur í flugstjórnarklefann og einnig spennandi að fá að vera fyrsti flugmaðurinn með sýkursýki 1 í Bandaríkjunum til þess að fá að fljúga atvinnuflug“, segir Halicky.

Í mörg ár hafa bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ekki leyft flugmönnum með sykursýki að fljúga atvinnuflug líkt og mörg önnur lönd þrátt fyrir að lönd á borð við Kanada og Bretland hafa leyft það undir þeim skilyrðum að það sé annar flugmaður um borð.

Bob Halicky í fyrsta áætlunarfluginu sínu til hægri

Það var í nóvember í fyrra sem bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ákváðu að breyta reglum er varðar flugmenn með sykursýki í atvinnuflugi eftir þrýsting frá bandarísku sykursýkissamtökunum og AOPA (Félag flugmanna og flugvélaeigenda í Bandaríkjunum) sem höfðu hvött FAA til þess að endurskoða reglugerðina.

Var þá tilkynnt að þeir flugmenn, sem sprauta sig með insúlíni vegna sykursýki, gætu sótt um endurútgáfu á fyrsta flokks heilbrigðisvottorði (Class 1 Medical) til atvinnuflugs en frá árinu 1996 hafa aðeins flugmenn geta sótt um 2. flokks læknisvottorð vegna einkaflugs.

FAA segir að nú þegar hafa verið gefin út 1.flokks heilbrigðisvottorð til sex flugmanna vegna atvinnuflugs og sé ekki hægt að staðfest að flug Southwest Airlines hafi verið formlega fyrsta flugið þar sem flugmaður með sykursýki er við stjórnvölin en bandarísku sykursýkissamtökin segja að Southwest-flugið þann 22. júní hafi verið það fyrsta.

Greindist með sykursýki 1 árið 2011

Bob Halicky hafði varið stórum hluta ævi sinnar í háloftunum þar til hann greindist með sykursýki en hann hóf feril sinn hjá Southwest Airlines árið 1993 en í júlí árið 2011 greindist hann með sykursýki 1.

Halicky hélt áfram að starfa við flugið sem flugkennari þar sem hann þjálfaði nýja flugmenn í flughermi og var hann með þeim fyrstu til þess að sækja um 1. flokks heilbrigðisskírteini eftir að reglunum var breytt í nóvember í fyrra.

Halicky fékk heilbrigðisskírteinið sitt í hendurnar í apríl í vor og tók þá við endurþjálfun á Boeing 737 vélarnar og steig hann um borð í fyrsta áætlunarflugið sitt í heilan áratug sl. mánudag er hann flaug Boeing 737-700 þotu frá McCarran-flugvellinum í Las Vegas til Seattle-Tacoma flugvallarins.

Halicky brosti sínu breiðasta brosi enda tilfinningin næstum því ólýsanleg að vera komin aftur í loftið en hann hafði samt lítinn tíma til þess að fagna því strax eftir flugið til Seattle tók næsti leggur við sem var flug til Oakland og næstu daga tóku við flug til Albuquerque, Phoenix, Houston og Milwaukee áður en flogið var aftur til baka til Las Vegas.  fréttir af handahófi

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Lufthansa Group sker niður - Losa sig við 42 flugvélar

7. apríl 2020

|

Lufthansa gerir ráð fyrir að það muni taka marga mánuði að aflétta ferðabanni í öllum löndum heimsins þegar heimsfaraldinum lýkur og gerir flugfélagið þýska ráð fyrir að eftirspurn eftir flugsætum mu

  Nýjustu flugfréttirnar

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00