flugfréttir

Virgin keppist við að finna fjármagn upp á 154 milljarða

- Opinber aðstoð frá breska ríkinu væri síðasta úrræðið

29. júní 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:03

Virgin Atlantic leitar nú að fjármagni upp á 154 milljarða króna til þess að bjarga rekstrinum

Virgin Atlantic Airways berst nú í bökkum og leitar flugfélagið breska nú að fjármagni með aðstoð frá einkafjárfestum til þess að styrkja reksturinn sem hefur verulega orðið fyrir barðinu á kórónaveirufaraldrinum.

Virgin Atlantic þarf að safna saman fjármagni upp á 900 milljón Sterlingspund sem samsvarar 154 milljörðum króna og stefnir félagið á að vera komið með það fjármagn í júlí ef allt gengur upp.

Fram kemur að rekstur Virgin Atlantic sé mjög tæpur og hafa stjórnendur félagsins búið sig undir það að mögulega verði ekki hægt að finna það fjármagn sem til þarf.

Virgin Atlantic ætlar meðal annars að gera tilraun til þess að fá 42 milljarða króna að láni frá vogunarsjóðum og 34 milljarða króna að láni frá hluthöfum félagsins en meðal stærstu hluthafa félagsins er stofnandi þess, Sir Richard Branson, og Delta Air Lines.

Virgin Atlantic hefur einungis sinnt langflugi frá Bretlandi til fjarlægra áfangastaða en talið er að það muni takan lengstan tíma fyrir langflug að ná að jafna sig eftir COVID-19 faraldurinn og þessvegna nokkur ár.

Fram kemur að Shai Weiss, framkvæmdarstjóri Virgin Atlantic, hafi varið stórum hluta helgarinnar í að ræða við fjárfesta og hafi viðræður nú þegar átt sér stað við yfir sextíu aðila um fjármagn.

Þá hefur Virgin einnig reynt að semja um greiðslur að andvirði hundruði milljóna króna og þar á meðal við flugvélaleigur og er í flestum tilvikum um að ræða viðræður um að fresta greiðslum á meðan flugfélagið nær sér á strik.

Breska ríkisstjórnin hefur fylgst með þróun mála hjá Virgin Atlantic og hefur lýst því yfir að mögulega verði hægt að veita félaginu opinbera aðstoð en það verði þó gert í ítrustu neyð ef allar aðrar tilraunir félagsins til þess að verða sér út um fjármagn fara út um þúfur.  fréttir af handahófi

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Afbóka pöntun í 29 MAX-þotur

21. apríl 2020

|

Kínverska flugvélaleigan CDB Aviation hefur hætt við pöntun í 29 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX og samið við Boeing um að fá að fresta afhendingum á tuttugu öðrum þotum sömu gerðar alveg til ársins

  Nýjustu flugfréttirnar

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00