flugfréttir

Sameina nýja tegund af flugrita og hljóðrita í einn búnað

- Airbus A320neo fyrstar til að koma með SRVIVR25 búnaðinn frá L3Harris

24. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:27

Bæði bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og EASA í Evrópu hafa gefið út vottun fyrir nýja flugritabúnaðinum

Nýjar Airbus A320neo þotur munu á næstunni koma með nýrri tegund af flugritum þar sem búið verður að sameina flugrita og hljóðrita í einn búnað sem framleiddur er af fyrirtækinu L3Harris Technologies.

Sá hluti búnaðarins sem tekur upp hljóðupptökur í stjórnklefa vélarinnar mun geta tekið upp 25 klukkustundir af efni og 70 klukkustundir af flugupplýsingum úr flugvélinni.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út vottun fyrir nýja flugritabúnaðinum sem nefnist SRVIVR25 og þá er búnaðurinn frá L3Harris sá fyrsti sem uppfyllir nýlegar kröfur frá Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) sem fara fram á að hljóðritar í farþegaflugvélum eigi frá og með 1. janúar árið 2021 að taka upp hljóðupptökur í að minnsta kosti 25 klukkustundir.

Þá vinnur L3Harris einnig að þróun á sambærilegum flugrita fyrir Airbus A350 og A330 þoturnar og munu flugritarnir síðar koma með möguleika á að senda beint upplýsingar í gegnum gervihnött sem býður upp á möguleika til að sækja gögn þrátt fyrir að ekki sé búið að finna flak flugvélar ef slys ber af hönum sem hjálpar einnig við að staðsetja flakið.

Terry Flaishans, forstjóri L3Harris, segir að þetta kerfi býður upp á „ítarlegasta magn af upplýsingum“ sem nokkur flugriti býr yfir og munu flugfélög fá aðgang að ýmsum gögnum sem hefðbundnir flugritar og hljóðritar í dag búa ekki yfir.

„Flugrekendur munu með fljótum hætti ná að niðurhalla öllum gögnum gegnum upplýsingastreng og fá strax í hendur upplýsingar úr stjórnklefanum sem býður upp á tafarlausa greiningu varðandi það sem átti sér stað í flugvélinni“, segir Flaishans.  fréttir af handahófi

60.000 áætlunarflug á dag í fyrsta sinn í 15 vikur

7. júlí 2020

|

Farþega- og áætlunarflug í heiminum rauf 60.000 flugferðamúrinn í fyrsta sinn sl. föstudag eftir COVID-19 heimsfaraldurinn þegar 60.100 flugferðir voru farnar í heiminum þann sólarhringinn sem telja

Blásið til hátíðar vegna opnunar á Brandenburg-flugvellinum

24. júlí 2020

|

Stjórn Brandenburg-flugvallarins í Berlín hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem segir að fyrirhuguð er mikil opnunarhátíð vegna opnun flugvallarins með viðburðum sem munu standa yfir frá 25. októb

Risatap Delta Air Lines samsvarar 547 milljörðum

14. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines tapaði um 547 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi ársins og er þetta eitt mesta tap í sögu félagsins sem er tilkomið vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Sala á flugstjórnkerfum hefur dregist saman um 37 prósent

14. ágúst 2020

|

Fram kemur að sala á flugstjórnkerfum, bæði skjákerfum og fjarskiptabúnaði, fyrir flugvélar hefur dregist saman um meira en þriðjung meðal helstu fyrirtækja sem eru leiðandi á markaðnum í sölu og fr

Fleiri farþegar um Frankfurt-flugvöll heldur en Heathrow

14. ágúst 2020

|

Næstum því helmingi fleiri farþegar fóru um flugvöllinn í Frankfurt í Þýskalandi í júlí samanborið við þá farþega sem fóru um Heathrow-flugvöllinn í London.

Þrír hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi í Stafangri í sumar

14. ágúst 2020

|

Þrjú tilvik hafa komið upp frá því í júní þar sem flugmenn og flugfreyjur hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi á flugvellinum í Stafangri í Noregi.

Azul nær að semja um frestun á greiðslum til leigusala

13. ágúst 2020

|

Brasilíska flugfélagið Azul Linhas Aéreas Brasileiras hefur náð að semja við lánadrottna og flugvélaleigur um breytingu og frestun á greiðslum.

IATA gefur út svartsýnni spá fyrir flugið í Evrópu

13. ágúst 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur gefið út nýja spá er varðar framtíðarhorfur á næstunni í fluginu í Evrópu og er sú spá svartsýnni en fyrri spár.

EASA varar við aðskotahlutum í stemmuröri eftir geymslu

13. ágúst 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér tilkynningu með fyrirmælum varðandi þau áhrif sem langtímageymsla á flugvélum getur haft í för með sér en margar flugvélar eru nú í geymslu vegna

S7 Airlines stofnar sérstakt fraktflugfélag

13. ágúst 2020

|

Rússneska flugfélagið S7 Airlines ætlar að hefja fraktflugsstarfsemi og hefur félagið pantað tvær Boeing 737-800BCF fraktflugvélar sem verða teknar á leigu frá flugvélaleigunni GECAS.

370 flugfreyjum sagt upp hjá Sunclass Airlines

13. ágúst 2020

|

Danska leiguflugfélagið Sunclass Airlines hefur sagt upp 200 flugfreyjum og flugþjónum í Danmörku og um 170 í Svíþjóð og eru því alls 370 starfsmenn hjá félaginu sem verður sagt upp þann 20. ágúst n

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

12. ágúst 2020

|

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00