flugfréttir

Ætla að fljúga á ný til allra áfangastaða eftir nokkra mánuði

24. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:29

Flugvélar KLM Royal Dutch Airlines á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam í Hollandi

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur lýst því yfir að félagið ætli fljótlega að hefja flug til allra þeirra áfangastaða sem félagið flaug til áður en COVID-19 heimsfaraldurinn braust út.

KLM flýgur nú þegar í dag til margra af þeim áfangastöðum í Evrópu sem félagið flaug til áður en faraldurinn braust út og er stefnan að snúa aftur til margra fjarlægra áfangastaða í öðrum heimsálfum einnig á sama tíma og lönd afnema ferðatakmarkanir.

Samt sem áður gæti einhver tími liðið þangað til KLM mun fljúga með sömu tíðni á alla áfangstaðina en til stendur að fljúga til þeirra allra á næstu mánuðum.

Áfangastaðir í leiðarkerfi KLM telja 145 borgir víðvegar um heiminn en til að mynda þá hefur félagið undanfarnar vikur flogið til 72 áfangastað í Evrópu af þeim 92 borgum sem félagið flaug til fyrir tíma COVID-19 og ætlar KLM að fljúga til þeirra allra aftur í ágúst.

KLM ætlar að fljúga 10.000 flugferðir í ágúst til 91 áfangastaðar en til samanburðar þá flaug félagið 19.000 flugferðir í ágúst í fyrra innan Evrópu.

Í fyrra flaug KLM til 69 borga í langflugi utan Evrópu en í dag hefur félagið flogið til um 50 áfangastaða en þriðjungur af þeim flugferðum er fraktflug.  fréttir af handahófi

EASA varar flugfélög við því að fljúga yfir Íran

17. júlí 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið út tilmæli þar varað er við því að fljúga í íranskri lofthelgi þar sem flug yfir landið gæti mögulega sett í gang loftskeytakerfi íranska hersins.

Allar þrjár flugtölvurnar biluðu samtímis í lendingu

6. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Taívan hafa farið fram á að flugfélög þar í landi, sem hafa Airbus A330 breiðþotuna í flota sínum, endurskoði verkferla er kemur að lendingum á blautum flugbrautum í mikilli rigni

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

  Nýjustu flugfréttirnar

Sala á flugstjórnkerfum hefur dregist saman um 37 prósent

14. ágúst 2020

|

Fram kemur að sala á flugstjórnkerfum, bæði skjákerfum og fjarskiptabúnaði, fyrir flugvélar hefur dregist saman um meira en þriðjung meðal helstu fyrirtækja sem eru leiðandi á markaðnum í sölu og fr

Fleiri farþegar um Frankfurt-flugvöll heldur en Heathrow

14. ágúst 2020

|

Næstum því helmingi fleiri farþegar fóru um flugvöllinn í Frankfurt í Þýskalandi í júlí samanborið við þá farþega sem fóru um Heathrow-flugvöllinn í London.

Þrír hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi í Stafangri í sumar

14. ágúst 2020

|

Þrjú tilvik hafa komið upp frá því í júní þar sem flugmenn og flugfreyjur hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi á flugvellinum í Stafangri í Noregi.

Azul nær að semja um frestun á greiðslum til leigusala

13. ágúst 2020

|

Brasilíska flugfélagið Azul Linhas Aéreas Brasileiras hefur náð að semja við lánadrottna og flugvélaleigur um breytingu og frestun á greiðslum.

IATA gefur út svartsýnni spá fyrir flugið í Evrópu

13. ágúst 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur gefið út nýja spá er varðar framtíðarhorfur á næstunni í fluginu í Evrópu og er sú spá svartsýnni en fyrri spár.

EASA varar við aðskotahlutum í stemmuröri eftir geymslu

13. ágúst 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér tilkynningu með fyrirmælum varðandi þau áhrif sem langtímageymsla á flugvélum getur haft í för með sér en margar flugvélar eru nú í geymslu vegna

S7 Airlines stofnar sérstakt fraktflugfélag

13. ágúst 2020

|

Rússneska flugfélagið S7 Airlines ætlar að hefja fraktflugsstarfsemi og hefur félagið pantað tvær Boeing 737-800BCF fraktflugvélar sem verða teknar á leigu frá flugvélaleigunni GECAS.

370 flugfreyjum sagt upp hjá Sunclass Airlines

13. ágúst 2020

|

Danska leiguflugfélagið Sunclass Airlines hefur sagt upp 200 flugfreyjum og flugþjónum í Danmörku og um 170 í Svíþjóð og eru því alls 370 starfsmenn hjá félaginu sem verður sagt upp þann 20. ágúst n

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

12. ágúst 2020

|

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00