flugfréttir

Blásið til hátíðar vegna opnunar á Brandenburg-flugvellinum

- Boðið upp á ýmsa viðburði þegar BER opnar 31. október

24. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 16:41

Airbus-þotur frá easyJet í geymslu á Brandenburg-flugvellinum í Berlín vegna COVID-19 heimsfaraldursins

Stjórn Brandenburg-flugvallarins í Berlín hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem segir að fyrirhuguð er mikil opnunarhátíð vegna opnun flugvallarins með viðburðum sem munu standa yfir frá 25. október fram til 8. nóvember í haust en flugvöllurinn sjálfur opnar dyrnar fyrir farþegum þann 31. október.

Starfsemi annarra flugvalla í Berlín mun færast yfir á nýja Brandenburg-flugvöllinn og verður því flogið frá honum til yfir 150 áfangastaða sem er samkvæmt áætlun sem fyrst fór á teikniborðið á tíunda áratug síðustu aldar.

Framkvæmdir við Brandenburg-flugvöllinn hófust árið 2006 og stóð upphaflega til að flugvöllurinn myndi opna árið 2011 en mörgum sinnum var opnun vallarins frestað og mun hann loksins opna núna í haust,
9 árum á eftir áætlun.

Frá Brandenburg-flugvellinum í Berlín

Stjórn Brandenburg-flugvallarins lýsti því yfir í byrjun mánaðarins að ekkert sé lengur því til fyrirstöðu að opna flugvöllinn í október og séu öll tilskilin leyfi í höfn og búið sé að lagfæra alla þá galla sem komu í ljós fyrir nokkrum árum síðan sem varð til þess að opnun vallarins var frestað.

Eftir að Brandenburg-flugvöllurinn verður tekinn í notkun mun starfsemi Tegel-flugvallrins leggjast af og þá mun flugstöðin á Schönefeld-flugvellinum verða Terminal 5 á Brandenburg-flugvellinum.  fréttir af handahófi

Flugmaður veiktist skyndilega í aðflugi í Zurich

11. ágúst 2020

|

Flugmaður veiktist skyndilega um borð í farþegaþotu frá svissneska flugfélaginu Swiss International Air Lines um helgina.

Ætla að afhenda 450 MAX-vélar innan 12 mánaða

30. júlí 2020

|

Boeing stefnir á að afhenda allar þær 450 Boeing 737 MAX þotur sem framleiddar hafa verið til viðskiptavina sinna innan 12 mánaða frá því að afhendingar hefjast að nýju sem mögulega verður fyrir lok

Airbus setur þróun á A321XLR á fullt skrið

14. ágúst 2020

|

Sagt er að Airbus sé að setja allt á fullt með þróun á nýju Airbus A321XLR þotunni sem verður enn langdrægari útgáfa af A321LR og verður ferlinu flýtt á meðan dregið hefur úr afköstum í smíði á öðru

  Nýjustu flugfréttirnar

Sala á flugstjórnkerfum hefur dregist saman um 37 prósent

14. ágúst 2020

|

Fram kemur að sala á flugstjórnkerfum, bæði skjákerfum og fjarskiptabúnaði, fyrir flugvélar hefur dregist saman um meira en þriðjung meðal helstu fyrirtækja sem eru leiðandi á markaðnum í sölu og fr

Fleiri farþegar um Frankfurt-flugvöll heldur en Heathrow

14. ágúst 2020

|

Næstum því helmingi fleiri farþegar fóru um flugvöllinn í Frankfurt í Þýskalandi í júlí samanborið við þá farþega sem fóru um Heathrow-flugvöllinn í London.

Þrír hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi í Stafangri í sumar

14. ágúst 2020

|

Þrjú tilvik hafa komið upp frá því í júní þar sem flugmenn og flugfreyjur hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi á flugvellinum í Stafangri í Noregi.

Azul nær að semja um frestun á greiðslum til leigusala

13. ágúst 2020

|

Brasilíska flugfélagið Azul Linhas Aéreas Brasileiras hefur náð að semja við lánadrottna og flugvélaleigur um breytingu og frestun á greiðslum.

IATA gefur út svartsýnni spá fyrir flugið í Evrópu

13. ágúst 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur gefið út nýja spá er varðar framtíðarhorfur á næstunni í fluginu í Evrópu og er sú spá svartsýnni en fyrri spár.

EASA varar við aðskotahlutum í stemmuröri eftir geymslu

13. ágúst 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér tilkynningu með fyrirmælum varðandi þau áhrif sem langtímageymsla á flugvélum getur haft í för með sér en margar flugvélar eru nú í geymslu vegna

S7 Airlines stofnar sérstakt fraktflugfélag

13. ágúst 2020

|

Rússneska flugfélagið S7 Airlines ætlar að hefja fraktflugsstarfsemi og hefur félagið pantað tvær Boeing 737-800BCF fraktflugvélar sem verða teknar á leigu frá flugvélaleigunni GECAS.

370 flugfreyjum sagt upp hjá Sunclass Airlines

13. ágúst 2020

|

Danska leiguflugfélagið Sunclass Airlines hefur sagt upp 200 flugfreyjum og flugþjónum í Danmörku og um 170 í Svíþjóð og eru því alls 370 starfsmenn hjá félaginu sem verður sagt upp þann 20. ágúst n

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

12. ágúst 2020

|

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00