flugfréttir

Sagt að Boeing ætli að fresta 777X til ársins 2022

- Eftirspurn eftir flugsætum á löngum flugleiðum í heiminum nánast í dvala

27. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:28

Boeing 777-9 tilraunarþota Boeing

Sagt er að Boeing muni tilkynna á næstu dögum um frestun um að koma með nýju Boeing 777X breiðþotuna á markaðinn vegna dræmrar eftirspurnar eftir flugsætum meðal flugfélaga í heiminum vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Samkvæmt aðilum, sem eru kunnugir málinu innan veggja Boeing, þá mun flugvélaframleiðandinn sennilega tilkynna frestun þotunnar í næstu viku þar sem ekki er markaður fyrir hana eins og staðan er í flugiðnaðinum í dag.

Nú þegar hafa orðið seinkanir á Boeing 777X verkefninu sem rekja má til vandamála með GE9X hreyfilinn frá General Electric og þá komu einnig upp vandamál í tilraunarflugi vélarinnar.

Boeing 777X verður stærsta tveggja hreyfla farþegaþota heims og á hún að koma á markaðinn á næsta ári en orðrómur er um að Boeing ætli að fresta afhendingum til ársins 2022.

Mögulegt er að Boeing fresti því að koma með hana á markað enn lengur en það veltur allt á því hversu lengi áhrifin af kórónaveirufaraldrinum ætla að verða hjá þeim flugfélögum sem fljúga langar flugferðir til fjarlægra áfangastaða en slík áætlunarflug ætla að taka mun seinna við sér heldur en flug á styttri flugleiðum.

Boeing 777X gæti frestast um eitt ár eða lengur

Samkvæmt þriðja heimildarmanni þá kemur fram að Boeing vilja setja framleiðsluna á Boeing 777X á „fullt skrið“ til að geta hafið afhendingar árið 2022 eða árið 2023.

Boeing 777X er arftaki hinnar vinsælur Boeing 777 þotu sem kom á markaðinn árið 1995 en Boeing 777X kemur í tveimur útgáfum, Boeing 777-8 og Boeing 777-9, en þörfin fyrir slíkar breiðþotur í dag eru frekar lítil og eru flugfélög frekar að skila gömlum breiðþotum af sér í stað þess að bæta við í flotann.  fréttir af handahófi

Farþegum fjölgar hraðar hjá easyJet en félagið bjóst við

4. ágúst 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að farþegar séu farnir að koma aftur og bóka flug í meira mæli en félagið bjóst við fyrr í sumar og er fjöldi bókana á farmiðum á seinni hluta sumarsins 10%

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

Virgin Atlantic sækir um gjaldþrotavernd

5. ágúst 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðun fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum en fram kemur að rekstarfé flugfélagsins mun að öðru leyti verða

  Nýjustu flugfréttirnar

Sala á flugstjórnkerfum hefur dregist saman um 37 prósent

14. ágúst 2020

|

Fram kemur að sala á flugstjórnkerfum, bæði skjákerfum og fjarskiptabúnaði, fyrir flugvélar hefur dregist saman um meira en þriðjung meðal helstu fyrirtækja sem eru leiðandi á markaðnum í sölu og fr

Fleiri farþegar um Frankfurt-flugvöll heldur en Heathrow

14. ágúst 2020

|

Næstum því helmingi fleiri farþegar fóru um flugvöllinn í Frankfurt í Þýskalandi í júlí samanborið við þá farþega sem fóru um Heathrow-flugvöllinn í London.

Þrír hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi í Stafangri í sumar

14. ágúst 2020

|

Þrjú tilvik hafa komið upp frá því í júní þar sem flugmenn og flugfreyjur hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi á flugvellinum í Stafangri í Noregi.

Azul nær að semja um frestun á greiðslum til leigusala

13. ágúst 2020

|

Brasilíska flugfélagið Azul Linhas Aéreas Brasileiras hefur náð að semja við lánadrottna og flugvélaleigur um breytingu og frestun á greiðslum.

IATA gefur út svartsýnni spá fyrir flugið í Evrópu

13. ágúst 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur gefið út nýja spá er varðar framtíðarhorfur á næstunni í fluginu í Evrópu og er sú spá svartsýnni en fyrri spár.

EASA varar við aðskotahlutum í stemmuröri eftir geymslu

13. ágúst 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér tilkynningu með fyrirmælum varðandi þau áhrif sem langtímageymsla á flugvélum getur haft í för með sér en margar flugvélar eru nú í geymslu vegna

S7 Airlines stofnar sérstakt fraktflugfélag

13. ágúst 2020

|

Rússneska flugfélagið S7 Airlines ætlar að hefja fraktflugsstarfsemi og hefur félagið pantað tvær Boeing 737-800BCF fraktflugvélar sem verða teknar á leigu frá flugvélaleigunni GECAS.

370 flugfreyjum sagt upp hjá Sunclass Airlines

13. ágúst 2020

|

Danska leiguflugfélagið Sunclass Airlines hefur sagt upp 200 flugfreyjum og flugþjónum í Danmörku og um 170 í Svíþjóð og eru því alls 370 starfsmenn hjá félaginu sem verður sagt upp þann 20. ágúst n

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

12. ágúst 2020

|

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00