flugfréttir

Leggja til að flugstjóri fari í sálfræðilegt mat vegna atviks

- Tók nokkrar hættulegar ákvarðanir í kjölfar bilunar í hreyfli

27. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 09:39

Boeing 737-800 þota frá Smartwings

Rannsóknaraðilar flugslysa í Tékklandi hafa lagt til að flugstjóri einn hjá flugfélaginu Smartwings skuli gangast undir sálfræðilegt mat í kjölfar atviks sem átti sér stað í ágúst í fyrra eftir að hann neytaði að bregðast við með viðeigandi hætti við neyðarástandi samkvæmt starfsreglum eftir að alvarleg bilun kom upp í hreyfli á Boeing 737 þotu.

Atvikið átti sér stað þann 22. ágúst 2019 er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 var á leið frá eyjunni Samos á Grikklandi til Prag í Tékklandi en 20 mínútum eftir flugtak, þegar þotan var komin í 36.000 feta hæð, missti þotan afl á vinstri CFM56 hreyflinum sem síðar slökkti á sér.

Flugmaður vélarinnar, sem var við stjórn er heyfillinn missti afl, mælti með því að tilkynna um neyðarástand til fluguumferðarstjórnarinnar, lækka flughæðina og snúa við til Samos en flugstjórinn mótmælti því og vildi frekar halda áfram til Prag í sömu flughæð á einum hreyfli og gera tilraunir til þess að ræsa hreyfilinn að nýju sem tókst skömmu síðar.

Flugmaðurinn bað flugstjórann um að lýsa yfir viðbúnaðarástandi („PAN PAN“) en flugstjórinn þráaðist við að gera það strax en lét loks vita að það væri smá tæknilegt vandamál í gangi.

Þá kom einnig í ljós að flugvélin var mjög tæp á eldsneyti fyrir flugið til baka og tóku flugmennirnir ekki eldsneyti á flugvellinum í Samos en þotan hafði 9.4 tonn af eldsneyti við lendingu eftir flugið frá Prag og þurftu 9.2 tonn fyrir heimflugið sem tók 2 klukkustundir og 20 mínútur.

Hinsvegar var þotan að brenna meira eldsneyti á leiðinni til Prag þar sem flugmennirnir lækkuðu flugið niður í 24.000 fet úr 36.000 feta hæð eftir að bilunin í hreyflinum kom upp sem þýðir að flugvélin var að eyða meira eldsneyti í lægri flughæð.

Þegar þotan lenti í Prag voru 2.435 kíló eftir af eldsneyti og var flugvélin aðeins 23 kílóum frá því að hafa byrjað að ganga á varaeldsneytisforðann sem er aðeins notaður í neyðartilvikum.

Atvikið átti sér stað þann 22. ágúst í fyrra

Rannsóknarnefndin komst að því að flugstjórinn hefði tekið nokkrar hættulegar ákvarðanir sem voru meðal annars að hafa ekki látið flugumferðarstjóra vita af ástandinu og flogið áfram í gegnum lofthelgi Grikklands, Serbíu, Ungverjalands og Tékklands án þess að flugumferðarstjórar þessara landa vissu af vandamálinu auk þess sem hann hundsaði reglugerðir er varðar hvenær ber að lýsa yfir neyðarástandi.

Þá kemur fram að andrúmsloftið í stjórnklefanum hafi verið mjög óþægilegt vegna framkomu hans sem bætir ekki samstarfið við þessar aðstæður og hafði hann virt tillögur aðstoðaflugmannsins að vettugi.

Fram kemur að flugstjórinn hafði yfir 8.000 flugtíma á Boeing 737-800 auk þess sem hann er einnig flugkennari og prófdómari hjá flugmálayfirvöldum í Tekklandi en aðstoðarflugmaðurinn hafði 2.500 tíma að baki á Boeing 737.

Flugmaðurinn hafði reynt að útskýra hversu hissa hann væri yfir þessari ákvörðunartöku flugstjórans miðað við þá reynslu sem hann hefur að baki og gerði honum grein fyrir að ákvarðanir hans væru ekki í samræmi við starfsreglur flugfélagsins en flugstjórinn lýsti því yfir að hann hafði fulla trúa því að hann væri að taka réttar ákvarðanir í ljósi þess hversu mikla reynslu hann hafði.

Smartwings leysti flugstjórann frá störfum viku eftir atvikið og var hann hvattur til þess að segja upp og taka við starfslokasamningi og þá var honum bannað að fljúga sem flugstjóri en hann afrýjaði þeim dómi til tékkneska samgönguráðuneytisins sem afturkallaði bannið.

Í lokaskýrslu vegna atviksins kemur fram að rannsóknaraðilar mæla með því að flugstjórinn gangist undir sálfræðilegt mat hjá fluglæknum í Tékklandi og eru þau „óvenjulegu tilmæli“ gerð vegna þess hversu flugstjórinn var óeðlilega sannfærður um að ákvörðun hans hafi verið rétt.

Flugvélin lenti á flugvellinum í Prag og gekk lendingin snuðrulaust fyrir sig en talsmaður Smartwings segir að flugstjórinn muni ekki fá að fljúga aftur fyrr en hann hafi gengist undir sálfræðilega matið og niðurstöður úr því liggja ljósar.  fréttir af handahófi

Emirates segir upp 600 flugmönnum

9. júní 2020

|

Emirates hefur sagt upp um 600 flugmönnum en samkvæmt fréttum voru flestir þeirra flugmenn á Airbus A380 risaþotunni.

United gæti þurft að segja upp 36.000 starfsmönnum í haust

8. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að félagið þyrfti mögulega að grípa til risahópuppsagna þar sem kórónaveirufaraldurinn er farinn að hafa verulega slæm áhrif á rekstur félagsin

Fly Armenia nýtt flugfélag í Armeníu

14. júlí 2020

|

Á meðan mörg flugfélög eru að berjast við að halda velli og forða sér frá gjaldþroti þá er verið að stofna nýtt flugfélag í Ameníu sem fer að líta dagsins ljóss á næstunni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Sala á flugstjórnkerfum hefur dregist saman um 37 prósent

14. ágúst 2020

|

Fram kemur að sala á flugstjórnkerfum, bæði skjákerfum og fjarskiptabúnaði, fyrir flugvélar hefur dregist saman um meira en þriðjung meðal helstu fyrirtækja sem eru leiðandi á markaðnum í sölu og fr

Fleiri farþegar um Frankfurt-flugvöll heldur en Heathrow

14. ágúst 2020

|

Næstum því helmingi fleiri farþegar fóru um flugvöllinn í Frankfurt í Þýskalandi í júlí samanborið við þá farþega sem fóru um Heathrow-flugvöllinn í London.

Þrír hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi í Stafangri í sumar

14. ágúst 2020

|

Þrjú tilvik hafa komið upp frá því í júní þar sem flugmenn og flugfreyjur hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi á flugvellinum í Stafangri í Noregi.

Azul nær að semja um frestun á greiðslum til leigusala

13. ágúst 2020

|

Brasilíska flugfélagið Azul Linhas Aéreas Brasileiras hefur náð að semja við lánadrottna og flugvélaleigur um breytingu og frestun á greiðslum.

IATA gefur út svartsýnni spá fyrir flugið í Evrópu

13. ágúst 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur gefið út nýja spá er varðar framtíðarhorfur á næstunni í fluginu í Evrópu og er sú spá svartsýnni en fyrri spár.

EASA varar við aðskotahlutum í stemmuröri eftir geymslu

13. ágúst 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér tilkynningu með fyrirmælum varðandi þau áhrif sem langtímageymsla á flugvélum getur haft í för með sér en margar flugvélar eru nú í geymslu vegna

S7 Airlines stofnar sérstakt fraktflugfélag

13. ágúst 2020

|

Rússneska flugfélagið S7 Airlines ætlar að hefja fraktflugsstarfsemi og hefur félagið pantað tvær Boeing 737-800BCF fraktflugvélar sem verða teknar á leigu frá flugvélaleigunni GECAS.

370 flugfreyjum sagt upp hjá Sunclass Airlines

13. ágúst 2020

|

Danska leiguflugfélagið Sunclass Airlines hefur sagt upp 200 flugfreyjum og flugþjónum í Danmörku og um 170 í Svíþjóð og eru því alls 370 starfsmenn hjá félaginu sem verður sagt upp þann 20. ágúst n

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

12. ágúst 2020

|

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00