flugfréttir

Spá IATA versnar: Gera ekki ráð fyrir fullum bata fyrr en 2024

- Farþegaflug í heiminum fer mun hægara af stað í sumar en talið var

28. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 16:45

Yfir 85 prósent færri farþegar hafa ferðast með flugi í heiminum í júní samanborið við sama tíma árið 2019

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur gefið út nýja spá fyrir flugiðnaðinn vegna COVID-19 heimsfaraldursins og eru samtökin svartsýnni á batahorfur í farþegaflugi miðað við fyrri spá.

IATA segir að farþegaflug sé að fara hægara af stað í sumar en gert var ráð fyrir og telja samtökin að farþegaflug eigi ekki eftir að verða eins umsvifamikið og það var fyrir tíma kórónuveirufaraldursins fyrr en árið 2024.

Í vor gerði fyrri spá IATA hinsvegar ráð fyrir að farþegaflug myndi verða aftur með eðlilegum hætti árið 2023 og sjá samtökin því fram á að bataferlið eigi eftir að lengjast um eitt ár til viðbótar.

Samdráttur í farþegaflugi í júní meðal flugfélaga í heiminum mældist 86.5% miðað við júní í fyrra sem þýðir að flugfélögin flugu aðeins með 13,5 prósent af þeim farþegafjölda sem mældist í júní í fyrra.

Sú spá sem IATA gaf út fyrr í sumar gerði ráð fyrir að farþegaflug í heiminum ætti eftir að ná sér árið 2023

„Farþegafjöldi meðal flugfélaganna náði algjörum botni í apríl en bataferlið hefur verið mjög hægt síðan þá“, segir Alexandre de Juniac, formaður alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA).

„Sú eftirspurn sem við höfum verið að sjá að sé að taka við sér er meðal farþega í innanlandsflugi í mörgum löndum en millilandaflug liggur ennþá nánast niðri“, segir Alexandre.

„Þetta þýðir enn lengra bataferli og lengri pína fyrir flugiðnaðinn og allt efnahagskerfið í heiminum. Fyrir flugfélögin eru þetta slæmar fréttir sem þýðir að ríkisstjórnir verða að halda áfram að veita flugfélögunum aðstoð hvort sem það er í formi fjármagns eða annarar aðstoðar“

Kyrrsettar júmbó-þotur frá British Airways sem félagið hefur nú ákveðið að hætta alfarið að nota

IATA segir að nýuppfærð farþegaspá tekur mið af mjög slæmu ástandi af kórónaveirufaraldrinum í Bandaríkjunum, samdrætti í ferðalögum meðal þeirra sem fljúga í viðskiptaerindum og einnig vegna þess hversu lítill áhugi er meðal almennings að bóka flug á sama tíma og kórónaveirufaraldurinn er enn í fullum gangi í mörgum löndum.

Fyrirtæki notast við fjarfundi gegnum Netið og fólk heldur í budduna

Í nýrri skýrslu frá IATA segir að það fjármagn sem fyrirtæki hafa varið í ferðalög meðal starfsmanna er af skornum skammti í dag þar sem mörg fyrirtæki eru að halda að sér vegna verri rekstrarstöðu sem þýðir að fáir viðskiptafarþegar eru að ferðast með flugfélögunum.

Þá hafa fundir í gegnum Netið stóraukist í kjölfar COVID-19 faraldursins sem dregur úr nauðsyn þess að verja fjármagni í að senda starfsmenn heimshorna á milli til þess að eiga fundi vegna viðskipta.

Fram kemur að samt sé smá aukning í eftirspurn eftir flugi meðal þeirra sem vilja ferðast til þess að heimsækja vini og ættingja en margir kjósi ekki að ferðast þar sem þeir hafa áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni á næstunni ef þeir munu missa starfið sitt vegna samdráttar auk þess sem margir hafa áhyggjur af því að smitast af kórónaveirunni.

Þá segir að um 55% þeirra sem tóku þátt í könnun á vegum IATA segjast ekki ætla að ferðast með flugi á þessu ári.  fréttir af handahófi

Nafni China Airlines verður breytt í Taiwan Airlines

22. júlí 2020

|

Flugfélagið China Airlines mun að öllum líkindum á næstunni breyta um nafn og koma til með að heita Taiwan Airlines.

Flugfélagið NokScoot gjaldþrota

27. júní 2020

|

Tælenska lágfargjaldafélagið NokScoot hefur hætt starfsemi sinni en félagið tilkynnti í gær að farið yrði fram á félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta.

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

  Nýjustu flugfréttirnar

Sala á flugstjórnkerfum hefur dregist saman um 37 prósent

14. ágúst 2020

|

Fram kemur að sala á flugstjórnkerfum, bæði skjákerfum og fjarskiptabúnaði, fyrir flugvélar hefur dregist saman um meira en þriðjung meðal helstu fyrirtækja sem eru leiðandi á markaðnum í sölu og fr

Fleiri farþegar um Frankfurt-flugvöll heldur en Heathrow

14. ágúst 2020

|

Næstum því helmingi fleiri farþegar fóru um flugvöllinn í Frankfurt í Þýskalandi í júlí samanborið við þá farþega sem fóru um Heathrow-flugvöllinn í London.

Þrír hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi í Stafangri í sumar

14. ágúst 2020

|

Þrjú tilvik hafa komið upp frá því í júní þar sem flugmenn og flugfreyjur hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi á flugvellinum í Stafangri í Noregi.

Azul nær að semja um frestun á greiðslum til leigusala

13. ágúst 2020

|

Brasilíska flugfélagið Azul Linhas Aéreas Brasileiras hefur náð að semja við lánadrottna og flugvélaleigur um breytingu og frestun á greiðslum.

IATA gefur út svartsýnni spá fyrir flugið í Evrópu

13. ágúst 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur gefið út nýja spá er varðar framtíðarhorfur á næstunni í fluginu í Evrópu og er sú spá svartsýnni en fyrri spár.

EASA varar við aðskotahlutum í stemmuröri eftir geymslu

13. ágúst 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér tilkynningu með fyrirmælum varðandi þau áhrif sem langtímageymsla á flugvélum getur haft í för með sér en margar flugvélar eru nú í geymslu vegna

S7 Airlines stofnar sérstakt fraktflugfélag

13. ágúst 2020

|

Rússneska flugfélagið S7 Airlines ætlar að hefja fraktflugsstarfsemi og hefur félagið pantað tvær Boeing 737-800BCF fraktflugvélar sem verða teknar á leigu frá flugvélaleigunni GECAS.

370 flugfreyjum sagt upp hjá Sunclass Airlines

13. ágúst 2020

|

Danska leiguflugfélagið Sunclass Airlines hefur sagt upp 200 flugfreyjum og flugþjónum í Danmörku og um 170 í Svíþjóð og eru því alls 370 starfsmenn hjá félaginu sem verður sagt upp þann 20. ágúst n

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

12. ágúst 2020

|

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00