flugfréttir

Elsti flugkennari heims er 99 ára

- Robina Asti tók síðasta kennsluflugið og flaug inn í Heimsmetabók Guinness

28. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 21:17

Robina Asti ásamt nemanda sínum um borð í Cessna 172 kennsluflugvél

Það eru sennilega ekki margir flugmenn í heiminum í dag sem fagna bráðum 100 ára afmæli og eru enn fljúgandi eins og enginn sé morgundagurinn.

Öldruð kona frá Riverside-sýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum, Robina Asti að nafni, sagði um helgina skilið við starf flugkennarans, 99 ára að aldri, og hefur á sama tíma komist í Heimsmetabók Guinness sem hefur skráð hana sem elsti fljúgandi flugmaður heims og elsti flugkennari heims.

Robina flaug sitt allra síðasta flug sem flugkennari sl. sunnudag á vegum NextGen Flight Academy flugskólans og vildi hún með því sína fram á að eldri flugmenn eru mjög öflugir, nauðsynlegir og geta enn lagt sitt af mörkum ef heilsan leyfir.

Brandon Martini ásamt Robina Asti eftir síðasta kennsluflugið hennar

„Ég elska að leyfa fólki að upplifa þá reynslu sem fylgir því að lyftast upp í loftið af jörðinni“, sagði Robina er hún steig út úr Cessna 172 kennsluflugvél með Brandon Martini, flugmanni sem fór í „hlutverk“ flugnema fyrir þetta síðasta kennsluflug hennar.

Brandon sagði að þrátt fyrir 1.000 flugtíma að baki þá gat Robina bent honum á nokkur atriði er varðar flug sem hann hafði ekki hugmynd um sem sannar að flugmenn eru alltaf að bæta við reynsluna sína og sérstaklega er þeir þiggja ráð frá þeim sem hafa flogið lengur.

Með þessu slær Robina fyrra heimsmetið sem flugkennari frá Iowa-ríki átti enn sá flugkennari flaug sitt síðasta kennslflug 98 ára gamall.

Heimsmetið sem elsti flugkennari heims var skráð þann 8. júní sl. þegar Robina var enn að kenna og er það formlega komið í dag í Heimsmetabók Guinness

Robina Asti, sem fæddist sem karlmaður árið 1921 og fór í kynleiðréttingu árið 1976, hóf flugferil sinn í seinni heimstyrjöldinni árið 1942 og flaug meðal annars í bandaríska flughernum en á fimmtugsaldri ákvað hún að láta breyta sér í konu og hefur hún verið ötul í baráttu fyrir réttindum homma og lesbía allt frá sjötta áratugnum.

Robina hefur kennt fólki að fljúga í fleiri áratugi og eru þeir ófáir flugmennirnir vestanhafs sem þakka henni fyrir að hafa kennt sér að taka fyrstu skrefin í háloftunum.

Þrátt fyrir að vera fædd aðeins 18 árum eftir að Wright-bræður flugu fyrsta flugið er Robina Asti enn við hestaheilsu  fréttir af handahófi

Þrjú þúsund milljarðar til bandarískra flugfélaga

6. ágúst 2020

|

Bandaríska þingið ætlar að afgreiða 25 milljarða dala björgunarpakka fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum sem þýðir að bandarísk flugfélög eiga von á styrk upp á yfir 3.390 milljarða króna svo hægt sé

Stærsta flugvél heims snýr til síns heima í stutta skoðun

15. júní 2020

|

Antonov An-225 Mriya, stærsta flugvél heims, hefur fengið smá hvíld frá vöruflutningaflugi með heilbrigði- og lækningavörur en flugvélinni hefur verið flogið til síns heima í Úkraínu þar sem framundan

Nafni China Airlines verður breytt í Taiwan Airlines

22. júlí 2020

|

Flugfélagið China Airlines mun að öllum líkindum á næstunni breyta um nafn og koma til með að heita Taiwan Airlines.

  Nýjustu flugfréttirnar

Sala á flugstjórnkerfum hefur dregist saman um 37 prósent

14. ágúst 2020

|

Fram kemur að sala á flugstjórnkerfum, bæði skjákerfum og fjarskiptabúnaði, fyrir flugvélar hefur dregist saman um meira en þriðjung meðal helstu fyrirtækja sem eru leiðandi á markaðnum í sölu og fr

Fleiri farþegar um Frankfurt-flugvöll heldur en Heathrow

14. ágúst 2020

|

Næstum því helmingi fleiri farþegar fóru um flugvöllinn í Frankfurt í Þýskalandi í júlí samanborið við þá farþega sem fóru um Heathrow-flugvöllinn í London.

Þrír hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi í Stafangri í sumar

14. ágúst 2020

|

Þrjú tilvik hafa komið upp frá því í júní þar sem flugmenn og flugfreyjur hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi á flugvellinum í Stafangri í Noregi.

Azul nær að semja um frestun á greiðslum til leigusala

13. ágúst 2020

|

Brasilíska flugfélagið Azul Linhas Aéreas Brasileiras hefur náð að semja við lánadrottna og flugvélaleigur um breytingu og frestun á greiðslum.

IATA gefur út svartsýnni spá fyrir flugið í Evrópu

13. ágúst 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur gefið út nýja spá er varðar framtíðarhorfur á næstunni í fluginu í Evrópu og er sú spá svartsýnni en fyrri spár.

EASA varar við aðskotahlutum í stemmuröri eftir geymslu

13. ágúst 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér tilkynningu með fyrirmælum varðandi þau áhrif sem langtímageymsla á flugvélum getur haft í för með sér en margar flugvélar eru nú í geymslu vegna

S7 Airlines stofnar sérstakt fraktflugfélag

13. ágúst 2020

|

Rússneska flugfélagið S7 Airlines ætlar að hefja fraktflugsstarfsemi og hefur félagið pantað tvær Boeing 737-800BCF fraktflugvélar sem verða teknar á leigu frá flugvélaleigunni GECAS.

370 flugfreyjum sagt upp hjá Sunclass Airlines

13. ágúst 2020

|

Danska leiguflugfélagið Sunclass Airlines hefur sagt upp 200 flugfreyjum og flugþjónum í Danmörku og um 170 í Svíþjóð og eru því alls 370 starfsmenn hjá félaginu sem verður sagt upp þann 20. ágúst n

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

12. ágúst 2020

|

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00