flugfréttir

Boeing staðfestir endalokin á 747 og fresta 777X til 2022

- Hætta framleiðslu á Boeing 747-8 árið 2022

29. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 19:33

Boeing 747-8 júmbó-þota í litum Lufthansa við afhendingarmiðstöð Boeing í Everett

Boeing staðfesti í dag endalok framleiðslu júmbó-þotunnar auk þess sem flugvélaframleiðandinn tilkynnti að afhendingum á nýju Boeing 777X breiðþotunni verður frestað til ársins 2022.

Þetta kom fram í dag í skilaboðum til starfsmanna þar sem segir að framleiðslu á Boeing 747-8 verður hætt af eftir tvö ár og verði því engar fleiri slíkar þotur smíðaðar eftir árið 2022 og endar þar með framleiðsla júmbó-þotunnar sem staðið hefur yfir í 52 ár í dag.

Þá hefur Boeing einnig staðfest að afhendingar á fyrstu Boeing 777X þotunni, arftaki Boeing 777, hefjast ekki fyrr en árið 2022 og frestast því um eitt ár en til stóð að afhenda fyrsta eintakið á næsta ári til Lufthansa en nú þegar er búið að smíða fyrsta eintakið fyrir Lufthansa og einnig fyrstu Boeing 777X þotuna fyrir Emirates.

Boeing mun ekki smíða fleiri Boeing 747-8 júmbó-þotur eftir árið 2022

Seinkanir vegna vandamála með GE9X hreyfilinn frá General Electrics hafa þegar sett strik í reikninginn sem varð til þess að Boeing 777X flaug ekki sitt fyrsta flug fyrr en í janúar á þessu ári en til stóð að hún myndi taka þátt í flugsýningunni í París í fyrra.

326 milljarða króna tap á öðrum árshelmingi

Boeing kynnti í dag afkomu fyrirtækisins eftir annan ársfjórðung þessa árs og kemur fram að framleiðandinn tapaði 2.4 milljörðum bandaríkjadala sem samsvarar 325 milljörðum króna og má rekja tapið að stórum hluta til COVID-19 heimsfaraldursins.

Tapið er þó 500 milljónum lægra en á sama tíma í fyrra þegar Boeing tilkynnti um 2.9 milljarða króna tap frá apríl fram til júní sem mátti þá rekja til kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

Boeing tilkynnti í dag um 2.4 milljarða króna tap eftir annan ársfjórðunginn

Dave Calhoun, framkvæmdarstjóri Boeing, segir að afleiðingar kórónuveirufaraldursins séu að hafa viðtækari áhrif á flugiðnaðinn en gert var ráð fyrir sem bitnar á öllum fyrirtækjum innan flugsins og gæti Boeing þurft að segja upp enn fleira starfsfólki en framleiðandinn hefur nú þegar sagt upp 16.000 manns sem samsvarar 10 prósent alls starfsfólks fyrirtækisins.

Einnig segir í tilkynningu frá Boeing að dregið verður úr framleiðsluafköstum á næstum því öllum flugvélategundunum sem Boeing framleiðir og m.a. á Boeing 737 MAX, Dreamliner og Boeing 777 en framleiðslan á Boeing 767 og Boeing 747-8 mun að öllum líkindum halda sér með sama sniði.  fréttir af handahófi

Stefna á útsýnisflug til suðurskautsins með Boeing 787

10. ágúst 2020

|

Ástralska flugfélagið Qantas ætlar í vetur að bjóða Áströlum upp á útsýnisflug til Suðurskautslandsins en félagið ætlar að fljúga sérstakar flugferðir til Suðurskautsins með Dreamliner-þotum af gerði

Nafni China Airlines verður breytt í Taiwan Airlines

22. júlí 2020

|

Flugfélagið China Airlines mun að öllum líkindum á næstunni breyta um nafn og koma til með að heita Taiwan Airlines.

Armenía stefnir á að stofna nýtt ríkisflugfélag

15. júní 2020

|

Ríkisstjórnin í Armeníu stefnir á að stofna nýtt ríkisflugfélag til þess að efla flugsamgöngur til og frá landinu og einnig til þess að þurfa ekki að reiða sig eins mikið á þau erlendu flugfélög sem

  Nýjustu flugfréttirnar

Sala á flugstjórnkerfum hefur dregist saman um 37 prósent

14. ágúst 2020

|

Fram kemur að sala á flugstjórnkerfum, bæði skjákerfum og fjarskiptabúnaði, fyrir flugvélar hefur dregist saman um meira en þriðjung meðal helstu fyrirtækja sem eru leiðandi á markaðnum í sölu og fr

Fleiri farþegar um Frankfurt-flugvöll heldur en Heathrow

14. ágúst 2020

|

Næstum því helmingi fleiri farþegar fóru um flugvöllinn í Frankfurt í Þýskalandi í júlí samanborið við þá farþega sem fóru um Heathrow-flugvöllinn í London.

Þrír hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi í Stafangri í sumar

14. ágúst 2020

|

Þrjú tilvik hafa komið upp frá því í júní þar sem flugmenn og flugfreyjur hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi á flugvellinum í Stafangri í Noregi.

Azul nær að semja um frestun á greiðslum til leigusala

13. ágúst 2020

|

Brasilíska flugfélagið Azul Linhas Aéreas Brasileiras hefur náð að semja við lánadrottna og flugvélaleigur um breytingu og frestun á greiðslum.

IATA gefur út svartsýnni spá fyrir flugið í Evrópu

13. ágúst 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur gefið út nýja spá er varðar framtíðarhorfur á næstunni í fluginu í Evrópu og er sú spá svartsýnni en fyrri spár.

EASA varar við aðskotahlutum í stemmuröri eftir geymslu

13. ágúst 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér tilkynningu með fyrirmælum varðandi þau áhrif sem langtímageymsla á flugvélum getur haft í för með sér en margar flugvélar eru nú í geymslu vegna

S7 Airlines stofnar sérstakt fraktflugfélag

13. ágúst 2020

|

Rússneska flugfélagið S7 Airlines ætlar að hefja fraktflugsstarfsemi og hefur félagið pantað tvær Boeing 737-800BCF fraktflugvélar sem verða teknar á leigu frá flugvélaleigunni GECAS.

370 flugfreyjum sagt upp hjá Sunclass Airlines

13. ágúst 2020

|

Danska leiguflugfélagið Sunclass Airlines hefur sagt upp 200 flugfreyjum og flugþjónum í Danmörku og um 170 í Svíþjóð og eru því alls 370 starfsmenn hjá félaginu sem verður sagt upp þann 20. ágúst n

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

12. ágúst 2020

|

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00