flugfréttir

Ætla að afhenda 450 MAX-vélar innan 12 mánaða

30. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:00

450 Boeing 737 MAX þotur bíða þess að verða afhentar til viðskiptavina sinna

Boeing stefnir á að afhenda allar þær 450 Boeing 737 MAX þotur sem framleiddar hafa verið til viðskiptavina sinna innan 12 mánaða frá því að afhendingar hefjast að nýju sem mögulega verður fyrir lok ársins.

Flugvélaframleiðandinn lýsti þessu yfir í dag er afkoma Boeing eftir annan ársfjórðung var kynnt og kemur fram að vonir séu bundnar við að hægt verði að afhenda fyrstu 737 MAX þoturnar á ný milli hausts og jóla.

Yfir 450 Boeing 737 MAX þotur hafa verið smíðaðar frá því að þotan var kyrrsett um allan heim í mars árið 2019 og hefur framleiðandinn komið þeim fyrir á geymslusvæðum víðsvegar um Bandaríkin.

Hversu margar og hversu hratt hægt verður að afhenda þær þegar bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) leyfa þotunum að fljúga aftur fer þó allt eftir flugmálayfirvöldum í þeim löndum sem vélarnar verða afhentar til.

Þótt að endurútgáfa á flughæfnisvottun vélanna virðist vera handan við hornið þá hafa sum flugfélög sínar efasemdir líkt og Southwest Airlines sem telur að mögulega eigi Boeing 737 MAX ekki eftir að fljúga á ný fyrr en á fyrsta ársfjórðungi ársins 2021.

Boeing vonast til þess að viðskiptavinirnir verði bjartsýnir á framhaldið þar sem framleiðandinn segir að hægt verði að afhenda þær úr geymslu tiltölulega fljótt þar sem þær eru tilbúnar til notkunar með stuttum undirbúningstíma.

Einhver flugfélög hafa hætt við MAX þoturnar en flest þó hluta af þeim sem pantaðar voru á meðan einhver flugfélög hafa farið fram á að fresta afhendingum og hefur kórónaveirufaraldurinn haft sín áhrif á þá ákvörðunartöku.

Boeing hefur þegar greitt flugfélögum 600 milljónir Bandaríkjadali í skaðabætur sem samsvarar 81 milljarði króna.  fréttir af handahófi

United gæti þurft að segja upp 36.000 starfsmönnum í haust

8. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að félagið þyrfti mögulega að grípa til risahópuppsagna þar sem kórónaveirufaraldurinn er farinn að hafa verulega slæm áhrif á rekstur félagsin

Sagt að Boeing ætli að fresta 777X til ársins 2022

27. júlí 2020

|

Sagt er að Boeing muni tilkynna á næstu dögum um frestun um að koma með nýju Boeing 777X breiðþotuna á markaðinn vegna dræmrar eftirspurnar eftir flugsætum meðal flugfélaga í heiminum vegna COVID-19

Þriggja daga flugprófunum með 737 MAX lauk í gær

2. júlí 2020

|

Flugprófunum lauk í gær með Boeing 737 MAX tilraunavél Boeing en prófanirnar eru hornsteinninn af endurútgáfu á flughæfnisvottun vélanna og afléttingu kyrrsetningu á þeim sem hafa varað nú í tæpa 16

  Nýjustu flugfréttirnar

Sala á flugstjórnkerfum hefur dregist saman um 37 prósent

14. ágúst 2020

|

Fram kemur að sala á flugstjórnkerfum, bæði skjákerfum og fjarskiptabúnaði, fyrir flugvélar hefur dregist saman um meira en þriðjung meðal helstu fyrirtækja sem eru leiðandi á markaðnum í sölu og fr

Fleiri farþegar um Frankfurt-flugvöll heldur en Heathrow

14. ágúst 2020

|

Næstum því helmingi fleiri farþegar fóru um flugvöllinn í Frankfurt í Þýskalandi í júlí samanborið við þá farþega sem fóru um Heathrow-flugvöllinn í London.

Þrír hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi í Stafangri í sumar

14. ágúst 2020

|

Þrjú tilvik hafa komið upp frá því í júní þar sem flugmenn og flugfreyjur hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi á flugvellinum í Stafangri í Noregi.

Azul nær að semja um frestun á greiðslum til leigusala

13. ágúst 2020

|

Brasilíska flugfélagið Azul Linhas Aéreas Brasileiras hefur náð að semja við lánadrottna og flugvélaleigur um breytingu og frestun á greiðslum.

IATA gefur út svartsýnni spá fyrir flugið í Evrópu

13. ágúst 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur gefið út nýja spá er varðar framtíðarhorfur á næstunni í fluginu í Evrópu og er sú spá svartsýnni en fyrri spár.

EASA varar við aðskotahlutum í stemmuröri eftir geymslu

13. ágúst 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér tilkynningu með fyrirmælum varðandi þau áhrif sem langtímageymsla á flugvélum getur haft í för með sér en margar flugvélar eru nú í geymslu vegna

S7 Airlines stofnar sérstakt fraktflugfélag

13. ágúst 2020

|

Rússneska flugfélagið S7 Airlines ætlar að hefja fraktflugsstarfsemi og hefur félagið pantað tvær Boeing 737-800BCF fraktflugvélar sem verða teknar á leigu frá flugvélaleigunni GECAS.

370 flugfreyjum sagt upp hjá Sunclass Airlines

13. ágúst 2020

|

Danska leiguflugfélagið Sunclass Airlines hefur sagt upp 200 flugfreyjum og flugþjónum í Danmörku og um 170 í Svíþjóð og eru því alls 370 starfsmenn hjá félaginu sem verður sagt upp þann 20. ágúst n

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

12. ágúst 2020

|

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00